Víkurfréttir


Víkurfréttir - 13.02.2003, Blaðsíða 10

Víkurfréttir - 13.02.2003, Blaðsíða 10
Fjörleikur Fjörheima að hefjast Foreldrafundur fyrir þátttakendur í Fjörleik Fjörheima var haldinn þriðjudagskvöldið 11. febrúar. Um 50 foreldrar mættu og hlýd- du á kynningu á Fjörleik Fjör- heima sem er árangursvottunar- kerfi sem fundið er upp í Bret- landi og Fjörheimar hafa starf- rækt síðan 1999. En árið 1999 tóku 27 unglingar þátt í leiknum sem þótti gott þá en nú eru 140 unglingar skráðir í Fjörleik Fjör- heima. Leikurinn virkar þannig í stuttu máli að unglingarnir fá stig fyrir þátttöku í skráðu starfi, fyrir að koma með sínar hugmyndir og láta þær verða að veruleika, tiltekt í Fjörheimum svo eitthvað sé nefnt. Veitt eru verðlaun í hverjum mánuði fyrir það lið sem sýnir mestu samheldnina og áhuga. Leiknum lýkur svo með lokaferðalagi, unglingarnir kusu hvert halda skuli, en Akureyri varð fyrir valinu að þessu sinni. Einungis þau lið sem hafa náð 1.800 stigum hafa kost á því að fara í ferðina. Fundurinn í gærkveldi endaði svo á umræðu um hvernig ástandið væri á unglingum í Reykjanesbæ sem fundarmenn virtust vera sam- mála um að væri í fínu standi. 10 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA! K vikmyndin Didda og dauði kötturinn var frumsýnd íNýja bíó Keflavík sl. fimmtudag. Myndin gerist í gamlabænum í Keflavík og fjallar um Diddu sem dettur ofan í lýsistunnu einn daginn og fær við það miklu betri sjón og fer að sjá ýmislegt sem aðrir sjá ekki. Kristín Ósk Gísladóttir 11 ára Keflavíkurmær sem fer með aðalhlutverkið í myndinni segir að það hafi verið mjög gaman að leika í myndinni. „Það var rosalega gaman að leika í myndinni og ég lærði mikið af því að leika með Helgu Brögu“, segir Katrín Ósk í samtali við VF-17. Hún segist hafa skemmt sér vel á frumsýningunni og fannst henni gaman að sjá hve margir komu á sýninguna.Aðspurð hvað hafi verið skemmtilegustu atriðin segir hún að það sér erfitt að segja. „Ég veit ekki alveg hvað var skemmtilegasta atriðið en það var mjög gaman að leika og horfa á fyndnu atriðin“. 17VF ungt fólk á Suðurnesjum * * * ** * Lí kis t fu gli nu m Tw ee ty Didda og dauði kötturinn Hvað varstu að ger a áður en við töluð um við þig? Ég var að skoða Í slendingabók á n etinu. Athuga hve rjum ég væri skyld. Hver eru áhugmál þín? Ég á mörg áhuga mál, t.d. leiklist, b íómyndir og íþró ttir en ég æfi badminton. Hvaða sjónvarpsþæ tti máttu ekki miss a af? Everybody loves Raymond á Skjá 1, það er skemm tilegasti þátturinn. Hvaða teiknimynda persónu ertu líkus t? Tweety í Looney toons. Hvað dettur þér fyr st í hug þegar þú h eyrir þessi orð? Koddi: Að sofa Michael Jackson : Körfubolti, því hann er alveg ein s og körfu- boltamaður. Ís: Ís í brauðform i Leikfimi: Íþróttir í skólanum Notar þú netið? Já ég nota það stu ndum til að leika mér. Lestur eða stærðfr æði? Lestur. Hver er flottasta hl jómsveitin? Írafár. Hvaða hlut getur þ ú ekki verið án? Lyklanna minna. Á döfinni í FS Dagana 26. - 28. febrúar nk. verða þemadagar í Fjölbrautaskóla Suðurnesja. Þemað er Suðurnesin og verður nemendum skólans skipt upp í alls kyns hópa sem fara í ýmis verkefni. Þemadagarnir enda svo á miklu „karnivali“ í Reykjaneshöll föstudaginn 28. febr- úar. Föstudaginn 28. febrúar fer NFS í ferð til Ólafsvíkur en ferðin er ætluð nemendum skólans sem eru 18 ára og eldri. Mikil eftirvænt- ing ríkir hjá þeim nemendum sem ætla sér í ferðina enda eru ferð- ir sem þessar mjög oft mikil skemmtun. FS keppir við Menntaskólann við Sund í Gettu betur 6. mars. Keppnin verður sýnd í Sjónvarpinu en hún mun fara fram í Keflavík. Ekki hefur verið ákveðið hvar líklegt er að hún verði í íþróttahúsinu við Sunnubraut. Við segjum að sautján sé á miðri leið! VF17 er sérefni fyrir ungt fólk á aldrinum 10-24 ára. Þetta er breiður hópur en þættinum er hér með ýtt úr vör. Efnishugmyndir berist til pc@vf.is F jörheimar eru opnir alla virka daga frá 14:00 - 18:00fyrir krakka í 8. - 10. bekk í grunnskólum Reykjanes-bæjar. Þá er opið á mánudags- og miðvikudagskvöld- um frá 19:30 - 21:30. Mánudagskvöldin er kölluð „Hva er a ske kvöld?“ og miðvikudagskvöldin er kölluð „Barakvöld“. Margt er í boði í Fjörheimum en þar eru t.d. billiardborð, þyt- hokkí, píluspjöld, tölvur til að fara á netið og playstation 2. Þar geta krakkarnir dansað, spilað spil, fótboltaspil eða jafn- vel unnið heimalærdóminn. Á döfinni hjá Fjörheimum: Stelpunótt verður haldin föstudagskvöldið 14. febrúar. Sveppi og Auddi úr 70 mínútum á Popp tíví mæta og sprella fyrir stelpurn- ar, pizzuveisla, heimatilbúin skemmtiatriði og fræðsla um átröskun svo eitthvað sé nefnt. Billiardmót Fjörheima verður haldið laugardaginn 22. febrúar, þess má til gamans geta að Fjörheimar eru þrefaldir SamSuð meistarar og núverandi Íslandsmeistarar félagsmiðstöðva í billiard. Fjörferðalag til Akureyrar 28. febrúar. Einungis fyrir þá sem hafa náð 1.800 stigum í Fjörleiknum. Ýmiskonar fræðsla, skemmtun og fjör. Skráningarfundur í ferðalagið mánudaginn 17. febrúar. Samfésballið föstudaginn 7. mars allar helstu hljómsveitir landsins leika fyrir dansi í Haukaheimilinu í Hafnarfirði. Fjör- heimar fá 81 miða og þeir seldust upp í fyrra á nokkrum klukkutímum, þannig að þegar þessi viðburður verður auglýst- ur í skólunum þá er best að vera fljót/ur niður í Fjörheima og kaupa miða. Þettar eru þær hljómsveitir sem þegar er búið að ráða: Sálin hans Jóns míns, Írafár, Í svörtum fötum, Sign, Bæjarins bestu, Ber og Igore. 7. tbl. 2003 - 32 pages 12.2.2003 17:49 Page 10

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað: 7. tölublað (13.02.2003)
https://timarit.is/issue/395851

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

7. tölublað (13.02.2003)

Aðgerðir: