Víkurfréttir


Víkurfréttir - 20.02.2003, Page 22

Víkurfréttir - 20.02.2003, Page 22
22 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA! Danska í Heiðarskóla hef-ur verið með talsvertöðru sniði nú í janúar. Ástæðan er heimsókn 34 ára dansks kennara John Skaan- berg að nafni frá Skaagen í Danmörku sem kom hingað vegna samstarfsverkefnis milli menntamálaráðuneyta Dan- merkur og Íslands. Við báðum John um að segja okkur örlítið frá sjálfum sér og því sem hann er að fást við hér. „Já, það skal ég gera. Ég var einn af 40 umsækjendum í þetta verk- efni og var sem betur fer valinn,“ segir John. „Það komast færri að en vilja, þetta þykir spennandi og eftirsóknarvert, en starf mitt er fyrst og fremst fólgið í því að kynna hina töluðu dönsku tungu og fá börnin til að tjá sig munn- lega í dönskutímunum. Hér á Ís- landi hefur meira tíðkast að kenna börnunum að skrifa og lesa dönskuna, en það er bara ekki nóg, því með því að láta þau tjá sig munnlega, þá fyrst byrja þau að læra að tala dönsku. Próf- in hér eru líka sniðin eftir kennsl- unni þ.e. krakkarnir taka skrifleg próf á meðan við í Danmörku leggjum mun meiri áhersla á að tala viðkomandi tungumál sem verið er að kenna, enda eru munnlegu prófin mjög algeng og reyndar í flestum öðrum grein- um, því markvisst er lögð áhersla á að láta nemendur tjá skilning sinn á viðkomandi verkefni. Þannig teljum við að betri árang- ur náist nú á tímum mannlegra samskipta“. Hvernig hefur þér svo gengið að láta krakkana tala dönsku við þig? „Furðu vel. Krakkarnir hér í Heiðarskóla eru mjög opin og skemmtileg. Og kannski finnst þeim þetta meira spennandi en það sem þau hafa verið að gera fram til þessa án þess að ég sé á nokkurn hátt að kasta rýrð á þær kennsluaðferðir sem tíðkast hafa í skólum landsins fram til þessa. Mér skilst hinsvegar að danska hafi ekki beint verið vinsælasta fagið í skólunum og því er verið að gera þessa tilraun hér þ.e. að láta krakkana tjá sig meira munn- lega og gera það þannig að þeim finnist þetta áhugavert. Ég vona allavega að mér takist að glæða áhuga nemenda á dönskunni og að kennararnir læri eitthvað af því sem ég er að gera. Sjálfur hef ég lært heilmikið með veru minni hér og skynjað hvað betur mætti fara í mínum skóla. Þannig er maður sífellt að læra meira og meira og þess vegna tel ég svo mikilvægt að kennarar víðsvegar um heiminn skiptist á hugmynd- um með því að heimsækja hvort annað. Einnig vil ég bæta því við hér að við danir megum vera stolt af ykkur fyrir að vilja kenna börnunum ykkar dönsku, það er ekki sjálfsagður hlutur sem ber að meta.“ Er mikill munur á dönskum og íslenskum nemendum? „Því get ég engan veginn svarað. Krakkar eru krakkar sama hvar þau búa og auðvitað er dagamun- ur á þeim. Stundum finnst þeim gaman í skólanum og stundum hundleiðinlegt. Þannig er þetta í Danmörku líka og þannig er þetta líka með okkur fullorðna fólkið. Stundum finnst mér starf- ið hundleiðinlegt. Þannig er þetta í lífinu, hvort sem þú ert læknir, bifvélavirki eða kennari, það koma alltaf tímabil þegar manni langar helst til að ganga í burtu frá þessu öllu saman. En oftast nær er starf ið spennandi og skemmtilegt og á meðan svo er ætla ég að vera kennari áfram. En hvað krakkana varðar, þá sýn- ist mér þetta vera í nokkuð góðu lagi hvað agann varðar. Hann er að mínu mati mjög góður hér í Heiðarskóla, því hann þarf að vera skynsamur og réttlátur og í takt við raunveruleikann.“ Hvað með aðstöðuna. Er mikill munur þar á? „Þið eruð mjög vel stödd og það er margt sem ég sé að mætti betrumbæta hjá okkur í Dan- mörku. Öll aðstaða er til fyrir- myndar hjá ykkur, stofur vel bún- ar kennslutækjum að maður tali ekki mötuneytisaðstöðuna. Við, bæði nemendur og kennarar, þurfum að koma með nesti í skólann ef við ætlum ekki að svelta yfir daginn. Þegar maður hefur upplifað svona fyrirkomu- lag, tel ég þetta vera eitt af því sem við ættum að innleiða í Dan- mörku, því auðvitað tryggir þetta krökkunum og kennurunum þá næringu sem þeir þurfa til að geta skilað árangri. “ En hvernig lætur þú svo tím- ann líða á milli þess sem þú ert ekki að kenna? „Ég er sko ekki í vandræðum með það. Ísland hefur upp á allt að bjóða. Mannlíf, menningu, náttúru og margt fleira. En dags- daglega þá skelli ég mér í sund og ligg í heitu pottunum og fer í gufu. Ég öfunda ykkur ekkert smá af þessu. Þá fer ég í bad- minton með nokkrum kunningj- um sem ég hef kynnst hér, þeir eru reyndar franskir. Við náum vel saman og ætlum að nota páskafríið í að ganga yfir þvert og endilangt hálendið frá norðri til suðurs. Ég verð að viðurkenna að landið ykkar er hreint frábært og þrátt fyrir að ég sé alinn upp á flatlendi þá heilla fjöllin og má segja að ég noti hverja einustu stund til að klifra upp um fjöll og firnindi sérstaklega þegar sól skín í heiði og útsýni er mikið. Þá hef ég skotist á gönguskíði nokkrum sinnum. Allt þetta er eitthvað sem ég á ekki kost á heima hjá mér“. Og þá er kannski ein spurning eftir í lokin. Hvernig kanntu við Íslendinga? „Sko, eftir að maður hefur kynnst ykkur þá eruð þið ágætir bara eins og fólk er flest. En það tekur langan tíma að komast í gegnum skelina. Ef ég væri ekki jafn op- inn og ég er, hefði mér sjálfsagt aldrei tekist að kynnast nokkrum manni. En nú á ég fullt af vinum og ég sé svo sannarlega ekki eftir að hafa eytt þessu ári hér á Ís- landi, sagði þessi snaggaralegi og viðkunnanlegi dani sem heillað hefur bæði nemendur og kennara í Heiðarskóla með sinni látlausu og fáguðu framkomu.“ „Munnleg tjáning nauðsynleg til að læra að tala tungumál“ Dönskukennsla með breyttu sniði í Heiðarskóla: John lætur nemendurna í 10.SP í Heiðarskóla tjá sig á dönsku. Ekki er að sjá að þeim leiðist enda John ákaflega lifandi og skemmtilegur. -segir John Skaanberg dönskukennari frá Skaagen í Danmörku Garðavegur 11, Keflavík. Gott 112m2 einbýli með 3 svefnh. Eign í góðu ástandi, hagstæð lán. Miklir möguleikar. 12.400.000.- Kirkjuvegur 43, Keflavík. 101m2 einbýli á 2 hæðum með 4 herb. og 45m2 bílskúr. Mögu- leiki að skipta í tvær eignir. 10.500.000.- Hraunholt 5, Garði. 140m2 einbýli með 4 svefnh. Nýr bílskúr 54m2. Eign í góðu ástandi að utan sem innan. 14.300.000 Suðurgata 32, Sandgerði. 86m2 eh. með 2 svefnh. og 36m2 bílskúr. Hagstæð lán áhvílandi. 7.500.000.- Austurgata 17, Keflavík. Góð 3ja herb. 84m2 eh. með sérinngangi og 32m2 bílskúr. Tölvert búið að endurnýja. 9.600.000.- Hjallavegur 11, Njarðvík. Góð 3ja herb. íbúð á 2. hæð í fjölbýli. Hagstæð lán áhví- landi. 6.700.000.- Háseyla 32, I-Njarðvík. Nýlegt 5 herb. einbýli 104m2 ásamt 40m2 bílskúr. Fullbúið að innan, bílskúr innréttaður sem 2ja herb. íbúð. 15.500.000.- Suðurgata 28, Sandgerði. Einbýli á 2 hæðum 161m2 4. svefnherbergi. Mikið endur- nýjað að innan og utan. Hag- stæð lán áhvílandi. 11.200.000.- Faxabraut 34b, Keflavík. 50m2 íbúð í kjallara. 1. svefn- herbergi. Íbúð í ágætu standi. Búið að endurnýja skolplagnir. 4.400.000 Iðngarður 10, Garði. 206m2 iðnðarhúsnæði í mjög góðu ástandi, stór iðnaðarhurð. Laust strax. 9.000.000.- Faxabraut 37a, Keflavík. 132m2 endaraðhús á 2 hæðum 3 svefnh. og 35m2 bílskúr. Mjög góð staðsetning og eignin í góðu ástandi. 12.800.000.- Kirkjuvegur 14, Keflavík. Góð 3ja herb. íbúð á 3ju hæð í fjölbýli. Parket og flísar á gólf- um. Hagstæð lán áhvílandi. Opið hús á laugardag 22/2.03. milli 15 og 17. 11.800.000.- Kirkjuvegur 1, Keflavík. Mjög góð 3ja herb. 76m2 íbúð á 1 hæð í fjölbýli fyrir eldri borgara. Stór og góð sameign. Laus strax. 9.800.000.- Heiðarból 6, Keflavík Glæsileg 3ja herb. íbúð á 3ju hæð í fjölbýli. Laus fljótlega. Hagstæð lán áhvílandi. 8.300.000.- 8. tbl. 2003 - 24 hbb 2 19.2.2003 17:08 Page 22

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.