Víkurfréttir


Víkurfréttir - 20.02.2003, Qupperneq 16

Víkurfréttir - 20.02.2003, Qupperneq 16
Full ástæða er til að gleðjastyfir þeim miklu fram-kvæmdum sem fyrirhug- aðar eru á Suðurnesj- um. Koma þær sér eink- ar vel í því dapra at- vinnuástandi sem hér hef- ur verið um skeið. Þessar miklu fram- kvæmdir fela tvennt í sér. Annars vegar skapa þær bein störf meðan á þeim stendur og má ætla að með margfeldisá- hrifum sé um 3-400 störf að ræða. Hins vegar leggja þessi verk grunninn að frekari sókn á Suðurnesjum. Bætur í sam- göngum og stækkun FS opna nýjar víddir fyrir svæðið í heild sinni. Hverjar eru þessar framkvæmdir? Tvöföldun Reykjanesbrautar. Við hátíðlega athöfn í Kúagerði var fyrsta skóflustungan tekin að hinum langþráðu framkvæmdum vegna tvöföldunar á Brautinni. Líklega er það táknrænt að úr- helli var fyrir og eftir sjálfa at- höfnina en rétt á meðan stytti upp. Sannarlega ánægjulegt verk. Ekki þarf að fjölyrða um gildi verksins hér - svo vel sem Suður- nesjamenn þekkja til þess. Snert- ir það fyrst og fremst öryggi veg- farenda en einnig sóknarfæri í at- vinnumálum. Má þar nefna ferðaþjónustu, nálægð okkar við aðalmarkað landsins (skiptir máli vegna staðsetningar fyrirtækja) og þá trúi ég að við mat á hag- kvæmni þess að flytja innan- landsflug hingað muni tvöföldun Brautarinnar hafa sitt að segja. Í þingsályktunartillögu sam- gönguráðherra er gert ráð fyrir því að verkinu ljúki á tímabilinu 2008-2012. Allir þingmenn svæðisins hafa gert athugasemd við þá tímasetningu og munu þrýsta á breytingar. Meginmáli hins vegar skiptir að verkið er viðurkennt og hafið. Með sam- stöðu allra ætti svo að vera hægt að flýta verkinu frá upphaflegri hugmynd. Tvöföldunin verður að veruleika. Suðurstrandarvegur. Með ákvörðun formanna stjórn- arflokkanna um aukið fé til sam- göngumála náðist mikilvægur sigur því Suðurstrandarvegur reyndist vera þar inni. Í tillögum samgönguráðuneytis var ekki gert ráð fyrir honum fyrr en 2012. Enn hafði samstaða Suður- nesjamanna sitt að segja og ekki spillti fyrir eindreginn stuðningur Sunnlendinga. Hér má segja að verði að veruleika fyrsta sameig- inlega verkefni hins nýja Suður- kjördæmis. Suðurstrandarvegur opnar nýjar víddir í atvinnulífi okkar. Ekki síst munu tækifæri í ferðaþjón- ustu opnast upp á gátt með til- komu vegarins og eiga eftir að breyta skipulagi ferðafrömuða til muna. Suðurland og Suðurnes tengjast sem atvinnusvæði og ekki má gleyma öryggisþættin- um í ljósi þeirrar staðreyndar að Suðurnes eru eldvirkt svæði. Ósabotnavegur. Enn ein skrautfjöður í ferðaflóru svæðisins verður opnun Ósa- botnavegar frá Höfnum að Staf- nesi. Varnarliðið fyrir sitt leyti hefur fallist á framkvæmdina en hin nýja sorpeyðingarstöð bein- línis kallar á tafarlausar aðgerðir í þessu sambandi. Trú mín er sú að við vegaáætlun næstu fjögurra ára verði Ósabotnavegur í fyrsta sinn samþykktur og ætti að geta orðið að veruleika á næstu tveim- ur árum. Þar með opnast loks hringakstur um Suðurnesin og á eftir að gjörbylta ferðamálunum hér á svæðinu. Stækkun FS Nú liggur fyrir að sveitarfélögin öll á Suðurnesjum hafa sam- þykkt fyrir sitt leyti samning við ríkið um stækkun FS um heila álmu. Síðasta stækkun átti sér stað fyrir rúmum 10 árum. Þá lýstum við því yfir að sú stækk- un mundi duga að óbreyttu í 10 16 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA! Stórframkvæmdir á S 8. tbl. 2003 - 24 hbb 2 19.2.2003 16:22 Page 16

x

Víkurfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.