Víkurfréttir - 06.02.2003, Side 9
VÍKURFRÉTTIR I 6. TÖLUBLAÐ I FIMMTUDAGUR 6. FEBRÚAR 2003 I 9
kolniðamyrkur þarna og ég hljóp
af stað til að leita að honum. Ég
heyrði að hann var að tala og hélt
að hann hefði hitt einhvern og
væri að spjalla við hann. En síð-
an heyrði ég hann kalla í mig, en
sá engan. Þegar ég fór að skima
eftir honum þá sá ég hann og
hljóp til hans. Ég fékk algjört
sjokk þegar ég sá hann liggjandi
þarna en mig grunaði aldrei að
neitt svona alvarlegt hefði komið
fyrir. Ég hljóp strax í bílinn til að
ná í símann og hringdi í Neyðar-
línuna. Ég hljóp aftur til Arnars á
meðan ég talaði við Neyðarlín-
una og þegar maðurinn spyr mig
hvort Arnar finni fyrir fótunum
segi ég : „já já hann finnur fyrir
öllu“. En þá segir Arnar að hann
finni ekki fyrir fótunum og þá fæ
ég annað sjokk. Þetta er eitthvað
sem ég átti aldrei von á. Ég fór
síðan með sjúkrabílnum til
Reykjavíkur,“ segir Sóley.
Arnar segir að Sóley hafi verið
róleg nær allan tímann: „Ég vildi
ekki segja henni að ég finndi
ekki fyrir fótunum á mér og ég
reyndi að róa hana. Hún stóð sig
eins og hetja alveg frá byrjun og
hefur staðið þétt við hliðina á
mér frá því þetta gerðist,“ segir
Arnar og lítur á Sóleyju.
Hætt við stóra aðgerð
Strax eftir slysið var farið með
Arnar í sjúkrabíl til Reykjavíkur
þar sem hann var lagður inn á
gjörgæsludeild. Þegar hann var
kominn á sjúkrahús stóð til að
hann færi í aðgerð: „Það var ver-
ið að spá í að setja stálplötu við
hryggjarliðina til að rétta hrygg-
inn af. Ég beið eftir því í sólar-
hring og á meðan var ég með
mikinn verk í brotinu. Það var
erfið bið vitandi það að ég ætti
eftir að fara í stóra aðgerð. En
það var hætt við að senda mig í
þessa aðgerð því ég er brotinn á
fjórum hryggjarliðum og það
hefði þurft svo stóra plötu í mig
að ég hefði getað misst mikla
hreyfigetu í efri hluta líkamans
en það er eini staðurinn á líkam-
anum sem ég get stjórnað í dag.
Ég hefði orðið eins og spýtukarl
á eftir.“
Þegar einstaklingar sem lamast
fara í aðgerð strax eftir slys eru
líkur á því að batinn verði hrað-
ari. En í tilviki Arnars eru fjórir
hryggjarliðir brotnir og ef að-
gerðin hefði verið framkvæmd
hefði þurft að skera hann upp frá
hálsi og niður að maga að aftan
og framan og færa hefði þurft
hjartað til að komast að brot-
staðnum. Arnar segir að læknarn-
ir hafi vart treyst honum í þessa
aðgerð enda um mjög stóra að-
gerð að ræða: „Ég var ánægður
fyrst með að þeir hafi ákveðið að
hætta við aðgerðina en nú er ég
oft hundfúll með að hafa ekki
farið því maður veit aldrei hvort
það hefði orðið betra. En hins-
vegar er mér búið að ganga svo
vel og kannski hefðu komið upp
sýkingar í kjölfarið. Maður veit
aldrei, en kannski á ég eftir að
fara í þessa aðgerð.
Nýr heimur
Maður gerir sér engan veginn
grein fyrir því hvernig það er að
upplifa lömun af einhverju tagi.
Lífið breytist gríðarlega og verk
sem heilbrigt fólk sinnir á hverj-
um degi er ekki sjálfsagður hlut-
ur hjá þeim sem lamast. Arnar
segir að áfallið hafi komið eftir á
og sá veruleiki sem blasti við
honum tók mikið á hann: „Það
tók mig smá tíma að kyngja
þessu og átta mig á stöðunni. Það
eru allir að bíða eftir því að ég
brotni niður og að það komi eitt-
hvað svakalegt sjokk en það er
ekki búið að gerast ennþá.. Ég
hef fengið gríðarlega góðan
stuðning frá Sóleyju og foreldr-
um og fjölskyldum okkar beggja,
auk Jóhanns Kristjánssonar og
fleirum. Þetta er nýr og allt annar
heimur sem maður lifir í og frá-
brugðin þeim sem maður lifði í,
sérstaklega þegar maður er farinn
að fást við daglegar athafnir,“
segir Arnar alvarlegur á svip en
það er stutt í brosið hjá honum.
Fannst ég heppinn
Arnar lá í tvo daga á gjörgæslu-
deild og þaðan var hann fluttur á
tauga- og heilaskurðdeild þar
sem hann lá í átta daga. Eftir það
fór hann í endurhæfingu á
Grensás: „Þegar ég kom inn á
Grensás sá ég strax hvað ég væri
heppinn. Ég náttúrulega lamaðist
en það hefði getað orðið verra.
Það að hafa fullan styrk í hönd-
unum og að hafa höfuðið í lagi er
mikils virði. Í dag hef ég séð fólk
sem er í raun meira fatlað heldur
en ég er og ég er í raun mjög
þakklátur fyrir að ekki hafi farið
verr. Ég er alveg sami maðurinn
og persónuleikinn er sá sami.“
Duglegur í endurhæfingu
Þegar Arnar var kominn í endur-
hæfingu á Grensás sagði hann
við læknana að hann ætlaði sér
að vera kominn út af Grensás
innan þriggja mánaða. Læknarnir
hristu hausinn og sögðu að hann
yrði að vera þar í 6 mánuði: „Ég
var í æfingum í 3 mánuði en þá
útskrifaðist ég sem dagsjúkling-
ur. Sá sem hafði útskrifast fyrr en
ég var í fimm og hálfan mánuð á
Grensás en hann var lamaður frá
mitti: „Ég er svo þrjóskur og
ákveðinn að ég náði takmarkinu
og var alltaf viss um að mér tæk-
ist það. Þjálfunin felst að veru-
legu leyti í því að geta tekist á
við daglegar athafnir. Til dæmis
það að ná jafnvægi í hjólastóln-
um er heilmikið mál og það að
geta skriðið upp í stólinn aftur ef
maður dettur. Þjálfunin hér á Ís-
landi er ekki upp á marga fiska
þó þjálfararnir séu yndislegt fólk
og allir að vilja gerðir. Það vantar
bara fjármagn í þennan mála-
flokk. Við erum rúmlega 60 ein-
staklingar sem erum lamaðir á
Íslandi eftir slys og aðstaðan fyrir
okkur er ekki nægjanlega góð.
Það er hægt að gera betur og rík-
ið ætti að sjá sóma sinn í því að
leggja meira fjármagn til þessara
mála,“ segir Arnar af ákveðni.
Lömun Arnars er kölluð á fræði-
málinu T4 en hann er lamaður
fyrir neðan brjóstkassa. Hann
hefur enga magavöðva og hann
finnur ekkert fyrir líkamanum
fyrir neðan brjóstkassa. Í dag fer
Arnar sjálfur niður á Grensás í
þjálfun á hverjum degi. Hann fær
45 mínútna þjálfun en honum
finnst það alltof lítið: „Ég á að
mæta klukkan eitt en ég er oftast
mættur á milli tíu og ellefu.
Þangað til tíminn minn byrjar er
ég sjálfur að æfa mig. 45 mínútur
á dag er alls ekki næg þjálfun
fyrir mig,“ segir Arnar.
Sóley segir að Arnar sé gríðar-
lega ákveðinn og þrjóskur ein-
staklingur. Eftir slysið hefur þessi
þrjóska heldur betur komið í ljós
og Arnar er ánægður með það:
„Ég keyri bíl og fer allt sem ég
vil fara en að sjálfsögðu er lífið
allt erfiðara og maður lítur öðr-
um augum á lífið. Venjulegir
hlutir taka meiri tíma og allt
verður flóknara í kringum mann,
[ lífsreynslusaga ]
a nokkrum árum
a að standa upp“
uvík kvöldið fyrir síðustu Ljósanótt í viðtali við Víkurfréttir
SÖFNUN HAFIN!
Fjölskyldur Arnars og Sóleyjar með hana í fararbroddi hafa
hafið söfnun til þess að Arnar komist út til Frakklands í
meðferðina. Víkurfréttir hafa ákveðið að veita þeim styrk
með því að gefa þeim eina blaðsíðu í blaðinu þar sem
merki þeirra fyrirtækja sem styrkja þau munu koma fram.
Stofnaður hefur verið reikningur í Sparisjóðnum í Keflavík,
nr. 1109-05-409500
þar sem einstaklingar geta lagt sitt af mörkum
til meðferðar Arnars.
„Ef það á að tala
um einhverja
hetju í þessu máli
þá er það Sóley.
Hún hefur sýnt
ótrúlegan styrk og
það hefur hjálpað
mér rosalega.
6. tbl. 2003 - NOTA!!! 5.2.2003 17:15 Page 9