Víkurfréttir - 20.02.2003, Blaðsíða 6
6
Logi Gunnarsson átti skín-
andi leik þegar lið hans Ulm
sigraði Tus Jena, 94:79, í
þýsku 2. deildinni í körfuknatt-
leik. Logi skoraði 27 stig í
leiknum. Ulm er sem stendur í
2. sæti í riðlinum og á liðið enn
raunhæfa möguleika á að kom-
ast upp um deild.
Teitur Örlygsson lék á
dögunum sinn 400. leik í
úrvalsdeild fyrir UMFN. Hann
er að leika sitt 19. tímabil með
Njarðvík.
Kristín Blöndal skoraði 23
stig fyrir Keflavíkurstúlkur
sem burstuðu bikarmeistara ÍS
96:39, í 1. deild kvenna í
körfuknattleik um helgina.
Keflavíkurstúlkur réðu lögum
og lofum í leiknum og áttu ÍS
aldrei möguleika gegn sterkum
heimastúlkum.
Jóhann B. Guðmundsson var
í fremstu víglínu þegar Lyn
tapaði gegn LA Galaxy á æf-
ingamóti á La Manga á Spáni.
Gunnar Stefánsson spilaði á
dögunum sinn 200. leik fyrir
Keflavík. Hann á því aðeins
rúmlega 500 leiki í Guðjón
Skúlason, félaga sinn í
Keflavík
::Fyrst og fremst
Dreymir um að komast í NBA
Edmund Saunders leik-maður Keflavíkur íkörfuknattleik hefur fall-
ið vel inn í liðið eftir að hann
gekk til liðs við það í byrjun
ársins. Edmund varð NCAA
meistari á öðru ári sínu með
UCONN og segir hann að það
sé draumur hvers háskóla-
krakka að vinna þennan titil.
Hjá UCONN var hann þekkt-
ur fyrir mikla baráttu og harð-
fylgni þar sem hann var með
10 stig og 7 fráköst að meðal-
tali í leik.
Áður en hann kom til Íslands til
að leika körfu var hann kennari.
„Einn dag varð ég þreyttur á því
að kenna og hugsaði með mér að
ég væri of ungur til að vera í
slíkri vinnu þegar guð hafði
blessað mig með körfuboltahæfi-
leikum“ sagði Edmund í samtali
við Víkurfréttir.
Hvernig líkar þér körfuboltinn
hér á Íslandi?
Mér líkar ágætlega við körfubolt-
ann hér á Íslandi en hann er allt
öðruvísi en í Bandaríkjunum, allt
við leikinn.
Þegar þú varst ungur dreymdi
þig um að fara í NBA?
Já mig dreymdi um að fara í
NBA. Ég held að allir sem spili
körfubolta dreymi um að spila í
NBA.
Hvernig var að vinna fyrsta tit-
ilinn sinn á Íslandi?
Titill er titill, sama hvar það er.
Að vinna er það sem skiptir máli
en það er gott að halda áfram að
vinna meistaratitla eftir að maður
er kominn annað.
Hvernig líkar þér að spila með
Keflavík?
Mér finnst fínt að spila með
Keflavík og líkar mjög vel við
samherja mína í liðinu. Þetta eru
góðir strákar sem ég ber mikla
virðingu fyrir.
Heldur þú að einhverjir þeirra
gætu leikið í Bandaríkjunum?
Já, það er ekki spurning að sumir
þeirra ungu gætu staðið sig vel í
USA. Þeir þurfa bara að læra að
spila eins og Bandaríkjamenn og
einnig að þróa aðra hluta leiks
síns.
Hvar sér Edmund Saunders
sig í framtíðinni?
Að loknu tímabili mun ég fara
heim og slappa af með móður
minni og fjölskyldu og vinum
mínum. Ég myndi vilja spila hér
aftur ef það kæmi upp, en pen-
ingarnir tala. Annars hugsa ég
ekki um framtíðina. Hvað sem
gerist mun gerast, er það undir
guði komið.
Að lokum, vinnur Keflavík allt
í ár?
Ég ætla að vona það, við erum
með liðið til þess.
N jarðvíkingar sögðu uppsamning við Gary Hunt-er sl. þriðjudag eftir
fund stjórnar félagsins. Friðrik
Ragnarsson þjálfari Njarðvík-
inga sagði í samtali við Víkur-
fréttir að ástæða uppsagnar-
innar væri sú að menn þar á
bæ væru einfaldlega ekki sáttir
við spilamennsku Hunters og
hlutirnir hefðu einfaldlega ekki
gengið upp.
„Það eru auðvitað gerðar miklar
kröfur til erlendu leikmannanna
enda fá þeir borgað fyrir að leika
körfuknattleik og oft fer mikill
peningur í þá. Við viljum auðvit-
að fá mikið fyrir peninginn en
staðreyndin er sú að það fengum
við ekki í þetta skiptið og því var
þessi ákvörðun tekin“, sagði
Friðrik. Friðrik sagði að ekki
væri búið að ákveða hvort nýr
kani yrði fenginn til liðsins en
það myndi ráðast á næstu dög-
um. „Það gæti vel farið svo að
við spilum kanalausir út tímabil-
ið en það kemur þó allt í ljós. Við
munum væntanlega vera án kana
í næsta leik en hvað gerist eftir
það verður að koma í ljós“.
Hunter rekinn
frá UMFN
Ed Saunders verst hér Guðmundi Bragasyni í leik liðanna í
17. umferð. Grindavík vann leikinn eftir stórskotahríð Helga
Jónasar í 4. leikhluta.
Um helgina var körfu-boltamót hjá yngri-kynslóðinni í íþrótta-
húsinu við Sunnubraut. Bæði
Keflavík og Njarðvík áttu full-
trúa á mótinu og stóðu liðin sig
með stakri prýði.
Á myndunum hér að ofan má sjá
Keflavíkurpilta í baráttunni gegn
liði Þórs frá Þorlákshöfn.
Við á Víkurfréttum viljum minna
foreldra og forráðamenn að vera
í sambandi við okkur þegar mót
eiga sér stað svo hægt sé að
smella myndum og hafa smá
umfjöllun um yngriflokkaíþróttir.
Stöndum saman í að gera íþrótta-
umfjöllun blaðsins enn betri!
Barátta hjá þeim ungu
VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA!
18. umferð
Intersportdeildar
í stuttu máli:
Njarðvík - Tindastóll:
88:93 (43:38)
Njarðvíkingar töpuðu enn ein-
um leiknum sínum í ljóna-
gryfjunni, eitthvað sem telst til
tíðinda. Leikurinn var spenn-
andi en Clifton Cook var
heimamönnum erf iður og
skoraði 44 stig þar af níu
þrista. Gary Hunter var stiga-
hæstur í liði heimamanna með
26 stig og Friðrik Stefánsson
skoraði 21.
Keflavík - Valur:
94:87 (43:38)
Keflavík lenti í hálfgerðum
vandræðum með slakt Valslið
en sigurinn var þó kannski
aldrei í hættu. Damon Johnson
skoraði 41 stig í öðrum leik
sínum í röð og virðist fátt geta
stoppað kappann um þessar
mundir.
KR - Grindavík:
98-72 (47-35)
Grindvíkingar náðu ekki að
fylgja eftir glæstum sigri á
Keflavík í 17. umferðinni. Þeir
áttu í stökustu vandræðum
KR-inga og voru á hælunum
allan leikinn. Darrell Lewis
var atkvæðamestur hjá gest-
unum með 29 stig og 11 frá-
köst.
Grindavík er á toppi deildar-
innar með 30 stig, Keflavík er
í 3. sæti með 26 stig og Njarð-
vík er í 6. sæti með 20 stig.
Ernir styrkir Arnar
Bifhjólaklúbburinn Ernir í Reykjanesbæ afhenti Arnari Helga Lárus-
syni peningastyrk að upphæð 25 þúsund krónur í gær. Í viðtali sem
Víkurfréttir áttu fyrir stuttu við Arnar Helga kom fram að hann hyggst
fara til Frakklands í svokallaða leisermeðferð, en Arnar lamaðist fyrir
neðan brjóst í mótorhjólaslysi kvöldið fyrir síðustu Ljósanótt.
Einar Björnsson formaður Bifhjólaklúbbsins Arna sagði við þetta til-
efni að stjórn félagsins hefði ákveðið að styrkja Arnar með þessum
hætti og um leið hvetja almenning til að leggja meðferð Arnars lið.
Þeir sem vilja leggja Arnari lið er bent á reikning í Sparisjóð Keflavík-
ur: 1109-05-409500
Einar Björnsson, Vilhjálmur Nikulásson og Hannes H. Gilbert for-
svarsmenn bifhjólaklúbbsins Arna afhenda Arnari Helga peninga-
styrk að upphæð 25 þúsund krónur.
8. tbl. 2003 - 24 hbb 2 19.2.2003 16:12 Page 6