Víkurfréttir


Víkurfréttir - 06.02.2003, Blaðsíða 22

Víkurfréttir - 06.02.2003, Blaðsíða 22
Markmið uppeldis er aðná fram því besta sem íbarninu býr og búa það undir fullorðinsárin. Til að barnið fullnýti hæfileika sína þarf að laða fram hæfileika þess bæði heima og í skólanum. Einn af þeim þáttum sem auka líkurnar á því að barnið sé vel undirbúið fyrir fullorðinsárin er gott samstarf milli heimilis og skóla. En hvað felst í því? Af hálfu foreldra má m.a. nefna. - Að vel sé fylgst með heima- námi barnsins og því fylgt eftir að það sé unnið. - Að gæta þess námskröfur séu í samræmi við getu barnsins. Nemendur eru fljótir að laga sig að þeim kröfum sem gerðar eru. Ef gerðar eru of litlar kröfur er verið að kenna barni að það þurfi ekki að leggja sig fram til að ná góðum árangri. Ef gerðar eru of miklar kröfur er barnið ætíð að vinna upp fyrir sig og hætta á að námið verði barninu kvöl. Það eykur hættuna á því að barnið hætti skólagöngu sinni of snemma. - Að miðla mikilvægum upplýs- ingum til kennarans. Flestir ef ekki allir kennarar eru með net- fang. Allir umsjónarkennarar á grunnskólastigi eru með fasta viðtalstíma þar sem hægt er að hafa samband við þá á vinnutí- ma.Mikilvægar upplýsingar eru til til dæmis hvort vinnuálag sé hæfilegt á barninu, hvernig því líður í skólanum og hvort eitt- hvað hefur gerst í lífi barnsins sem hefur áhrif á hegðan þess í skólanum. - Að taka þátt í því starfi sem skólinn óskar eftir að foreldrar taki þátt. Dæmi um það gætu verið námsefniskynningar eða fræðslufundir af ýmsu tagi. - Að taka þátt í starfi foreldrafé- laga. Oft er hægt að hafa tölu- verð áhrif á það sem fram fer innan veggja skólans í gegnum foreldrafélagið. - Ef leikskólinn er talinn með átt þú eftir að vera í samstarfi í við skóla vegna barnsins í 14 ár. Stundum gerist eitthvað í skólan- um sem þér finnst orka tvímælis, barnið kemur kannski heim með sögu sem þér f innst skrítin. Hafðu í huga að alltaf eru að minnsta kosti tvær hliðar á hverju máli. Það er sjálfsagt og eðlilegt að hafa samband við kennara barnsins og heyra frá- sögn skólans af því sem gerðist áður en þú tekur afstöðu. Ef þú ert óánægð/ur með eitthvað sem gerist í skólanum er æskilegt að hinir fullorðnu reyni að leysa úr ágreiningnum sín á milli. Barnið verður óöruggt ef það heyrir þig gagnrýna kennara eða annað starfsfólk skólans fyrir framan barnið. Það er hins vegar mikil- vægt að koma gagnrýni á fram- færi þegar það á við. Æskilegt er að úr ágreining sé leyst jafnóðum og hann kemur upp. Gagnrýni þarf að koma á framfæri þannig að hægt sé að taka við henni. Mundu að skólinn og þú eruð samherjar sem starf ið saman með hagsmuni barnsins í huga. - Á sama hátt og það er mikil- vægt að koma á framfæri gagn- rýni, er jafnmikilvægt að koma ánægju sinni á framfæri. Láttu skólann vita ef þú ert ánægð/ur. Hrósaðu skólanum ef þú getur. Setningar eins og: Honum líður vel í skólanum, hún hefur tekið miklum framförum, hafa góð á- hrif á samstarfið og eru barninu þínu til framdráttar. - Að sjálfsögðu þarf skólinn líkt og foreldrarnir að sinna ýmsum skyldum í samstarfi við foreldra, en það er efni í aðra grein. Gott samstarf milli heimilis og skóla hefur alltaf verið mikil- vægt. Sennilega hefur það aldrei verið mikilvægara en nú að vera í góðu samstarfi við skólann, þar sem samfélagið virðist í auknum mæli gera kröfu um að skólinn sinni ekki bara fræðslu heldur sé einnig uppeldisstofnun. Gangi þér vel. Gylfi Jón Gylfason yfirsálfræðingur á Skólaskrifstofu Reykjanesbæjar. Ert þú í góðu samstarfi við skólann sem barnið þitt gengur í? Gylfi Jón Gylfason yfirsál- fræðingur á Skóla- skrifstofu Reykjanes- bæjar. 22 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA! Nónvarða 1, Keflavík. 165m2 einbýli með 4 svefnh. 60m2 bílskúr og 25m2 sól- húsi. Glæsileg eign, vel viðhaldið. Góður staður. Laus strax. Opið hús milli 2 og 5 sunnudaginn 9. feb. 18.500.000.- Drangavellir 1, Keflavík. 142m2 einbýli með 4 svefnh. og 35m2 bílskúr. Eign í góðu ástandi og góðum stað. Nýtt þakjárn og miðst.lögn úr eir. 16.800.000.- Hólagata 1, Sandgerði. Gott 125m2 einbýli með 3 til 4 svefnh. og 50m2 bílskúr. Eign á góðum stað í góðu ástandi. 12.500.000.- Fífumói 5b, Njarðvík. Góð 3ja herbergja íbúð á 3. hæð í fjölbýli. Eign í góðu ástandi. Hagstætt lán áhvílıandi. 7.400.000.- Lyngholt 18, Keflavík. 115m2 miðhæð í þríbýlishúsi með 3 svefnh. þó nokkuð endurnýjað. Hagstæð lán áhvílandi. Laust fljótlega. 11.300.000.- Suðurgata 23, Keflavík. 130m2 Parhús á 3. hæðum. Lítil íbúð í kjallara með sérinngangi sem hægt er að leigja út. Mikið endurnýjað að innan. Bílskúr 32m2 Hagstæð lán. 10.700.000.- Háaleiti 1, Keflavík. Mjög góð 86m2 3ja herb. íbúð á 2. hæð í litlu fjölbýli, stór sameign. Húsið var tekið í gegn að utan árið 2002. 8.900.000.- Vallargata 14, Sandgerði. Mjög góð 89m2 íbúð á efri hæð í tvíbýli með sér inngan- gi. 4 svefnherbergi. Eign í góðu ástandi. 8.200.000.- Hlíðargata 44, Sandgerði. Einbýlishús 131m2 með 4 svefnherb. Snyrtileg og góð eign. Upplýsingar um verð á skrifstofu. Heiðarholt 22, Keflavík. Einstaklingsíbúð á 1. hæð á góðum stað. Hagstæð lán áhvílandi. Laus strax. 6.100.000. Sjafnarvellir 19, Keflavík. 149m2 parhús með 3 svefn- herbergjum ásamt 32m2 bíl- skúr. Vandaðar innréttingar. Hagstæð lán áhvílandi. Laust fljótlega. 18.800.000 Suðurgata 48, Keflavík. 125m2 parhús á 2 hæðum með 4 svefnh. Hús sem mikið er tekið í gegn að innan. Laust strax. 11.700.000.- 6. tbl. 2003 - NOTA NR. 2 5.2.2003 18:31 Page 22

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.