Víkurfréttir - 06.02.2003, Blaðsíða 4
MIKIÐ VAR Kallinn glaður að lesa um það að bæjar-
stjórn Sandgerðisbæjar hafi ákveðið að leggja 5 millj-
ónir til atvinnumála í bænum - þeir hafa greinilega
svarað kalli Kallsins. Það sem er
hins vegar skrýtið er sú „tilviljun“
að tillaga meirihlutans er nákvæm-
lega eins og tillaga sem minnihlut-
ans ætlaði að leggja fram á fundin-
um. Tillaga meirihlutans var nefni-
lega ekki inn í þeim fundargögnum
sem bæjarfulltrúar fengu send
heim. Þeir hafa semsagt frétt af því
að minnihlutinn ætlaði að leggja fram tillögu um að
veita 5 milljónum út í atvinnulífið í Sandgerði og grip-
ið tækifærið og gert tillögu minnihlutans að sinni til-
lögu. Frumlegt - nei, en svona er víst pólitíkin í dag. En
gott mál samt!
ÞÓRUNN Friðriksdóttir sem á sæti á lista Vinstri
Grænna í Suðurkjördæmi sendi Kallinum bréf þar sem
hún sagðist ekki hafa getað svara Kallinum varðandi
fátæktarumræðuna vegna veikinda.
Þórunn hefur verið veik og það er full-
gild ástæða fyrir því að senda ekki
svar. Hún vill svara og Kallinn vill fá
svar. Hinsvegar hefur ekkert heyrst frá
Árna Ragnari - honum er víst sama
um fátækt í Reykjanesbæ!
SLYS COLUMBIA geimskutlunnar
var hörmulegt og fylgdist heims-
byggðin með slysinu í beinni út-
sendingu. Slysið sýnir hve
hættulegt starf geimfarar
NASA vinna í þágu vísind-
anna. Kallinum barst þó
ábending frá glöggum les-
anda Víkurfrétta varðandi merki áhafnar-
innar. Í
merkinu er nefni-
lega blossi sem líkist
mjög sprengingu.
Spurning hvort þarna
hafi verið um fyrir-
boða að ræða. En
Kallinn vottar að-
standendum áhafnar-
innar samúð sína.
ÞAÐ ER EKKI oft sem kvikmynd af Suðurnesjum er
frumsýnd en á næstu dögum verður kvikmyndin
„Didda og dauði kötturinn“ frumsýnd. Kallinum hlakk-
ar mjög til að sjá myndina og efast ekki um að hún sé
skemmtilega, enda er söguþráðurinn mjög spennandi.
Kallinn óskar Kristlaugu Maríu Sigurðardóttur höfundi
myndarinnar innilega til hamingju með myndina og
óskar þess að hún haldi áfram að skrifa. Fyrir frumsýn-
ingu í leikhúsunum er sagt „break a leg“ og segir Kall-
inn það sama við Kristlaugu.
KALLINN fékk bréf um daginn frá lesanda sem full-
yrti að Kallinn væri framsóknarmaður. Lesandinn
sagði að hann teldi að Kallinn stæði á grænum kassa.
Sjálfsagt hefur þessi einstaklingur myndað sér ákveðna
skoðun út frá skrifum Kallsins og ályktað sem svo að
Kallinn væri framsóknarmaður. Til að fyrirbyggja allan
misskilning þá er Kallinn óflokksbundinn og hefur
skynsemina að leiðarljósi, en ekki handónýta pólitík.
Reyndar er mjög gaman að fylgjast með ungum mönn-
um mynda sér skoðun eftir flokkslínum og sjá hvað
þeir eru hugmyndasnauðir þegar kemur að því að ræða
ákveðin mál. Oftar en ekki er heilaþvottur stjórnmála-
flokkanna svo mikill að hið einfaldasta mál í hugum
margra getur orðið að flóknu máli í meðförum stjórn-
málaskörunganna og liðsmanna þeirra. Í huga Kallsins
skiptir mestu máli að skynsemin ráði för, en ekki það
sem pólitíkusarnir segja vera rétt eða ekki rétt.
REYNDAR er komin ólykt af pólitíkinni á Íslandi í
dag. Samfylkingin er orðin að pólitísku miðju-
moði og stendur á sama stalli og Framsóknar-
flokkurinn og vinstri vængur Sjálfstæðis-
flokksins. Vinstri Grænir eru töluvert langt
til vinstri og eins og góðum kommúnista-
flokki sæmir er flokkurinn á móti nær öllum
framförum. Frjálslyndi flokkurinn berst gegn kvóta-
kerfinu og Kallinn hefur ekki enn áttað sig á öðrum
stefnumálum flokksins. Eins og gamall maður sagði
eitt sinn þegar Kallinn vann upp á Keflavíkurflugvelli:
„Þetta helv... er allt saman handónýtt, ég vil fá að kjósa
menn með hugsjónir á þing.“
KRISTJÁN Pálsson á þing - þar fer maður með hug-
sjónir!
Kveðja,
Kallinn@vf.is
4 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA!
VÍKUR
FRÉTTIR
Útgefandi:
Víkurfréttir ehf. kt. 710183-0319,
Grundarvegi 23, 260 Njarðvík
Sími 421 0000 (15 línur)
Fax 421 0020
Ritstjóri og ábm.:
Páll Ketilsson,
sími 421 0007, pket@vf.is
Fréttastjóri:
Hilmar Bragi Bárðarson,
sími 421 0002, hbb@vf.is
Sölu- og markaðsstjóri:
Jónas Franz Sigurjónsson,
sími 421 0001, franz@vf.is
Auglýsingar:
Kristín Njálsdóttir,
kristin@vf.is,
Jófríður Leifsdóttir,
jofridur@vf.is
Blaðamenn:
Jóhannes Kr. Kristjánsson
sími 421 0004 johannes@vf.is
Sævar Sævarsson,
sími 421 0003 saevar@vf.is
Hönnunarstjóri:
Kolbrún Pétursdóttir,
kolla@vf.is
Hönnun/umbrot:
Kolbrún Pétursdóttir,
kolla@vf.is,
Stefan Swales,
stefan@vf.is
Skrifstofa:
Stefanía Jónsdóttir,
Aldís Jónsdóttir
Útlit, umbrot og prentvistun:
Víkurfréttir ehf.
Prentvinnsla:
Prentsmiðjan Oddi hf.
Dreifing:
Íslandspóstur
Dagleg stafræn útgáfa:
www.vf.is og vikurfrettir.is
Aðrir fjölmiðlar
Víkurfrétta ehf. eru:
VF - Vikulega í Firðinum
Tímarit Víkurfrétta,
The White Falcon,
Kapalsjónvarp Víkurfrétta.
MUNDI
Ef Kallinn er grænn,
hvernig er ég þá á litinn?
Hingað til hef ég verið
sagður svart/hvítur :)
Kallinn á kassanum
Af gefnu tilefni skal tekið fram
að Kallinn á kassanum er ekki
starfsmaður Víkurfrétta, heldur
sjálfstæður pistlahöfundur.
Þær skoðanir sem koma fram í
pistli Kallsins þurfa því ekki
að endurspegla skoðanir rit-
stjórnar Víkurfrétta. Þar sem
Kallinn skrifar undir dulnefni
er hann á ábyrgð blaðsins.
Þórunn Guðmunds-
dóttir listamaður
mánaðarins
Ný mynd mánaðarins hefur
verið sett upp í Kjarna,
Hafnargötu 57, í Reykjanes-
bæ. Eins og áður hefur kom-
ið fram er hér á ferðinni
kynning á myndlistarmönn-
um í Félagi myndlistar-
manna í Reykjanesbæ á
vegum menningar- íþrótta-
og tómstundasviðs bæjarins.
Listamaður febrúarmánaðar
er Þórunn Guðmundsdóttir.
Þórunn hefur haldið nokkrar
einkasýningar, síðast í Gall-
erí List í Reykjavík í októ-
ber sl. og einnig hefur hún
tekið þátt í mörgum sam-
sýningum. Hún sýnir nú
með hópnum Akvarell-Ís-
land 2003 í Hafnarborg í
Hafnarfirði og mun sú sýn-
ing standa til 17. febrúar.
Þórunn er félagi í upphafs-
hópi Baðstofunnar sem
hlaut menningarverðlaun
Reykjanesbæjar árið 2002.
Myndlistarnámskeið
fyrir börn í Svarta
pakkhúsinu
Vegna mikillar eftirspurnar
hefur Félag myndlistar-
manna í Reykjanesbæ
ákveðið að bjóða uppá
þriggja vikna myndlista-
námskeið fyrir börn á aldr-
inum 12 - 15 ára. Áhersla
verður lögð á olíumálun á
pappír sem er beint fram-
hald af því starfi sem var á
námskeiðunum fyrir áramót.
Námskeiðin hefjast 18. febr-
úar og standa til 7. mars.
Kennsla verður 2x í viku í
90 mínútur í senn frá kl. 16 -
17:30. Námskeiðsgjald er
kr. 5.000.-
Leiðbeinandi verður Rúnar
Jóhannesson, myndlistar-
maður og fer skráning fram
hjá honum í síma 698 3389.
Félag myndlistarmanna
í Reykjanesbæ.
[ myndlist ]
6. tbl. 2003 - NOTA!!! 5.2.2003 17:12 Page 4