Víkurfréttir - 20.02.2003, Blaðsíða 14
14 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA!
17VF
ungt fólk
á Suðurnesjum
*
*
* *
**
HVETJUM UNGT FÓLK
TIL AÐ SENDA OKKUR
EFNI OG MYNDIR!
Við segjum að sautján sé á miðri leið! VF17 er sérefni fyrir ungt
fólk á aldrinum 10-24 ára. Þetta er breiður hópur en þættinum er
hér með ýtt úr vör. Efnishugmyndir berist til pc@vf.is
Á döfinni hjá Fjörheimum:
Billiardmót Fjörheima verður haldið laugardaginn 22. febrúar,
þess má til gamans geta að Fjörheimar eru þrefaldir SamSuð
meistarar og núverandi Íslandsmeistarar félagsmiðstöðva í
billiard.
S telpunótt var haldin ífélagsmiðstöðinni Fjör-heimum sl. föstudag.
Eins og nafnið gefur til kynna
var um stelpukvöld að ræða
þar sem stelpur úr öllum
grunnskólum Reykjanesbæjar
mættu. Færri komust að en
vildu enda var um einstakt
kvöld að ræða þar sem stúlk-
urnar gerðu ýmislegt sér til
gamans.
Haldinn var fyrirlestur um
átröskun, stúlkurnar komu með
heimatilbúin skemmtiatriði,
borðaðar voru pizzur og margt
fleira. Hápunktur kvöldsins var
þó án efa þegar Auddi og Sveppi
í 70 mínútum á Popptíví mættu á
svæðið því þá ætlaði allt um koll
að keyra. Stelpurnar fengu að
spyrja kappana spjörunum úr,
drukkinn var ógeðisdrykkur og
að lokum tóku drengirnir nokkur
dansspor, stelpunum til mikillar
ánægju.
N emendur Fjölbrauta-skóla Suðurnesja hafanú fengið aðgang að
upplýsingakerfi framhalds-
skóla, INNU. Hver nemandi
hefur fengið aðgangsorð og
getur þannig komist inn í kerf-
ið á netinu og skoðað allar
upplýsingar sem skráðar eru
um hann í kerfið, t.d. stunda-
töflu, einkunnir, fjarvistir o.fl.
Framhaldsskólarnir eru um
þessar mundir að veita nem-
endum sínum þennan aðgang
en Fjölbrautaskóli Suðurnesja
reið á vaðið og hafa viðbrögð
verið jákvæð og nemendur
verið duglegir að kanna mögu-
leikana sem þetta gefur. Þess
má geta að foreldrar nemenda
yngri en 18 ára geta fengið að-
gangsorðið og fylgst þannig
með ástundun og árangri
barna sinna.
Fjölbrautaskóli Suðurnesja er
fyrsti skólinn sem fær þessa
tengingu fyrir nemendur og erum
við því að prufa þetta kerf i.
Nemendur geta einnig komist
inn á kerfið úr hvaða tölvu sem
er svo framarlega að hún sé
Internet tengd. Nemendur hafa í
dag sagt að þetta sé bylting og nú
geti þau fylgst með t.d. fjarvist-
um sínum beint og þegar þeim
hentar.
Einnig má geta þess að skólinn
er kominn inn á háhraðanet
framhaldsskóla og símenntunar-
miðstöðva og er nettenging skól-
ans komin í 100 mbs. Með þeirri
tengingu geta framhaldsskólar
landsins keyrt þjónustur hjá hvor
öðrum og engin munur er á því
að opna skjá í Keflavík eða Sel-
fossi svo dæmi sé tekið, segir í
frétt á vef Fjölbrautaskóla Suður-
nesja.
Á miðvikudaginn ínæstu viku eða 26.febrúar, verður hin ár-
lega stærðfræðikeppni grunn-
skólanemenda haldin í Fjöl-
brautaskóla Suðurnesja. Þetta
verður í sjötta sinn sem þessi
keppni er haldin í FS en hún er
haldin í samvinnu við Flens-
borgarskólann í Hafnafirði og
þaðan koma dæmin. Keppnin
sem hefst kl. 14:15 er ætluð
nemendum 8., 9. og 10. bekkjar
en nemendur geta komið á bil-
inu frá kl.14:05 til 14:30.
Íslandsbanki í Keflavík mun sem
áður veita peningaverðlaun þeim
þremur keppendum sem ná best-
um árangri í hverjum árgangi.
Einnig ætlar Verkfræðistofa Suð-
urnesja að gefa þeim keppendum
sem lenda í þrem efstu sætunum
í 10. bekk grafískan vasareikni.
Undanfarin ár hefur verið vax-
andi áhugi fyrir þessari keppni
og síðast tóku 120 nemendur þátt
í henni. Það er gott að hafa í
huga að þetta er ekki próf heldur
þrautir og skemmtileg dæmi sem
nemendur þurfa að glíma við og
ættu að höfða til allra. Það er von
okkar í FS að nú verði met þátt-
taka og allir haf i gaman að
þessu. Við munum síðan bjóða til
smá veislu og veita viðurkenn-
ingu þeim keppendum, ásamt
forráðamönnum, sem lenda í 10
efstu sætunum í hverjum árgangi
um leið og verðlaunaafhendingin
fer fram.
Tanhatu
Marimba
á tónleikum
S lagverks- ,dans- ogsönghópurinn Tan-hatu Marimba sem
sló rækilega í gegn á Íslandi í
fyrra er staddur á Húsavík
um þessar mundir við
kennslustörf. Stúlkurnar í
hópnum koma frá Fred-
rikstad og er ein af stúlkun-
um íslensk, Jóhanna Ósk
Herjólfsdóttir. Hafrarlækja-
skóli hefur fest kaup á
nokkrum Marimbum og er
tónlistaskólinn fyrir norðan
að hefja kennslu á þessi
skemmtilegu hljóðfæri.
Það sem gerir kennsluna sér-
staka er að tónlistarnámið
byggist á hlustun og athygli,
engar nótur eru notaðar, þannig
að tónlistin berst frá manni til
manns. Söngur, dans, klapp og
trommuspil er allt jafn nauð-
synlegt í tónlistarflutningnum
og skapar eina heild. Þetta er í
annað sinn sem hópurinn heim-
sækir Ísland, en hann hélt fjölda
tónleika í grunnskólum lands-
ins í febrúar í fyrra. Hópurinn
heldur tvenna tónleika í Saln-
um, Tónlistarhúsi Kópavogs,
fimmtudaginn 20. febrúar og
föstudaginn 21. febrúar og hefj-
ast tónleikarnir bæði kvöldin
kl. 20. Miðaverð er kr. 1500
fyrir fullorðna og kr. 1000 fyrir
börn 15 ára og yngri.
Betri aðgangur
að skólakerfinu
með nýrri tækni
Stærðfræðikeppni
grunnskólanemenda
haldin í sjötta sinn
Ógeðisdrykkurinn
drukkinn á stelpunótt
8. tbl. 2003 - 24 hbb 2 19.2.2003 16:19 Page 14