Víkurfréttir - 06.02.2003, Side 6
6 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA!
V ið guðþjónustu í Ytri-Njarðvíkurkirkju þann2. febrúar afhenti Jón
Benedikt Georgsson og börn
hans formlega kross þann
sem stendur efst á turnspíru
kirkjunnar. Ingólfur Bárðar-
son formaður sóknarnefndar
tók við gjöfinni og þakkaði
gefendum. Sr. Baldur Rafn
Sigurðsson sóknarprestur
helgaði síðan krossinn, en
hann er gefinn í minningu
um foreldra Jóns, Georg E. P.
Pétursson og Guðrúnu
Magnúsdóttur frá Brekku
Ytri-Njarðvík, systur hans
Guðríði Elínu Georgsdóttur
og konu hans Sigríði Jóns-
dóttur frá Ólafsfirði.
Krossinn teiknaði arkitekt
kirkjunnar Ormar Þór Guð-
mundsson og smíði hans ann-
aðist Vélaverkstæði Sverre
Stengrímsen. Hönnun lýsingar
var í höndum G.H. ljósa á
Garðatorgi í Garðabæ. Gestum
var síðan boðið að þiggja veit-
ingar.
Gáfu kross efst
á turnspíru
kirkjunnar
Á laugardag var formlegopnun á Púlsinum íSandgerði en það eru
hjónin Marta Eiríksdóttir
og Friðrik Þór Friðriksson
sem ákváðu að láta gamlan
draum rætast með því að
opna nokkurs konar ævin-
týrahús þar sem boðið verð-
ur upp á margt skemmti-
legt. Margt var um mann-
inn en gestum var boðið upp
á nýlagað kaffi og svo gengu
leikarar klæddir mjög svo
skrautlegum klæðnaði um
staðinn og buðu fólki sæl-
gæti, konfekt og smákökur.
Í samtali við Víkurfréttir segja
hjónin að þau muni koma til
með bjóða upp á leiklist,
söng, afródans, afró-trommu-
námskeið, dansspuna, orku-
dans og margt fleira á nám-
skeiðum í Púlsinum en ná-
kvæmar upplýsingar eru á
www.pulsinn.is!
Suðurnesjamenn eru hvattir til
að líta við í Púlsinum enda
frábært framtak í gangi hjá
frábæru fólki.
[ Púlsinn opnar með glæsibrag í Sandgerði ]
FRÁBÆRT FRAMTAK
www.vf.is
6. tbl. 2003 - NOTA!!! 5.2.2003 17:13 Page 6