Víkurfréttir - 03.01.2003, Side 15
VÍKURFRÉTTIR I 1. TÖLUBLAÐ I FÖSTUDAGUR 3. JANÚAR 2003 I 15
Þann 13. des. sl. sendinýráðinn forstjóri Heil-brigðisstofnunar Suð-
urnesja (HSS)
frá sér til-
kynningu um
ástandið á
HSS. Í henni
er m.a. að
finna eftirfar-
andi klásúlu”
Stjórnendur
Heilbrigðisstofnunarinnar
vilja þakka fórnfúst starf
allra þeirra sem leggja sig
fram um að greiða götu sjúk-
linga sem leita til HSS og
mæta þannig tímabundinni
röskun í þjónustu heilsugæsl-
unnar. Sömuleiðis vilja
stjórnendur HSS þakka þann
skilning og biðlund sem sjúk-
lingar hafa sýnt við erfiðar
aðstæður.”
Þó það nú væri að þakka þeim
sem hafa unnið sig upp að
hnjám til þess að koma í veg
fyrir neyðarástand í heilbrigðis-
málum hér á Suðurnesjum. Ég
vænti þess að þeir verði jafn-
framt varir við það í launa-
umslaginu sínu. Ég vil gera at-
hugasemdir við seinni hluta
þessarar klásúlu, þar sem okkur
Suðurnesjamönnum er þakkað
fyrir skilning og biðlund. Mér
þykir þetta æði hráslagaleg
kveðja til okkar, þessu ástandi
var einfaldlega troðið ofan í
kokið á okkur, frú forstjóri,
hvort sem okkur líkar það betur
eða verr. Við erum hins vegar
nokkuð siðmenntuð hér á Suð-
urnesjum og reynum að leysa
málin á þeim nótum. En við
vorum aldrei spurð. Okkur var
einfaldlega stillt upp við vegg.
Hverjir eru svo að deila í þessu
máli? Jú, læknar sem búa í
Reykjavík, forstjóri sem býr í
Reykjavík og ráðherra sem býr
í Reykjavík. Við sem búum
hérna komum hvergi nærri,
nema sem þolendur. Væri þetta
ástand látið viðgangast í
Reykjavík? Ég bara spyr.
Vissulega er það þægilegt fyrir
stjórnendur HS að við skulum
ekki vera með neitt uppsteyt.
Einn öryrki hefur verið að
liggja á göngum og hefur ekki
skapað neitt sérstakt ónæði. En
við sýnum ekki endalausa bið-
lund og við verðum ekki skiln-
ingsrík ef að eitthvað gerist hér
sem rekja má til þessarar deilu
aðila sem hafa engra sérstakra
hagsmuna að gæta í okkar
samfélagi.
Guðbrandur Einarsson
Jólakveðja forstjóra HSS
M ig langar að koma meðfáeinar spurningar ogkannski fá svör við
þeim, því þau
hafa ekki legið
á lausu fyrir al-
menning á
Suðurnesjum.
En fyrstu
spurningu
minni vil ég
beina til fram-
kvæmdastjóra HSS.
1. Á að loka Heilbrigðisstofnun
Suðurnesja ?
2. Hvað er í gangi hér suður frá
sem réttlætir það að það er kom-
ið verr fram við okkur sjúklinga
sem þurfum á læknum að halda
reglulega en dýr.
3. Hér eru aðeins tveir læknar á
17.000 þúsund íbúa og er ég ekki
viss um að báðir hafi full réttindi
eða hvað ?
4. Má hjúkrunarfræðingur skrifa
út lyfseðil og láta það fara í apó-
tek án þess að læknir skrifi und-
ir?
5. Hvers vegna þarf fólk að bíða
eftir lyfseðli frá heilbrigðisstofn-
un í einn til þrjá sólarhringa þó
lyfin séu bráðnauðsynleg alla
daga, er það vanhæfni hjá hjúkr-
unarfræðingi sem er milligöngu
maður milli læknis og lyfseðils.
Hér er fátt eitt upptalið sem eng-
inn virðist bera ábyrgð á, en ef
vel er skoðað held ég nú þrátt
fyrir allt að Suðurnesjabúar séu
ekki svo heimskir að þeir sjái
ekki hvar hundurinn liggur graf-
inn.
Ég sat á heilsugæslustöðinni í
nokkra daga ásamt örfáum öðr-
um, hvar voru þá Suðurnesjabú-
ar? Að pússa fínu jeppana sína
eða keppast um jólaskreytingar á
híbýlum sínum. Ef fólk vil hafa
þetta svona er það allt í lagi , en
þarf ekki heilsugæslu líka? Eru
allir kannski svo heilsuhraustir
að enginn verður veik(ur) nema
ég?
Ef ekki eru fjárveitingar til að
halda opnu sjúkrahúsi, fæðingar-
deild og heilsugæslu, finnst mér
persónulega að loka ætti sjúkra-
húsi og fæðingardeild. Hér er
sem betur fer mjög góð upp-
bygging á öldrunardeild svo að
blessað gamla fólkið geti verið
hér í ellinni.
Ekki veit ég hver hefur komið
því inn í höfðuið á konum að hér
sé besta fæðingardeid á landinu.
Konur hafa alla tíð þurft í ein-
hverjum tilfellum að fara inn á
fæðingardeild Landspítalans og
verið bara nokkuð sáttar við það.
Og lítið þýðir að setja upp skeifu
og langt er frá að heimurinn
farist því þær hafa oft farið inn á
fæðingardeild Landspítalans þó
svo að opið sé hér.
Skurðstofan hér er að mestu not-
uð af sérfræðingum úr Reykja-
vík. Svo sem bæklunarlæknum ,
háls-nef og eyrnalæknum og svo
notar yfirlæknir fæðingardeildar
í ýmiskonar aðgerðir.
En hér á að lifa heilsugæsla með
góðum læknum með öll sín rétt-
indi í lagi og að sjálfsögðu tal-
andi á íslenska tungu, en því
miður hefur nú farið svo að ein-
hver hefur hrakið þá góðu lækna
sem hér voru komnir til starfa og
eftir sem mér hefur heyrst voru
þeir vinsælir meðal almennings.
Ég ætla ekki að una þessu þar
sem ég á rétt á læknisþjónustu í
minni heimabyggð. Góður lög-
fræðingur reyndar úr Reyjavík
telur þetta svo skýlaust brot á
heilbrigðislögum, að hver veit
nema að ég fái hann til að líta
yfir stöðu mína. Ég gæti talið
upp svo ótal margt fleira sem ég
mun síðar gera.
Við ykkur Suðurnesjabúa vil ég
segja, þar sem þetta ár er á enda
runnið ætlið þið þá ekki á nýju
ári að gera neitt til þess að fá að
hafa heilsugæslustöð í heima-
byggð?
Við þig góða frú sem tókst við
þessari stofnun 1.desember og
sem ég hef ekkert heyrt frá nema
afsakanir, held ég að heimamað-
ur réði betur við þetta erfiða
verkefni.
Vil ég svo óska ykkur sem áttuð
að sjá til þess að sjúklingar fái
sína þjónustu á heilsugæslustöð-
inni gleðilegs árs og ekki síst að
þið megið finna úrræði í heilsu-
gæslumálum ekki bara láta síma-
stúlkunnar svara einhverri vit-
leysu í símann.
Suðurnesjamenn standið upp og
gerið eitthvað látið ekki fólk úr
Reykjavík ráða því hvort þið leit-
ið heimilslæknis í ykkar heima-
bæ, látið ekki trampa á ykkur.
Ósk um gleðilegt ár og gæfuríka
framtíð í góðum og framsæknum
bæ.
Virðingarfyllst
Helga Valdimarsdóttir
190847-7999
Opið bréf til heilbrigðisráðuneytis og frú Sigríðar
Snæbjörnsdóttur framkvæmdastjóra HSS.
Hvar er heilsugæslustöðin
á Suðurnesjum ?
LESENDUR HAFA ORÐIÐ
Jólahúsin í Sandgerði voru valin í fyrsta sinn fyrir þessi jól,
og urðu Holtsgata 37, Holtsgata 34, og Klapparstígur 4 fyrir
valinu að þessu sinni. Verðlaunin voru rostungur í jólabúningi
sagaður út í koparplötu og settur á holtagrjót.
Verðlaunin voru svo afhent á Þorláksmessu á Vitanum þar
sem verðlaunahöfum var boðið til kaffi.
Ferða og menningaráð Sandgerðisbæjar.
Jólahúsin í Sandgerði valin
1. tbl. 2003 - 16 sidur 16 2.1.2003 16:41 Page 15