Víkurfréttir


Víkurfréttir - 20.02.2003, Side 2

Víkurfréttir - 20.02.2003, Side 2
2 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA! Ídag eru 472 einstaklingarskráðir atvinnulausir hjáSvæðisvinnumiðlun Suður- nesja að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá svæðis- vinnumiðluninni. Í fréttatil- kynningunni kemur einnig fram að svæðisvinnumiðlun hefur að undanförnu verið að kynna starfsþjálfunarverkefni meðal fyrirtækja og stofnana, en fyrirtæki geta í samráði við svæðisvinnumiðlun ráðið ein- staklinga af atvinnuleysisskrá til sérstakra verkefna. Fréttatilkynning frá Svæðis- vinnumiðlun Suðurnesja Eins og flestir sjá og heyra hefur atvinnuleysi aukist mikið á und- anförnum mánuðum. Hjá Svæð- isvinnumiðlun Suðurnesja er töluverð hreyfing á skránni en engu að síður fjölgar umsóknum enn sem komið er. Töluverð aukning hefur orðið í atvinnu- leysi karla en þó eru fleiri konur á skrá. Áður fyrr þótti það frétt- næmt ef einhver fagmenntaður var á skrá en nú er það orðið al- gengara. Þó er það enn svo að fagmenntað fólk staldrar styttra við en það ófagmenntaða. Í dag eru 472 skráðir án vinnu, 219 karlar og 253 konur en töluverð hreyfing er á skránni. Ýmis úr- ræði eru í gangi fyrir atvinnu- lausa. Má þar nefna námskeið sem haldið er í janúar og febrúar fyrir ungt fólk á aldrinum 18 - 23 ára undir nafninu Vertu þú sjálf / ur.... en hver ertu ? Markmiðið með námskeiðinu er að veita ungu atvinnulausu fólki stuðning og hvatningu til að takast á við atvinnuleysið og líta á það sem tækifæri til sjálfskoðunar og gerð framtíðaráætlana. Í mars fara svo af stað byrjendanámskeið í tölvu hjá Tölvuskóla Suðurnesja. Einnig er verið að skoða nám- skeið frá Vinnueftirliti Ríkisins sem ganga út á bóklegan hluta í Litla vinnuvélapróf inu. Þeir skjólstæðingar sem hafa verið þrjá mánuði eða lengur á skrá geta leitað að námskeiði við hæfi og lagt inn umsókn þar sem farið er fram á styrk. Í því tilviki greið- ir Vinnumiðlun 1/4 hluta svo framarlega sem upphæðin fer ekki yfir 50.000 kr. Stéttarfélag viðkomandi greiðir allt frá 25% - 50% en það sem eftir er greiðir bótaþeginn sjálfur. Svæðisvinnumiðlun hefur að undanförnu verið að senda út bréf til fyrirtækja og stofnana ásamt bæklingum til kynningar á ákveðnum þáttum í starfsemi Svæðisvinnumiðlunar. Svæðis- vinnumiðlun býður vinnuveit- endum upp á að ráða fólk í starfsþjálfun eða til reynslu með sérstökum samningum. Starfs- menn eru ráðnir af atvinnuleysis- skrá í samráði við Svæðisvinnu- miðlun. Ef vel tekst til getur ver- ið um framtíðarráðningu að ræða. Ásíðustu þremur vikumhafa tvær rörasprengjurverið sprengdar fyrir utan heimili tveggja kennara í Reykjanesbæ. Samkvæmt heimildum Víkurfrétta olli önnur sprengjan talsverðu eignartjóni. Tveir 16 ára ung- lingar eru grunaðir um verkn- aðinn en að minnsta kosti ann- ar þeirra hélt úti vefsíðu þar sem listi yfir skotmörk er birt- ur og samkvæmt listanum eru skotmörkin fjögur talsins. Á vefsíðunni var einnig að finna nákvæmar upplýsingar um gerð rörasprengja og upp- skriftir að sprengiefni. Á vefsíðunni, sem var vistuð hjá vinsælum íslenskum vefþjóni kallar annar hinna grunuðu sig íslenskan nasista. Síðan var tekin af vefnum eftir að Víkurfréttir á Netinu fjölluðu um hana sl. þriðjudag. Jóhannes Jensson aðstoðaryfir- lögregluþjónn hjá Lögreglunni í Keflavík staðfesti í samtali við Víkurfréttir að málið væri til rannsóknar og að það væri litið mjög alvarlegum augum, en hann vildi að öðru leyti ekki tjá sig um málið. E ittþúsund og eitthundraðmanns kusu í netkönnunvf.is en spurt var hvort Kristján Pálsson ætti að fá að bjóða fram undir merkjum DD á vegum Sjálfstæðisflokks- ins. Þetta er næst mesta þáttta- ka sem verið hefur í net- könnun Víkurfrétta og úrslitin urðu hnífjöfn. 50% vilja leyfa Kristjáni að bjóða fram undir merkjum DD en 50% eru á móti. „Menn sem hafa svona mikinn stuðning eins og fram kemur í þessari könnun eru allir vegir færir,“ sagði Kristján Pálsson í samtali við Víkurfréttir. 472 án atvinnu á Suðurnesjum Skipulagðar sprengjuárásir á heimili tveggja kennara í Reykjanesbæ Það blæs oft hressilega við Leifsstöð og þar fengu menn að finna fyrir vonda veðrinu á laugardag, þó svo menn og vélar hafi komist hjá tjóni, sem betur fer. Hann var bálhvass um tíma við flugstöðina og var brugðið á það ráð að snúa flugvélum með nefið upp í vindinn eða koma þeim fyrir hlémegin við landgöngubrúnna á milli norður- og suðurbyggingar. Meðfylgjandi mynd sýnir eina af vélum Flugleiða sem hafði verið komið fyrir með nefið upp í vindinn. Með nefið upp í vindinn! VF-ljósm ynd: H ilm ar B ragi B árðarson Nú standa fyrir dyrummiklar breytingar á„Glerhúsinu“ sem stendur að Fitjum í Njarðvík, en nýlega keypti Ævar Ing- ólfsson umboðsmaður Toyota á Suðurnesjum húsið. Ævar sagði í samtali við Víkurfrétt- ir að hann væri í samninga- viðræðum við erlenda versl- unarkeðju og er hann bjart- sýnn á að samningar takist: „Við stefnum á að breytingum á húsinu verði lokið fyrir sum- arið, en húsið mun stækka um 220 fermetra og verður í heild- ina tæpir 1000 fermetrar. Ég er bjartsýnn á að samningar við verslunarkeðjuna takist, en get ekkert fullyrt á þessu stigi.“ Ævar segir að hann sjái mikla möguleika á þessu svæði varð- andi uppbyggingu verslunar: „Ég lít á þetta sem framtíðar- verslunarsvæði og hef trú á því að verslun komi til með að færast út að Fitj- um. Ég sé til dæmis fyrir mér að Rammahúsið verði nýtt undir verslanir,“ sagði Ævar í samtali við Víkurfréttir. - sjá einnig vf.is Erlend verslunarkeðja í Glerhúsið að Fitjum Þakplötur losnuðu af gömlu fiskiðjunni Björgunarsveitir á Suðurnesj- um höfðu í nógu að snúast á laugardaginn. Meðal annars var tilkynnt um lausar þak- plötur á gömlu fiskiðjunni á Hafnargötunni og voru björg- unarsveitarmenn sendir til að negla plöturnar niður. Þakjárn losnaði af húsi við Víkurbraut í Grindavík. Þá voru björgun- arsveitarmenn fengnir til að setja farg á lausa muni víða um Suðurnes. Netkönnun vf.is Helmingur vill DD fram- boð Kristjáns Pálssonar Hefur þú ábendingu um skemmtilegan mannlífsviðburð sem á heima á síðum Víkurfrétta? Er góugleði eða árshátíð framundan? Látið okkur vita á pc@vf.is eða í símum 898 2222 og 421 0002 8. tbl. 2003 - 24 hbb 2 19.2.2003 16:08 Page 2

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.