Víkurfréttir


Víkurfréttir - 13.02.2003, Blaðsíða 16

Víkurfréttir - 13.02.2003, Blaðsíða 16
16 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA! Bílasprautun Suðurnesjavarð 10 ára á síðasta árien félagarnir Jón Bryn- leifsson og Ólafur Bjarnason stofnuðu fyrirtækið. Í dag reka Ólafur og Sigurður Kristinsson fyrirtækið, en hann keypti hlut í bílaspraut- un Suðurnesja fyrir stuttu síðan. Ólafur er lærður bíla- sprautari en hann nam í Sví- þjóð. Þeir félagar segja að geysimiklar breytingar hafi átt sér stað í bílasprautunar- geiranum síðustu ár: „Breyt- ingarnar eru miklar og á hverju ári koma fram ein- hverjar nýjungar. Verkfærin verða betri, sprautuklefarnir fullkomnari og efnin verða hraðvirkari. Það er gríðarleg þróun í þessum bransa.“ Þegar bifreið er tekin í alspraut- un er um heilmikið ferli að ræða. Fyrst er framkvæmd svo- kallað viðgerðarmat þar sem lagt er mat á umfang viðgerðar og í kjölfarið er útbúin kostnað- aráætlun. Ef kúnninn eða tryggingafélagið samþykkir kostnaðaráætlunina er pantaður tími til verksins. Þegar bifreiðin kemur inn á gólf er hann hreinsaður, þ.e. allt tekið af honum (þessi vinna tekur um 6-20 tíma en það fer eftir bíla- tegundum). Þegar bifreiðin hef- ur verið hreinsuð er tekið til við að juða bifreiðina og sparsla í skemmdir. Síðan er bifreiðin grunnuð með sérstökum efnum og í kjölfarið er hún slípuð. Þegar búið er að slípa fer bif- reiðin í klefann þar sem hún er sprautuð. Þegar lakkið er þorn- að hefst samsetning og að lok- um er bifreiðin þrifin hátt og lágt áður en hún fer á götuna. Bílasprautun Suðurnesja starfar eftir svokölluðu Cabas tjóna- matskerfi en eftir kerfinu vinna öll tryggingafélögin. Fyrirtæk- ið sér um tjónamat á Suður- nesjum fyrir tryggingafélögin. Þegar bifreið lendir í tjóni framkvæmir Bílasprautun Suð- urnesja tjónamat og gerir í framhaldi kostnaðaráætlun varðandi viðgerð á bílnum. Kostnaðaráætlunin og tjóna- skýrsla eru síðan send viðkom- andi tryggingafélagi sem tekur ákvörðun um viðgerð á bíln- um, en ákvörðun er tekin með hliðsjón af því hvort borgi sig að gera við bifreiðina og einnig hvort viðkomandi hafi verið í rétti eða órétti. Ólafur segir að þetta kerfi sé mjög gott: „Það er auðvitað nauðsynlegt að vinna eftir slíku kerfi, því oft geta tjónin hlaupið á hundruð- um þúsunda króna.“ Ólafur hefur unnið við bíla- sprautun í yfir 20 ár og segir að á þeim tíma hafi hann upplifað margar skondnar sögur: „Einn góðkunningi okkar sem verslar mikið við okkur fékk aðstöðu til að sprauta bílinn sinn hjá okkur og hann ætlaði aldeilis að taka til hendinni. Hann bað mig um smá aðstoð sem ég veitti honum en hann virðist hafa misskilið mig. Ég setti dós með litnum á borðið og sagði honum að þetta væri liturinn en herðirinn væri í annarri dós. Hann jánkaði og ég fór út. Daginn eftir að hann var búinn að sprauta bílinn sinn finnst honum það skrýtið að lakkið sé ekki orðið þurrt, en bíllinn hafði staðið í heilan dag inn í klefanum. Bíllinn var rétt snertiþurr daginn eftir, vikuna eftir og enn var hann bara snertiþurr 7 vikum eftir að hann hafði sprautað bílinn. En auðvitað kom það í ljós að hann hafði gleymt að nota herðirinn,“ segir Ólafur og hlær. Eins og áður segir er þróunin ör varðandi bílasprautun og segir Sigurður að svokallað Vatnslakk sé efni sem komi til með að verða leiðandi í þessum iðnaði: „Það eru nokkur ár þangað til vatnslakkið kemur, en það er mun umhverf is- vænna en það lakk sem nú er á markaðnum. Vatnslakkið er lyktarlaust og er m.a. notað eimað vatn við framleiðslu þess. Vatnslakkið mun taka við af hinu hefðbundna lakki og verður auðvitað betra fyrir okk- ur að nota það því það er lykt- arlaust,“ segir Sigurður að lok- um. VFBÍLAR V E R K S TÆ Ð I Ð -segir Ólafur Bjarnason í Bílasprautun Suðurnesja við VF Bíla en fyrirtækið varð nýlega 10 ára „En auðvitað kom það í ljós að hann hafði gleymt að nota herðirinn“ Breytingar og ísetningar Bílasprautun Suðurnesja hefur gert talsvert af því að breyta jeppabifreiðum. Mjög mikið hefur verið um breytinga- pakka fyrir 33 og 35 tommu dekk og afgreiddu starfsmenn BS um fimmtíu bíla frá Toyota á sl. ári. Ólafur segir að þeir bjóði upp á margs konar ísetn- ingar á t.d. dráttarbeislum, á aukahlutum fyrir GSM síma og fleira, í allar gerðir bifreiða. Við höfum gert þetta mikið í gegnum bílasölurnar þar sem viðskiptavinirnir geta pantað þessa þjónustu en þeir geta að sjálfsögðu einnig pantað þetta hjá okkur“, sagði Ólafur. Ólafur Bjarnason, framkvæmdastjóri að sprautusparsla. Sigurður Kristinsson, annar tveggja eigenda BS og Ragnar Ólafsson, að undirbúa sprautun á stuðara. Ingvar Gissurarson við uppsetn- ingu á dráttarbeisli í jeppa. Starfsmenn og eigendur, f.v. , Hilmar Birgisson, Ingvar Gissurarson, Ragnar Ólafsson, Ólafur Bjarnason og Sigurður Kristinsson eigendur og Ásgeir Jónsson. 7. tbl. 2003 - 32 pages 12.2.2003 17:56 Page 16

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.