Víkurfréttir


Víkurfréttir - 06.02.2003, Blaðsíða 12

Víkurfréttir - 06.02.2003, Blaðsíða 12
12 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA! SÉR B L AÐ VÍK U R F RÉT TA U M B I K A RÚR S LI TA LE I K I N A Í K Ö R F U K N AT T LE I K BIKARblaðið Friðrik Ingi Rúnarsson, þjálfari Grindavíkur: Í kvennaleiknum þar sem Keflavík og ÍS mætast munu Keflavíkur- stúlkur vinna öruggan sigur enda með sterkasta liðið í boltanum í dag. Keflvíkingar vinna stóran sigur í karlaleiknum gegn Snæfell. Snæfell er með baráttulið en því miður fyrir þá, enga reynslu í slíkum leikjum sem Keflvíkingar hafa hins vegar. Friðrik Ragnarsson, þjálfari Njarðvíkinga: Keflavík mun bera sigur úr bítum í báðum leikjunum. Stelpurnar vinna með um 15-20 stigum og sigur strákanna verður svipaður. Þetta mun því verða þægilegt fyrir Keflavík að mínu mati enda hafa mótherjarnir, bæði ÍS og Snæfell, ekki þann sálfræðiþátt sem þarf í slíka leiki. Logi Gunnarsson, leikmaður Ulm í Þýskalandi: Þetta verða tveir skemmtilegir leikir. Keflavík vinnur leikinn gegn Snæfell í karlaflokki enda með sterkara lið. Snæfell hefur komið nokk- uð á óvart í vetur og mun halda í við Keflavík í fyrri hálfleik en í þeim síðari munu Keflvíkingar taka þetta. Þetta verður 15 stiga sigur hjá Keflavík. Kvennaleikurinn verður spennandi en ég held að þar verði óvænt úrslit þar sem ÍS vinnur með einu stigi. Guðjón Guðjónsson, stuðningsmaður nr. 1 hjá Keflavík: Það verður mikil taugaspenna í kvennaleiknum enda hafa stelpurnar verið að tapa undanfarið. Keflavík vinnur þetta 71:68 eftir mikla spennu. Karlaleikurinn verður frekar auðveldur fyrir Keflvíkinga enda eiga Snæfellingar eftir að brotna saman í göngunum. Þeir hafa sýnt það að þeir geta spilað ágætlega á heimavelli en brotna hins vegar nið- ur á útivelli. Keflavík vinnur 101:82! Svava Ósk Stefánsdóttirhefur þrátt fyrir að veraaðeins 19 ára gömul ver- ið fastamaður í liði Keflavíkur- stúlkna undanfarin ár. Hún hefur sjaldan leikið eins vel og í vetur og hefur verið með tæp- lega 8 stig að meðaltali í leik. Svava hefur þurft að glíma við erfið meiðsli, m.a. í baki en ekki látið það á sig fá og með harðfylgni hefur hún komist í gegnum þau meiðsli. Svava sagðist í samtali við Víkurfrétt- ir vera farin að hlakka mikið til að mæta ÍS í bikarnum. „Ég er farin að hlakka mikið til að spila þennan leik og mér lýst rosalega vel á þetta.Við í Kefla- víkurliðinu erum allar tilbúnar að takast á við þetta verkefni“. Hvernig undirbýrðu þig fyrir svona stórleiki? „Ég undirbý mig fyrir þennan leik eins og alla aðra leiki. Auð- vitað er mikið búið að hugsa um þennan leik upp á síðkastið enda titill í húfi. Við ættum því að vera tilbúnar í leikinn“. Hvernig finnst þér þú hafa ver- ið að standa þig í vetur? „Bara svona ágætlega en það er alltaf hægt að gera betur“. Ertu sátt við spilamennsku og liðsins? Já, ég er mjög ángæð með spila- mennsku liðsins enda ekki mikið annað hægt þar sem við erum langefstar í deildinni og aðeins tapað tveimur leikjum í allan vet- ur“. Aðeins að andstæðingi ykkar á laugardaginn, hvað þurfið þið að passa í liði ÍS? Við megum alls ekki gefa þeim frí skot enda eru þær góðir skot- menn. Við þurfum svo að hafa sérstakar gætur á Öldu Leif og Overstreet en þær eru burðarásar liðsins. Hvað verður lagt upp með fyr- ir leikinn? Við munum leggja upp með að spila saman sem lið bæði í vörn og sókn. Ef það gengur upp er ekki auðvelt að stoppa okkur. Verður þetta tvöfalt hjá Kefla- vík í ár? Já engin spurning. TVÖFALT Í ÁR Hvernig heldur þú að bikarleikirnir fari um helgina? Útgefandi: Víkurfréttir ehf. – Grundarvegi 23 – 260 Reykjanesbæ Ritstjóri: Páll Ketilsson – pket@vf.is Umsjón með efni: Sævar Sævarsson – saevar@vf.is Sjáið einnig www.vf.is Karlar Falur Harðarson er með 17,4 stig að meðal- tali í úrslitaleik bikarsins. Jón Norðdal Hafsteinsson er að leika annan bikarúrslitaleik sinn en hann var í liðinu þegar Keflavík tapaði fyrir Njarðvík 1999. Guðjón Skúlason hefur leikið flesta úrslita- leiki fyrir Keflavíkurliðið eða samtals 6 tals- ins. Gunnar Einarsson hefur leikið tvo bikarúr- slitaleiki fyrir Keflavík. Edmund Saunders er sjöundi erlendi leik- maðurinn sem Keflavík notar í úrslitaleik bik- arsins. Sverrir Þór Sverrisson, Davíð Þór Jónsson, Gunnar Stefánsson og Magnús Gunnarsson eru allir nýliðar í úrslitaleik. Konur Birna Valgarðsdóttir hefur skoraði 9,6 stig að meðaltali í úrslitaleik bikarsins Marín Rós hefur leikið fjóra bikarúrslitaleiki fyrir Keflavík Erla Þorsteinsdóttir hefur skorað samtals 45 stig í úrslitaleik Anna María Sveinsdóttir hefur leikið flesta bikarúrslitaleiki fyrir Keflavík, eða samtals 11 leiki. Kristín Blöndal hefur leikið 8. Rannveig Randversdóttir, Ingibjörg Lára Gunnarsdóttir og Sonia Ortega eru allar að leika sinn fyrsta bikarúrslitaleik fyrir Keflavík. Theadóra Káradóttir og Svava Ósk Stefáns- dóttir hafa báðar leikið einn úrslitaleik fyrir Keflavík. 6. tbl. 2003 - NOTA NR. 2 5.2.2003 17:58 Page 12

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.