Víkurfréttir


Víkurfréttir - 13.02.2003, Blaðsíða 8

Víkurfréttir - 13.02.2003, Blaðsíða 8
bikarmeistaratitill KeflavíkurFjórði Keflavík varð um helginabikarmeistari karla íkörfuknattleik eftir að hafa borið sigurorð af Snæfelli, 95:71, í úrslitaleik sem fram fór í Laugardalshöllinni. Stað- an í hálfleik var 46:33. Þetta er fjórði bikarmeistaratitill liðsins og með þessum sigri færist liðið nær markmiði vetrarins, að vinna alla titla sem í boði eru. Leikurinn var mjög fjörugur til að byrja með. Í lok 1. leikhluta má segja að kaflaskil hafi orðið í leiknum en þá átti sér stað um- deilt atvik þegar Hynur Bærings- son og Damon Johnson lentu í slagsmálum og allt ætlaði uppúr að sjóða. Mörgum fannst að dómararnir hefðu átt að henda báðum leikmönnum út úr húsi en þeir gerðu hins vegar það eina rétta í stöðunni, gáfu báðum leik- mönnum tæknivillu og þar með var málið afgreitt, enda hefði ver- ið sorglegt að fá hvorki að sjá Damon Johnson né Hlyn Bær- ingsson ljúka leiknum. Eftir þetta atvik fór Damon í gang og fylgdi allt Keflavíkurlið- ið í kjölfarið. Magnús Gunnars- son átti góða rispu í lok hálfleiks- ins með tveimur þristum og fóru Keflvíkingar með 13 stiga for- skot inn í klefa í hálfleik. Síðari hálfleikurinn var ekki næstum eins skemmtilegur og sá fyrri enda gerðu Keflvíkingar út um leikinn strax í byrjun 3. leikhluta og eftir að hafa náð á tímabili um 30 stiga forskoti var aldrei spurn- ing hvorum megin sigurinn myndi enda, til þess voru Kefl- víkingar of sterkir. Allir komust á blað hjá Keflavík. Damon John- son var bestur með 27, 13 fráköst og 8 stoðsendingar stig en hann fór í gang eftir hin umdeildu slagsmál. Edmund Saunders skoraði 19 stig og tók 12 fráköst og Magnús Þór Gunnarsson sko- raði 11 stig. Guðjón Skúlason sem vann sinn fimmta bikarmeistaratitil í átta tilraunum sl. laugardag og Ólöf Einarsdóttir, kona hans, eignuðust litla körfuboltastelpu á þriðjudag. Stelpan var 3680 gr og 53 sm. Guðjón er því greinilega að standa sig í stykkinu á fleiri stöðum en á körfuboltavellinum. Jóhann B. Guðmundsson leikmaður Lyn í Noregi skor- aði tvö mörk úr vítaspyrnum fyrir liðið í sigurleik gegn Lilleström um helgina en um var að ræða æfingaleik. Jó- hann var í framlínunni ásamt Helga Sigurðssyni. Haukur Ingi Guðnason mun að öllum líkindum skrifa undir samning við Fylki á allra næstu dögum. Haukur sem hefur verið í landsliði Íslands í undanförnum leikjum telur mikilvægt að leika í úrvals- deild ætli hann sér að halda sætinu og því varð hann að yf- irgefa herbúðir Keflvíkinga. Krystal Scott skoraði 29 stig fyrir Njarðvíkurstúlkur þegar þær töpuðu fyrir KR, 68:58, sl. mánudag. Njarðvík er í 4. sæti sem stendur með 14 stig og eru því enn í úrslitasæti. Lítið má þá útaf bera því liðin fyrir neðan sækja fast á hæla þeirra. ::Fyrst og fremst :: Í leikslok Keflavíkurstúlkur töpuðufyrir ÍS í bikarúrslita-leiknum í Laugardalshöll á laugardag. Lokastaðan var 53:51. Eftir æsispennandi lokamínútur skildu liðin jöfn, 48:48 og því þurfti að fram- lengja þar sem ÍS hafði betur og sigraði. Keflavík var 16 stig- um yfir þegar fjórði og síðasti leikhluti hófst. Þær hins vegar skoruðu ekki stig utan af velli í 16 mínútur og því fór sem fór. Anna María Sveinsdóttir var að vonum vonsvikin eftir leikinn „Þetta var svakalega sárt og mað- ur er ekki enn búinn að ná sér. Það er verið að hugsa þetta fram og til baka, hvað hafi farið úr- skeiðis, en það er fátt um svör“. Anna María sagðis varla geta svarað hvað haf i gerst í 4. leikhluta. „Ég er ekki búin að skoða leikinn aftur en það var eins og við héldum að leikurinn væri búinn. Við spiluðum glimr- andi vel í 30 mínútur en svo var eins og við værum að reyna að halda fengnum hlut í 4. leikhluta og bíða eftir að leikurinn væri búinn. Við missum svo Soniu útaf með 5 villur og þá var eins og allt frysi í sókninni. Við ógn- uðum ekkert fyrir utan og þegar við fengum boltann inní þá var pakkað á okkur og við settum ekki auðveld skot niður“. Hún segir að nú verði stelpurnar bara að reyna að gleyma þessum leik því framundan sé Íslands- mótið þar sem þær ætli sér sigur. „Þetta verður sett í reynslubankann og við munum koma sterkar til baka“. Leikurinn okkar frá upphafi „Ætli að þetta sé ekki síðasta skiptið sem ég tek við þessum bikar sem leikmaður en þó er aldrei að vita”, sagði Guðjón Skúlason fyrirliði Keflvíkinga í leikslok eftir að hann hafði tek- ið við bikarnum í fjórða sinn fyrir Keflavík. „Leikurinn var okkar frá upphafi en í byrjun síðari hálfleiks náðum við að hrista þá algjörlega af okkur. Við erum með unga og reynslumikla leikmenn innan okkar raða og það er góð blan- da. Nú eru aðeins tveir titlar eft- ir sem við ætlum okkur að vinna og því fer lítill tími í að fagna. Ég vil fá að þakka áhorf- endum fyrir stuðninginn en þeir voru frábærir í dag“. Ólýsanleg tilfinning “Þetta var alveg ólýsanleg til- finning, ég er hreint og beint í sjöunda himni núna, það frá- bært að vinna í fyrsta skipti með öllum þessum snillingum hérna”, sagði Gunnar Stef- ánsson leikmaður Keflvíkinga í leikslok aðspurður um það hvernig væri að vinna sinn fyrsta bikarmeist- aratitil. „Stemn- ingin innan liðsins var mjög góð alla vikuna og undir- búningurinn frá- bær. Okkur hlakkaði mikið til þessa leiks og lögðum okkur alla fram og þetta eru svo sann- arlega laun erfiðisins”. Gunnar sagði að leikurinn hafi í raun ekki verið auðveldur þrátt fyrir öruggan sigur. „Þetta var ekkert auðveldara en maður bjóst við. Ég held bara að við gerum okk- ur grein fyrir því að ef við spil- um okkar leik og leggjum okk- ur 100% fram þá getur ekkert lið stoppað okkur og við sönn- uðum það hér í dag. Nú er bara að ná næsta bikar, sem er titill sem við þurfum að verja en það er deildarmeistaratitillinn. Við þurfum að byrja á að vinna í Grindavík á föstudaginn og svo tökum við einn leik í einu. Við ætluðum okkur að vinna alla bikarana sem í boði eru. Það stendur enn og ætlum við að gera það fyrir stuðningsmenn okkar og alla Keflvíkinga, þeir eiga það skilið”, sagði Gunnar Stefánsson kampakátur í leiks- lok. Jón Norðdal og Magnús Þór unnu fyrsta bikarmeistaratitil sinn um sl. helgi á meðan Guðjón Skúlason vann sinn fimmta. Þessi mynd af Svövu Ósk lýsir vonbrigðum Keflavíkurstúlkna. Fer í reynslubankann 8 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA! 7. tbl. 2003 - 32 pages 12.2.2003 17:38 Page 8

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.