Víkurfréttir


Víkurfréttir - 06.02.2003, Qupperneq 16

Víkurfréttir - 06.02.2003, Qupperneq 16
16 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA! :: Fyrst og fremst Óðinn Ásgeirsson er loksins genginn til liðs við knattspynulið Grindavíkur frá Þór en samræður milli félaganna hafa verið í gangi frá því í október. Óðinn er 23 ára varnarmaður. Stefán Gíslason sem æft hefur með Keflvíkingum að undanförnu hefur samið við liðið til tveggja ára. Hann er 24 ára varnar- og miðju- maður sem kemur til með að styrkja liðið mikið í baráttunni í 1. deildinni í sumar. Brenton Birmingham er að ná sér aftur eftir erfið bak- meiðsli og skoraði hann 22 stig með liði sínu í frönsku bikarkeppninni. Liðið tapaði þó leiknum og er úr leik. Sævar Garðarsson skoraði 22 stig fyrir Reyni þegar liðið sigraði Stjörnuna 80:70 á útivelli í 1. deild karla í körfuknattleik um sl. helgi. Reynir er í 2. sæti í deildinni með 20 stig en liðið á tvo leiki til góða. 16. umferðin í Intersport- deildinni í körfuknattleik fór á þessa leið: Logi Gunnarsson, leik-maður Ulm í þýsku 2.deildinni í körfubolta hefur verið að leika mjög vel með liðinu í vetur og komið nokkuð á óvart. Hann hélt utan á síðasta ári eftir að hafa unnið allt sem í boði var í ísl- enskum körfuknattleik með Njarðvík. Logi hefur aðlagast mjög vel þýskri menningu. Til að byrja með bjó hann einn en nú býr Birna kærasta hans hjá honum en hún er í þýskunámi í Ulm. Hvernig hefur gengið hjá þér í vetur? „Mér hefur persónulega gengið mjög vel í vetur og er ég stiga- hæstur í liðinu með rúmlega 17 stig að meðaltali í leik. Ég er sátt- ur við spilamennsku mína það sem af er en það er alltaf eitthvað sem maður getur bætt og þá þarf maður að vinna í því. Það sem skiptir þó mestu máli er að liðinu gengur vel en við erum sem stendur í efsta sæti riðilsins“. Hvernig er hið daglega líf í Þýskalandi? „Ég vakna um kl. 10 og fer í lyft- ingasalinn og svo beint á skotæf- ingu en við æfum alltaf tvisvar á dag og lyftum þrisvar í viku. Að skotæfingu lokinni fer ég aftur heim og borða hádegismat. Ég fer ekki aftur á æfingu fyrr en um kl. 19 þannig að ég nota dag- inn í að gera það sem ég vil. Þann tíma nota ég m.a. í að kíkja í búðir, versla í matinn og fl. Einnig fer ég stundum í nudd en það er regla hjá liðinu að fara allavega einu sinni í viku í nudd og er það alveg nauðsynlegt. Eft- ir að ég fór að æfa svona oft þarf ég að hvíla mig aðeins yfir dag- inn. Ég legg mig því í svona klukkutíma til að safna kröftum fyrir kvöldæfingarnar, það er orðinn hálfgerður vani“. Hvernig var þér tekið í fyrstu? „Mér var strax tekið mjög vel af bæði leikmönnunum og þjálfara. Ég get ekki sagt annað en að mér hafi líkað mjög vel við allt hérna frá því ég kom. Strákarnir í liðinu eru allir mjög fínir. Íbúðin sem ég er í er í sama húsi og íbúðir fjögurra annarra leikmanna þannig að við erum oft saman fyrir utan æfingatíma. Ég um- gengst leikmennina og kærustur þeirra því talsvert enda er það nauðsynlegt. Mórallinn í liðinu er mjög góður og er það mjög mikilvægt, sérstaklega þar sem við stefnum á titil”. Aðeins út í peningalegu hliðina, ertu að hafa gott upp úr því að spila körfubolta? „Já, ég hef það mjög gott. Liðið útvegar mér íbúð og nýjan bíl og svo er mjög ódýrt að lifa hérna í Þýskalandi. Ég get því lagt mikið af peningum fyrir, sérstaklega þegar við vinnum marga leiki því þá fær maður meira úr bónusn- um”. (Logi hlær) Nú er liðið í efsta sæti, er markmiðið sett á úrvalsdeild? „Ekki spurning og ég held að það sé raunhæfur möguleiki. Það verður þó mjög erfitt enda aðeins eitt lið af 17 sem fer upp um deild. Ef við höldum rétt á spil- unum ættum við að geta það”. Munt þú leika með liðinu á næsta ári? „Það er allt óvíst í þeim efnum eins og er, en ef liðið fer upp um deild er möguleiki á því. Annars er ekkert ákveðið hvar ég spila að ári”. Njarðvík-ÍR: 95:97 (47:58) Njarðvíkingar töpuðu á móti ÍR í ljónagryfjunni í fyrsta skipti í 20 ár en þetta var annar tapleikur liðsins í röð. Teitur Örlygsson var bestur hjá heimamönnum með 21 stig, 7 fráköst og 8 stoðir en GJ. Hunter var stigahæstur með 24 stig. Liðið getur gert betur og mun án efa gera það. Keflavík-Hamar: 113:74 (54:33) Keflvíkingar áttu ekki í vand- ræðum með dapurt Hamarslið. Í raun hefði verið nær fyrir Keflvíkinga að hafa liðsæf- ingu því þar hefðu án efa verið meiri átök. Damon Johnson var stigahæstur með 21 stig, 7 fráköst og 7 stoðir. Guðjón Skúlason setti 20 stig og Ed- mund Saunders 19. Grindavík-Skallagrímur: 97:80 (53:36) Darrell Lewis fór fyrir Grind- víkingum í öruggum sigri á Borgnesingum en hann skor- aði 34 stig. Guðmundur Bragason átti einnig góðan leik með 19 stig og hirti 13 fráköst. Skallagrímsmenn tefldu fram JoVann Johnson sem er bróðir Damon Johnson. Grindvíkingar eru á toppnum með 28 stig, Keflavík er í 3. sæti með 24 stig og Njarðvík í 5. sæti með 18 stig. Loginn hefur það gott í Þýskalandi Logi einbeittur í vörninni í leik með Ulm fyrr í vetur. Logi leikur í kepnistreyju númer 6 en hann lék í treyju númer 14 þegar hann lék með UMFN. Logi í baráttunni um frákast í leik með Ulm. Damon Johnson sækir hér að körfu Hamarsmanna í leik liðanna á mánudag. Á innfelldu myndinni má sjá Davíð Þór Jónsson drippla fyrir utan vítateig gestanna. Það var fjör á æfingu hjá þessum ungu fótboltapjökkum þegar ljósmyndari Víkurfrétta smellti af þeim mynd. Strákarnir fylgjast greinilega með enska boltanum enda allir klædddir keppnistreyju uppáhalds liða sinna. www.vf.is Víkurfréttir á netinuí f tti ti Nætursöltum ekki sportið! 6. tbl. 2003 - NOTA!!! 5.2.2003 17:22 Page 16

x

Víkurfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar: 6. tölublað (06.02.2003)
https://timarit.is/issue/395850

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.

6. tölublað (06.02.2003)

Iliuutsit: