Víkurfréttir - 06.02.2003, Síða 17
VÍKURFRÉTTIR I 6. TÖLUBLAÐ I FIMMTUDAGUR 6. FEBRÚAR 2003 I 17
H jónin Þorsteinn Jak-obsson og Anna Guð-munsdóttir hafa rekið
saman fyrirtækið Saumur og
merking í Hafnarfirði síðast-
liðin tvö ár en sjálf koma þau
af Suðurnesjunum, en þau
eru úr Sandgerði. Fyrst um
sinn var fyrirtækið rekið í
bílskúrnum heima hjá þeim,
voru síðan um tíma með fyr-
irtækið við Strandgötuna en
fluttu síðan í verslunarmið-
stöðina Fjörð í haust. Fyrir-
tækið er fyrst og fremst í
merkingum á fatnaði, sæng-
urfötum, handklæðum o.þ.h.
Þorsteinn segir að fyrirtækið
sæki fyrst og fremst viðskipti
frá fólkinu af götunni en sæki
lítið í fyrirtæki. „Við leggjum
fyrst og fremst áherslu á að
maðurinn af götunni fái þjón-
ustu við sitt hæfi. Við kapp-
kostum að skila alltaf frá okkur
vandaðri vinnu og vönduðum
vörum.“
Merkingarþjónustan sem veitt
er er margvísleg. Mikið er
merkt af bæði sængurverasett-
um, handklæðum og baðslopp-
um sem nýtist þá fyrst og
fremst til gjafa, m.a. brúðar- og
skírnargjafa. Einnig er töluvert
um að merktur sé almennur
fatnaður, m.a. húfur, úlpur,
íþróttagallar og margt fleira.
„Bródering í föt hefur verið í
boði lengi en nú er að eiga sér
stað mikil vakning fyrir henni,
bæði fyrir börn í skóla og leik-
skóla. Það er líka orðið mjög
vinsælt að gefa merkt hand-
klæði.“
Og fullorðið fólk er einnig far-
ið að merkja föt sín í auknum
mæli. „Stundum fjárfestir fólk í
dýrum íþróttafatnaði sem það
vill merkja. Svo er það í alls
kyns félagasamtökum sem þarf
að merkja og kórar hafa mikið
skipt við okkur. Við merkjum
einnig töluvert af töskum og
derhúfum.“
Viðskiptavinir fyrirtækisins
koma alls staðar að. „Það kem-
ur töluvert inn frá Suðurnesjun-
um enda þekkjum við vel til
þar og við höfum verið með
sölufólk þar. Þessi þjónusta
hefur líka spurst mikið út.“
Yfirleitt eru vörur sem komið
er með til merkingar tilbúnar
samdægurs eða daginn eftir. Þó
getur biðtíminn lengst ef mikið
er að gera og um jólin var hann
t.d. ein vika. Þó er hraðþjón-
usta veitt þegar sérstaklega
stendur á. „Einu sinni var skírn
í gangi og einn viðskiptavinur
vildi gefa merkt sængurverasett
og þá var hringt beint úr kirkj-
unni þegar nafnið var komið í
ljós og þetta var svo tilbúið fyr-
ir skírnarveisluna. Líklega hafa
einhverjir orðið hissa á að fá
gjöf merkta barninu svona
strax eftir skírn,“ segir Anna að
lokum.
[ viðskipti & atvinnulíf ]
Sandgerðingar sauma
merki í föt Hafnfirðinga
Saumur og merking flutti í Fjörðinn í Hafnarfirði í haust:
- og Suðurnesjamenn að sjálfsögðu velkomnir í Fjörðinn
Þorsteinn Jakobsson og
Anna Guðmundsdóttir í
verslun sinni í Firðinum.
6. tbl. 2003 - NOTA!!! 5.2.2003 17:36 Page 17