Víkurfréttir - 20.02.2003, Page 8
B jörgunarsveitin Þorbjörnhefur sent frá sér saman-tekt vegna björgunar á
flutningaskipinu Trinket í inn-
siglingunni til Grindavíkur í
gær. Mikill sjógangur var við
Grindavík þegar atvikið átti
sér stað og fékk Oddur V.
Gíslason m.a. á sig hnút á leið-
inni á slysstaðinn. Eftirfarandi
er samantekt björgunarmanna
frá því á mánudag en hún birt-
ist á vefsvæði Slysavarnafélags-
ins.
Klukkan 12:47 á mánudag fékk
Björgunarsveitin Þorbjörn í
Grindavík útkall F-1 rauður
vegna vélarvana skips í innsigl-
ingunni við Grindavík. Útkall F-
1 rauður er hæsta viðbragðsstig í
útkalli björgunarsveita - neyðar-
útkall. Björgunarsveitin Þorbjörn
sendi strax björgunarskipið Odd
V. Gíslason af stað auk þess sem
björgunarmenn fóru einnig af
stað landleiðina með fluglínu-
tækin en líkur voru á að skipið
ræki á land. Að beiðni Björgun-
arsveitarinnar Þorbjarnar voru
bjsv. Skyggnir í Vogum og bjsv.
Suðurnes í Reykjanesbæ settar í
viðbragðsstöðu ef þörf væri á
meiri mannskap auk þess sem
svæðisstjórn björgunarsveita á
Suðurnesjum kom saman. Þá fór
línuskipið Skarfur GK einnig út
til aðstoðar auk þess sem hafn-
sögubáturinn Villi var á vett-
vangi.
Ms. Trinket sem er leiguskip
Eimskips hf., óskaði aðstoðar er
það var á útleið frá Grindavík eft-
ir að hafa lestað um 1300 tonn af
loðnumjöli hjá loðnuverksmiðju
Samherja hf. Ms. Trinket er 82
metra langt og um 8 metra breitt.
Veður í Grindavík: SA 10-12 m/s
og rigning, ölduhæð 5 metrar og
brim við innsiglingu.
Um sjö mínútum frá útkalli, kl.
12:54 var björgunarskipið Oddur
V. Gíslason kominn að Trinket.
Mikill sjógangur var við Grinda-
vík og fékk Oddur V. Gíslason á
sig hnút á útleiðinni.
Ms. Trinket hafði snúist í innsigl-
ingunni og sneri stefninu til norð-
vesturs og rak skipið vestur úr
innsiglingarrennunni. Skipið var
þá úti á djúpsundinu svokallaða
sem er utan við Sundboðann.
Þegar bs. Oddur V. Gíslason kom
að skipinu tilkynnti skipstjóri
þess að leki væri kominn að
skipinu og að olía læki út og stýri
væri óvirkt. Voru skipverjar á
Trinket tilbúnir með dráttartaug
og tók skamma stund að koma
henni yfir í björgunarskipið þrátt
fyrir mikinn sjógang. Oddur V.
Gíslason byrjaði á að draga skip-
ið til austurs inn í innsiglingar-
rennuna þar sem skipið átti stutt
eftir upp í brimið. Þegar það
hafði tekist var stefnan tekin til
hafnar. Þar sem aldan kom undir
skipið að aftan lét það mjög illa í
drætti. Bs. Oddur V. Gíslason var
kominn með skipið að bryggju í
Grindavík kl. 13:15. Þyrla Land-
helgisgæslunnar var komin á
vettvang um svipað leyti.
Slökkvilið Grindavíkur var kall-
að út til að dæla sjó úr skipinu
auk þess sem kafari vinnur að
því að þétta göt á skipinu. Björg-
unarsveitin Þorbjörn er með tvo
slöngubáta og mannskap við þær
aðgerðir.
8 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA!
Dönsk
bluegrass
hljómsveit
ásamt
söngkonunni
Sine Bach Rüttel
mun spila á
„Dönskum dögum“.
Í þessari hljómsveit
eru afburða hljóðfæra-
leikarar auk Sine Bach
Ruttel – en hún er
jafnframt aðallagasmiður
og textahöfundur
sveitarinnar. Sine er
aðalsöngvari hljómsveit-
arinnar og leikur
jafnframt á banjó og gítar
og hefur hvarvetna vakið
mikla athygli og hrifningu
áhorfenda fyrir frábæra
túlkun og sjarma.
Auk þess að leika fyrir
matargesti á „Dönskum
dögum” þá mun
hljómsveitin leika fyrir
dansi á Fjörugarðinum
föstudags- og laugardags-
kvöldin 21. – 22. febrúar
og 28. febrúar og 1. mars.
Fjörugarðurinn:
Hljómsveit hinnar stór-
skemmtilegu Sine Bach
Rüttel spilar fyrir dansi
föstudag 21. og laugardag
22. febrúar og svo föstu-
daginn 1. mars og laugar-
dag 2. mars.
Fjaran:
Spennandi matseðill
að dönskum hætti
ásamt við eigandi
drykkjarföngum með
lifandi danskri tónlist
í Fjörukránni
20. febrúar
til 2.mars.
Danskir
dagar
St
afr
æn
a h
ug
m
yn
da
sm
ið
jan
/2
88
3
Björgunarskipið fékk á sig hnút
við björgunina í Grindavík
VF-ljósm
ynd: Eyþór R
eynisson
8. tbl. 2003 - 24 hbb 2 19.2.2003 16:14 Page 8