Víkurfréttir


Víkurfréttir - 06.02.2003, Síða 20

Víkurfréttir - 06.02.2003, Síða 20
20 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA! [ Maður ársins 2002 á Suðurnesjum ] Bíll á hvolfi í ánni Guðmundur Jens var á leiðinni austur fyrir fjall í lok nóvember á síðasta ári með fjölskyldu sinni, eiginkonunni Önnu Marý Péturs- dóttur og börnunum Sveinlaugu Ósk, Hafdísi Ástu og syninum Knúti þegar þau óku fram á um- ferðarslys á Suðurlandsvegi. Bif- reið hafði farið útaf brúnni á Hólmsá rétt ofan Reykjavíkur. Bifreiðin hafnaði á hvolfi í ánni en inni í bílnum voru kona með þrjú börn. „Þegar ég kom að slysstaðnum voru komnir þar tveir aðrir. Þeir voru hlaupandi á brúnni og það var ljóst að eitthvað hafði gerst. Bifreiðin sást hins vegar ekki þar sem hún lá svo nálægt brúnni. Annar þeirra var að hringja á Neyðarlínuna þegar ég kom á staðinn. Við óðum allir strax nið- ur að bílnum“. Heyrðum börnin gráta inni í bílnum í ánni Guðmundur Jens segir tilfinning- una sem fór um sig á leiðinni að bílnum hafa verið ægilega. Á leiðinni að bílnum heyrðu þeir börnin gráta inni í bílnum. „Við óðum út að bílnum og ég opnaði hann. Tvö börn höfðu losað sig úr beltum, en stúlka á Guðmundur Jens Knútsson kom að alvarlegu umferðarslysi seint á síðasta ári. Skjót viðbrögð skiptu sköpum við björgun mannslífa Víkurfréttir hafa á annan áratug staðið fyrir vali á manni ársins á Suðurnesjum. Að valinu hefur verið staðið með ýmsum hætti. Sérstök dómnefnd hefur verið kölluð til fundar í ársbyrjun sem borið hefur saman bækur sínar. Að þessu sinni var viðhöfð kosning á Netinu, þ.e. les- endur Víkurfrétta á Netinu áttu þess kost að velja mann ársins á Suðurnesjum 2002. Fjölmargar tilnefningar bárust, ótrúlegasta fólk var tilnefnt og dæmi um að heilu fótboltaklúbbarnir hafi verið tilnefndir sem menn ársins. Pólitíkusar í bæjar- og landsmálum fengu fjöl- margar tilnefningar en ein er sú tilnefning sem stendur uppúr kjörinu. Guðmundur Jens Knútsson, rafvirkja- meistari úr Garðinum, er maður ársins 2002 á Suður- nesjum. Skjót viðbrögð hans á vettvangi umferðarslyss við Hólmsá skiptu sköpum í björgun mannslífa. Guðmundur Jens Knútsson með viðurkenningu Víkurfrétta. Í bakgrunn er mynd af slysinu við Hólmsá. Frá slysstað á Hólmsá í vetur. Sa m se tt m yn d af V ík ur fré ttu m . M yn d frá s ly ss ta ð te ki n af lj ós m yn da ra D V. 6. tbl. 2003 - NOTA!!! 5.2.2003 17:38 Page 20

x

Víkurfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.