Víkurfréttir


Víkurfréttir - 06.02.2003, Blaðsíða 2

Víkurfréttir - 06.02.2003, Blaðsíða 2
2 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA! Leikskólar Reykjanesbæj-ar hafa auglýst lokunvegna sumarleyfa og starfsdaga 2003. Opnunar- tími leikskóla mun jafnframt taka nokkrum breytingum að hausti. Leikskólarnir Holt og Tjarnar- sel verða lokaðir frá 10. júní til 15. júlí. Börnin mæta 16. júlí. Leikskólarnir Gimli, Heiðarsel og Hjallatún verða lokaðir frá 23. júní til 25. júlí. Börnin mæta 28. júlí. Leikskólarnir Garðasel og Vesturberg verða lokaðir frá 11. júlí til 15. ágúst. Börnin mæta 18. ágúst. Starfsdagar á leikskólum í sumar verða eftirfarandi: Leikskólarnir Holt og Tjarnar- sel 15. júlí Leikskólarnir Gimli, Heiðarsel og Hjallatún 25. júlí Leikskólinn Garðasel og Vest- urberg 15. ágúst. Breyttur opnunartími Fræðsluráð Reykjanesbæjar hefur jafnframt lagt til breyttan opnunartíma leikskólanna næsta haust. Lagt er til að opið verði til kl. 17.15 í öllum leik- skólum. Boðið verður upp á lengri opnunartíma, eða til 18.15 í tveimur leikskólum, Garðaseli og Gimli. Tímagjald hækkar í kr. 2.900 eftir kl. 17.15 vegna aukins kostnaðar við starfsmannahald. Sumarfrí leikskólanna í Reykjanesbæ [ Didda og dauði kötturinn á hvíta tjaldið í Keflavík í kvöld ] Bílskúrssala laugardaginn 8. febrúar kl. 13-18 að Kjarrmóa 9 í Njarðvík. Svefnsófi, hillur, föt, skór og m. fl. Allir að mæta. Öryggismiðstöð Íslands,Keflavík, íþrótta- og ung-mennafélag, UMFN og Íþróttafélagið Nes hafa gert með sér samstarfssamning. Samningar þessir eru gerðir með það að markmiði að auka íþróttastarfsemi á svæðinu og um leið auka öryggi heimila á Suðurnesjum. Fulltrúar Ör- yggismiðastöðvarinnar og íþróttarfélaganna komu saman í Reykjaneshöllinni á þriðju- dag þar sem samningarnir voru undirritaðir. Íþróttafélögin munu sjá um dreif- ingu á heimagæslu tilboðum, Keflavík í Keflavíkurhverfi, UMFN í Njarðvíkurhverfi og NES dreifir í Hafnir, Garð og Sandgerði. Öryggismiðstöð Ís- lands greiðir 8000 krónur yfir hverja tengingu á heimagæslu- kerfi sem skilar sér inn í fram- haldi af dreifingu. Þessum fjár- munum verður varið til uppbygg- ingar íþróttastarfsemi á Suður- nesjum og er það val viðskipta- vinarins hverju sinni til hvaða deildar styrkurinn. Öryggismiðstöð Íslands gerir samstarfssamning við íþróttafélög í Reykjanesbæ Kvikmyndin Didda ogdauði kötturinn verðurfrumsýnd í kvöld kl. 18:00 í Sambíóunum Keflavík. Myndin sem tekin var upp í gamla bænum í Keflavík fjall- ar um sögu ungrar stúlku sem fær kröftuga sjón eftir að hafa dottið ofaní lýsistunnu. Stúlk- an kemst á snoðir þorpara sem leynast í næsta húsi og lendir í ævintýrum við að upplýsa glæp. Sagan er spenn- andi og skemmtileg unglinga- saga. Krakkar af Suðurnesjum eru áberandi hlutverkum í mynd- inni. Kristín Ósk Gísladóttir 11 ára leikur Diddu sem er aðal- söguhetja myndarinnar. Þá leika tveir vinir úr Keflavík, þeir Ein- ar Orri Einarsson og Davíð Már Gunnarsson, sem verða 14 ára á þessu ári, einnig stórt hlutverk í myndinni en þeir leika félagana Kára og Pétur. Víkurfréttir spjölluðu aðeins við krakkana í tilefni frumsýningar myndarinn- ar og voru þau öll sammála um það að það hefði verið mjög gaman að leika í myndinni og kynnast nýju fólki. „Þetta var mjög skemmtilega upplifun og var mjög gaman að hitta fræga leikara eins og Stein Ármann og Helgu Brögu sem leika í mynd- inni“, sagði Einar Orri sem leik- ur Kára. Davíð Már sem leikur Pétur sagði að atriðin hefðu ver- ið misjafnlega skemmtileg „Mér fannst skemmtilegast að leika í atriðinu þar sem ég og Einar átt- um að brjótas inn í hús, þá kom villingurinn upp í okkur. Við höfum verið vinir í mörg ár og því var gaman að leika saman í myndinni“. Aðspurður hvort þeir ættu eitthvað sameiginlegt með strákunum sem þeir léku sagði Davíð að svo væri. „Fyrir utan það að við séum bestu vinir þá erum við nú líka svolitlir prakkarar“ og tók Einar undir það með vini sínum og bætti því við að þeir væru þó ljúfir inn við beinið. Atriðin voru miserfið og reyndi oft á leikhæfileika krakkana til dæmis þegar þau þurftu að sýna tilfinningar og gráta. Kristín segist hafa fengið það ráð frá framkvæmdastjóra myndarinnar að skera lauk og þá hafi tárin strax byrjað að leka. Davíð sagðist ekki hafa notið „hið sí- gilda lauktrikk“ heldur bara leikið enda hafi þeir bara þurft að snökta eins og hann orðaði það. Þau sögðu að það hefði verið skemmtilegt að vinna með Steini Ármanni Magnússyni og Helgu Brögu Jónsdóttur enda væru þau mjög fyndin. „Þau eru nú bara venjulegt fólk eins og við hin en það var gaman að vinna með þeim. Þau eru alveg jafn fyndin og skemmtileg og þau líta út fyrir“, sagði Davíð sem leikur Pétur og bætti Krist- ín því við að hún hefði lært hell- ing af því að leika með þeim. Krakkarnir sögðust að lokum vera farin að hlakka mikið til sjá myndina og ætluðu þau auðvitað öll á frumsýninguna í kvöld. KEFLVÍSK BÍÓMYND FRUMSÝND Blaðauki um bíla verður í Víkurfréttum í næstu viku. Auglýsingar og umfjöllun um nýja bíla, notaða bíla,bílaþjónustu og fleira. Sértilboð á smáauglýsingum, texti og mynd (myndataka innifalin) kr. 700. 6. tbl. NY BLS. 2!!!! 5.2.2003 18:23 Page 2

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.