Víkurfréttir


Víkurfréttir - 13.02.2003, Blaðsíða 24

Víkurfréttir - 13.02.2003, Blaðsíða 24
24 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA! -Ömmureglan er einföld og áhrifarík leið til að fá börn og unglinga til að sinna þeim verk- um sem þú ætlar þeim. Þegar þú not- ar ömmuregl- una tengir þú saman það sem þú vilt að barnið geri og það sem barnið vill gera, þannig að barninu er umbunað fyrir æskilega hegðun með því að það fær að gera það sem það langar til. Ef ömmuregl- an er notuð rétt, eykur þú líkurn- ar á því að barnið hlýði þér. -Almennt gildir um hegðun, að tíðni hegðunar sem hefur já- kvæðar eða eftirsóknarverðar af- leiðingar fyrir barnið eykst. Með því að umbuna barninu fyrir þau verk sem þú ætlar því, með af- leiðingum sem eru eftirsóknar- verðar fyrir barnið, aukast líkurn- ar á því að barnið gegni. -Ömmureglan virkar sérstaklega vel til að fá barnið til að sinna húsverkum. Til að skerpa á því hvernig þú getur notað ömmu- regluna ætla ég að gefa þér nokk- ur dæmi. „Þú mátt fara í tölvuna þegar þú ert búinn að vaska upp“. „Þú mátt fá ís eftir matinn þegar þú ert búinn að borða grænmetið“. „Þegar þú ert búin að æfa þig á flautuna geturðu far- ið og spurt eftir Halldóru“. „Þeg- ar þú ert búinn að fara út með ruslið geturðu farið á æfingu“. „Þegar þú ert búinn að gera þig tilbúinn í háttinn máttu horfa á Spaugstofuna“. „Þú mátt fara út að leika þér þegar þú ert búin/n að læra heima“. -Það er auðvelt að nota ömmu- regluna. Það eina sem þú þarft að varast er að gæta þess að snúa henni ekki við. Dæmi um við- snúning gæti verið. „Allt í lagi, þú mátt fara til Halldóru, en þú verður að lofa að taka til í her- berginu þegar þú kemur heim“. Ef þú snýrð ömmureglunni við og leyfir barninu að fá það sem því finnst eftirsóknarvert áður en það hefur framkvæmt það sem þú vilt að það geri, minnka lík- urnar á því að barnið hlýði þér. Ef þú lætur undan og leyfir barn- inu að snúa ömmureglunni við, ertu í raun að umbuna barninu fyrir að mótmæla þér með því að sleppa barninu við að vinna verk- ið sem þú vilt að það vinni. Með öðrum orðum: Ef barnið veit að það getur komist hjá því vinna verk með því að taka æðiskast, tuða eða mótmæla þér, mun tíðni þeirrar hegðunar aukast, vegna þess að barninu er umbunað fyrir þessa óæskilegu hegðun með því að sleppa við að vinna verkið. -Hafðu hugfast að öll börn reyna á þau mörk sem þeim eru sett. Það er eðlilegt að barnið athugi hversu staðfastur/föst þú ert og reyni að koma sér undan kvöðum eða fresta þeim. Flest börn reyna því stundum að snúa ömmuregl- unni sér í hag. Það er jafneðlilegt að þú ætlir barninu tiltekin verk í samræmi við þroskastig barnsins og gangir eftir því að þau séu unnin með því að nota ömmu- regluna rétt. Gangi þér vel að nota ömmuregluna. Gylfi Jón Gylfason yfirsálfræðingur á Skólaskrifstofu Reykjanesbæjar Er ömmureglan notuð á þínu heimili? H ljómsveitin Kiss the jazzspilar á Zetunni aðHafnargötu laugardag- inn 15. febrúar. Hljómsveitin er skipuð fimm Keflvíkingum, þeim Gunnari Inga Guð- mundssyni á bassa, Gylfa Gunnari Gylfasyni á gítar, Helga Má Hannessyni á hljóm- borð, Jóni Marínó Sigurðssyni söng og Þorvaldi Halldórssyni á trommur. Búast má við mik- illi stemningu á Zetunni enda eru allir þessir kappar frábær- ir tónlistarmenn og ættu aðdá- endur góðrar djazztónlistar ekki að láta þetta framhjá sér fara. Kiss the jazz fá til liðs við sig tvo gestaleikara á laugardagskvöldið en það eru Margeir Hafsteinsson trompetleikari og Valdimar Guð- mundsson básúnuleikari. Það var rífandi stemning í NFS-partýi sem haldið var áskemmtistaðnum Zetunni sl. fimmtudag. Dj. Sóley sá um aðþeyta skífur af sinni alkunnu snilld en hún var nýlega kjörin besti dj landsins af tónlistartímaritinu Undirtónar. Um 100 ung- lingar á aldrinum 16-18 ára mættu á svæðið en miðarnir í Zetuna seldust upp á tæpum klukkutíma að sögn Runólfar Sanders vara- formanns NFS. Hann sagði að krakkarnir hefðu skemmt sér kon- unglega og að kvöldið hefði verið mjög vel heppnað. Kiss the jazz á Zetunni Helgin framundan! Þeir bíógestir sem sáu fjölskyldu- myndina um Diddu og dauða köttinn í Keflavík sl. föstudags- kvöld kl. 18 eða 20 geta tekið gleði sína á ný, því þeir geta allir fengið að sjá myndina aftur, gegn framvísun bíómiðans. Ástæðan er sú að sýningareintakið sem sýnt var á þessum tveimur sýningum var gallað og hljóðið ekki eins og það átti að vera. Nú hefur hins vegar verið gert nýtt sýningarein- tak og bæði hljóð og mynd eins og best verður á kosið. Kvik- myndin fær mjög góða dóma og í Morgunblaðinu fær kvikmyndin tvær og hálfa stjörnu, sem er mjög góður dómur um myndina. Kvikmyndin um Diddu og dauða köttinn er bæði fyndin og spenn- andi og þarna fer mynd sem hvor- ki börn, unglingar, né fullorðnir mega láta fram hjá sér fara. Sást þú Diddu? Sýslumaðurinn í Keflavík Vatnsnesvegi 33, 230 Keflavík, s: 420 2400 UPPBOÐ Uppboð munu byrja á skrifstofu embættisins að Vatnsnesvegi 33, Keflavík fimmtudaginn 20. febrúar 2003 kl. 10:00 á eftirfarandi eignum: Akurgerði 3, Vogar 225-3318, þingl. eig. Gunnar Júlíus Helgason, gerðarbeiðandi Sýslumaðurinn í Keflavík. Akurgerði 5, Vogar 225-6509, þingl. eig. Gunnar Júlíus Helgason, gerðarbeiðandi Sýslumaðurinn í Keflavík. Brekkustígur 8, Njarðvík 209- 3008, þingl. eig. Ómar Hafsteins- son, gerðarbeiðandi Íbúðalá- nasjóður. Fitjabraut 26a, 0101, Njarðvík, þingl. eig. Ásmundur Sigurðsson, gerðarbeiðandi Sýslumaðurinn í Keflavík. Fífumói 5b, 0302, Njarðvík, þingl. eig. Sigurbjörn Ólafsson, gerðar- beiðandi Sýslumaðurinn í Keflavík. Hafnargata 19, Hafnir, þingl. eig. Katrín Sjöfn Sveinbjörnsdóttir og Jósef Zarioh, gerðarbeiðendur Lífeyrissjóðurinn Lífiðn og Tryggingamiðstöðin hf. Hátún 8, Keflavík 208-8348, þingl. eig. Kristinn Sörensen, gerðar- beiðandi Sýslumaðurinn í Keflavík. Hjallavegur 3e, Njarðvík, þingl. eig. Sigrún Ellertsdóttir, gerðar- beiðandi Landsbanki Íslands hf, Kefvíkflv. Staðarvör 5, 01-0101, Grindavík eignarhluti Báru Þ. Einarsdóttur, þingl. eig. Bára Þuríður Einars- dóttir, gerðarbeiðandi Sparisjóður Hornafjarðar/nágr. Strandgata 22, Sandgerði 209- 5038, þingl. eig. Anna Ragna Benjamínsdóttir, gerðarbeiðandi Sýslumaðurinn í Keflavík. Strandgata 6, Sandgerði, þingl. eig. Júlíus Stefánsson, gerðarbeiðandi Sparisjóður Hornafjarðar/nágr. Strandgata 8, Sandgerði, þingl. eig. Júlíus Stefánsson, gerðarbeiðandi Sparisjóður Hornafjarðar/nágr. Suðurgata 32, neðri hæð, Sandgerði, þingl. eig. Gunnlaugur Björgvinsson og Vilborg Rós Eckard, gerðarbeiðendur Landsbanki Íslands hf,Keflavík, Landssími Íslands hf,innheimta og Olíuverslun Íslands hf. Túngata 13, 0302, Keflavík, þingl. eig. H.J. Flutningar ehf, gerðar- beiðendur Reykjanesbær og Vátryggingafélag Íslands hf. Vallargata 12a, Sandgerði, þingl. eig. Björn Líndal Gíslason og Jakoba Laurina Jensen, gerðar- beiðandi Húsasmiðjan hf. Sýslumaðurinn í Keflavík, 11. febrúar 2003. Jón Eysteinsson Sýslumaðurinn í Keflavík Vatnsnesvegi 33, 230 Keflavík, s: 420 2400 UPPBOÐ Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim sjálfum, sem hér segir Aragerði 10, Vogum, þingl. eig. Annþór Kristján Karlsson, gerðar- beiðendur Íbúðalánasjóður og Íslandsbanki hf, miðvikudaginn 19. febrúar 2003 kl. 10:30. Krókur 2, (Stamphólsvegur nr.2) fnr. 3282, auk rekstrartækja og búnaðar, Grindavík, þingl. eig. JEG sf, gerðarbeiðendur Ferða- málasjóður, Húsasmiðjan hf, Landsbanki Íslands hf,Grindavík og Samskip hf, miðvikudaginn 19. febrúar 2003 kl. 11:00. Vitabraut 1, Hafnir, þingl. eig. Íslensk Sjávarsölt ehf, gerðar- beiðendur Byko hf og Valbjörn Steingrímsson, miðvikudaginn 19. febrúar 2003 kl. 11:45. Víkurbraut 38, 0201, Grindavík, þingl. eig. Guðrún María Þor- geirsdóttir, gerðarbeiðendur Grindavíkurkaupstaður og Íbúða- lánasjóður, miðvikudaginn 19. febrúar 2003 kl. 11:15. Víkurbraut 4, Keflavík, þingl. eig. Gullbílar ehf, gerðarbeiðendur Hlíf,lífeyrissjóður, Reykjanesbær og Tryggingamiðstöðin hf, miðvikudaginn 19. febrúar 2003 kl. 10:00. Sýslumaðurinn í Keflavík, 11. febrúar 2003. Jón Eysteinsson Leiðrétting Í síðasta tölublaði Víkurfrétta birtist auglýsing um nauðungarsölu á fasteigninni Melbraut 23, Garði, þingl.eig. skv. kaupsamningi Friðrik Hrannar Ólafsson og Svala B Róbertsson. Það upplýsist hér með að nauðungarsölubeiðnin var á Karl Júlíusson og Aiddy Einarsdóttur sem eru fyrri eigendur eignarinnar. Þetta tilkynnist hér með. UPPBOÐ 7. tbl. 2003 - 32 pages 12.2.2003 18:29 Page 24

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.