Víkurfréttir - 06.02.2003, Síða 13
VÍKURFRÉTTIR I 6. TÖLUBLAÐ I FIMMTUDAGUR 6. FEBRÚAR 2003 I 13
SÉR B L AÐ VÍK U R F RÉT TA U M B I K A RÚR S LI TA LE I K I N A Í K Ö R F U K N AT T LE I K
Anna María Sveinsdóttir, þjálfari kvennaliðsins:
Undirbúningur liðsins hófst strax inn í klefa eftir leikinn gegn KR. Þá ræddum við um það
sem betur mátti fara í þeim leik. Æfingaprógrammið er svipað og fyrir alla aðra leiki en
við reynum að gera eitthvað skemmtilegt saman þessa vikuna til að peppa mannskapinn
upp fyrir þennan stærsta leik ársins. Það þarf náttúrulega gríðarlega einbeitingu hjá öllum
leikmönnum því að pressan er okkar megin eins og svo oft áður. Við erum svo sem vanar
því en staða okkar í deildinni hjálpar okkur ekkert á laugardaginn því þar er það bara
dagsformið sem skiptir máli. Við förum svo á æfingu í Höllinni á föstudaginn til að ná
mesta stressinu úr mannskapnum.
Ég er ekki búin að semja ræðu fyrir leikinn en ég og Kjartan Kárason aðstoðarmaður minn förum yfir
leikskipulagið okkar og hvernig við munum bregðast við þeirra leik. Aðalatriðið í þessu öllu er að við
verðum tilbúnar þegar í leikinn er komið því það er ekkert eins gaman og að verða bikarmeistari.
Sigurður Ingimundarson, þjálfari karlaliðsins:
Við munum reyna að fínpússa leik okkar á æfingum í vikunni. Farið verður yfir sóknar-
og varnarleik sem við komum til með að beita í leiknum. Einnig förum við yfir leik Snæ-
fells, hvaða veikleika og styrkleika þeir hafa. Við munum ekki setja neina nýja hluti inn
fyrir leikinn heldur treystum við því að við séum klárir í slaginn. Liðið æfir í Laugardals-
höllinni á föstudag þannig að við verðum tilbúnir á laugardaginn.
Á laugardeginum munum við hafa undirbúninginn svipaðan og fyrir aðra leiki. Við hitt-
umst í íþróttahúsinu í Keflavík og förum allir saman í Höllina. Þar förum við yfir leikáætl-
anir okkar og komum okkur í rétta gírinn fyrir leikinn.
Sverrir Þór Sverrissonhefur verið að spila gríð-arlega vel í vetur með
Keflavíkurliðinu. Sverrir Þór
er mikill baráttuhundur sem
leggur sig alltaf 100% fram og
gefst aldrei upp. Sverrir Þór
hefur leikið 20 mínútur að
meðaltali í leik í vetur og á
þeim mínútum hefur hann ver-
ið að skila 8,5 stigum og 4,5
fráköstum. Hann segist vera
orðinn mjög spenntur fyrir
leikinn enda sé þetta stærsti
leikurinn í körfunni. „Þetta er
fyrsti úrslitaleikurinn hjá mér
og fleirum í liðinu og því er
þetta enn skemmtilegra. Mér
líst vel á leikinn og við gerum
okkur fulla grein fyrir því að
við verðum að spila góðan leik
til þess að ná bikarnum til
Keflavíkur því Snæfell er með
sterkt lið“, segir Sverrir Þór.
Hvernig undirbýrðu þig fyrir
svona leiki?
Undirbúningurinn hjá mér fyrir
þennan leik er eins og fyrir alla
aðra leiki. Maður hugsar vel um
sitt hlutverk í leiknum og að gefa
allt sem maður á í leikinn.
Ertu sáttur við spilamennsku
þína í vetur?
Ég er nokkuð sáttur við mína
spilamennsku og liðsins það sem
af er. Mér finnst við þó allir eiga
mikið inni en við eigum enn
möguleika á að ná öllum okkar
markmiðum sem við settum okk-
ur fyrir mót.
Nú varst þú valinn í landsliðið
milli jóla og nýárs, kom valið
þér á óvart?
Já, ég get ekki neitað því að
landsliðssætið kom mér aðeins á
óvart þar sem ég hafði ekkert velt
því fyrir mér hvort ég yrði val-
inn.
Hvað verður lagt upp með fyr-
ir leikinn?
Við þurfum að ná upp góðri
stemningu innan liðsins fyrir
leikinn og spila af krafti því lið
eins Snæfell láta okkur örugg-
lega hafa fyrir öllu og munu berj-
ast til síðasta blóðdropa. Eftir
leikinn verðum við að vera vissir
um að hafa barist betur og fórnað
okkur meira en þeir.
Viltu segja eitthvað að lokum?
Já, ég vil hvetja alla Keflvíkinga
til þess að mæta Höllina og
hvetja okkur til sigurs því kefl-
vískir stuðningsmenn eru aldrei
betri en á svona stórleikjum.
Áfram Keflavík!
HVERNIG UNDIRBÚA ÞJÁLFARAR
KEFLAVÍKURLIÐANNA LEIKMENNINA FYRIR LEIKINA?
Til síðasta blóðdropa
!"#$%
Áfram Keflavík!
6. tbl. 2003 - NOTA NR. 2 5.2.2003 18:14 Page 13