Víkurfréttir


Víkurfréttir - 07.04.2004, Blaðsíða 8

Víkurfréttir - 07.04.2004, Blaðsíða 8
KALLINN ER HÆTTUR að fá bréf! Kallinn hvetur lesendur Víkurfrétta til að skrifa um mál sem þeim eru hugleikin - mál sem kannski lítið er fjallað um í samfélaginu. EINN ER SÁ Suðurnesja- maður sem hljóp svo sann- arlega 1. apríl, en Kallinn leit við á hinni stórmerki- legu slúðurvefsíðu eða rétt- ara sagt bloggsíðu, reykja- nes.net á dögunum. Þar skrifar „ritstjóri“ þessarar stórmerkilegu bloggsíðu að hann hafi hlaupið 1. apríl - að hann hafi trúað því að útsala væri hjá NEX upp á velli. Í stórmerkilegri grein skrifar „rit- stjórinn“ að Víkurfréttir væru að gabba fátækt fólk á Suðurnesjum til að hlaupa fyrsta apríl. Og „ritstjór- inn“ segir Verkalýðsfélögin vera að niðurlægja um- bjóðendur sína með þátttöku í auglýsingunni. Ótrú- leg sýn „ritstjórans“ á skemmtilegt aprílgabb. „Rit- stjóranum“ virðist vera í nöp við marga í samfélagi Suðurnesjamanna og er óhræddur við að hella úr skálum reiði sinnar á bloggsíðu sinni. Var einhver að tala um slúðurblaðið DV? APRÍLGABB Víkurfrétta tókst vel að því er Kall- inum skilst. Fjölmargir fóru með miðana sem fyl- gdu auglýsingunni um útsölu hjá NEX upp í varnar- hlið þar sem þeir freistuðu þess að komast á góða útsölu. Gabbið mældist vel fyrir hjá öllum, nema kannski „ritstjóra“ bloggsíðunnar sem Kallinn skrif- ar um í dálknum að ofan. KALLINN SÁ Bláu augun þín í Stapanum. Og Kallinn varð svo sannarlega ekki fyrir vonbrigðum. Sýningin var í alla staði frábær að mati Kallsins. Vel skrifuð, góðir söngvarar og leikarar og Kallinum þótti gaman að sjá hve mikið líf var í kringum alla sýninguna. Og lögin frá þessum tíma eru í miklu uppáhaldi hjá Kallinum. Fimm stjörnur frá Kallin- um fyrir frábæra sýningu. KALLINN ÆTLAR að fá sér páskaegg - finnst freistandi að fá sér egg númer 4! GLEÐILEGA PÁSKA! Sendið Kallinum páskapóst. Páskakveðja, kallinn@vf.is stuttar f r é t t i r 8 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA! Útgefandi: Víkurfréttir ehf., kt. 710183-0319 Afgreiðsla, ritstjórn og auglýsingar: Grundarvegi 23, 260 Njarðvík, Sími 421 0000 Fax 421 0020 Ritstjóri og ábm.: Páll Ketilsson, sími 421 0007, pket@vf.is Fréttastjóri: Hilmar Bragi Bárðarson, sími 421 0002, hilmar@vf.is Blaðamaður: Jóhannes Kr. Kristjánsson, sími 421 0004, johannes@vf.is Sölu- og markaðsstjóri: Jónas Franz Sigurjónsson, sími 421 0001, jonas@vf.is Auglýsingadeild: Jófríður Leifsdóttir, sími 421 0008, jofridur@vf.is Útlit, umbrot og prentvistun: Víkurfréttir ehf. Prentvinnsla: Prentsmiðjan Oddi hf. Dagleg stafræn útgáfa: www.vf.is og vikurfrettir.is Kallinn á kassanum MUNDI ➤ F E G U R Ð A R S A M K E P P N I S U Ð U R N E S J A 2 0 0 4 ... OG ÉG ER LANGFLOTTASTUR! Þann 27.mars sl.var dóttirokkar fermd við hátíð-lega og fallega athöfn af sr. Birni Sveini Björnssyni í Safnaðarheimilinu Sandgerði. Eftir athöfnina buðum við til hádegisverðar í Félagsheimil- inu Stapa og voru veislugestir hátt í tvöhundruð. Langar mig að koma innilegu þakklæti á framfæri til starfsfólks Stapans. Ég á varla til nógu stór orð til þess að lýsa þakklæti okk- ar. Stapinn býr að frábærum kokkum og þjónustu í alla staði. Maturinn var lostæti og lipurðin og elskulegheitin þvíumlík að leitun er af öðru eins. Allir lögð- ust á eitt um að gera þennan dag ógleymanlegan og leyfi ég mér að fullyrða að það hafi svo sann- arlega tekist. Þarna er fagfólk á ferðinni. Vil ég einnig þakka fjölskyldu og vinum fyrir að gleðjast með okk- ur þennan dag, og síðast en ekki síst sr. Birni Sveini Björnssyni fyrir ánægjuleg og góð kynni í vetur. Með kveðju og þakklæti Linda Gústafsdóttir og fjölskylda Sandgerði Njarðvíkur- skóli fær nýtt merki Nýtt merki hefur ver-ið tekið upp fyrirNjarðvíkurskóla. Hönnuður þess er Valbjörg Ómarsdóttir, sem er nem- andi í 10. bekk skólans, en hún sigraði í samkeppni sem haldin var í þeim til- gangi að hanna merki skól- ans þar sem á annað hund- rað tillögur bárust. Tillaga Val- bjargar, sem nú er orðin að merki skólans er ákaflega stíl- hrein. Hugs- unin á bak við merkið er hús með nemendum og fólki inni í því, en á bak við er rísandi sól sem táknar framtíðina. Eric Farley myndlistarkennari og grafískur hönnuður hafði yfirumsjón með keppninni og útfærði að lokum tillögu Valbjargar til prentunar. Tólf fegurstu stúlkur Suð-urnesja um þessar mund-ir létu dekra við sig í Bláa lóninu um síðustu helgi. Stúlk- urnar taka þátt í Fegurðar- samkeppni Suðurnesja sem fer fram í Bláa lóninu þann 17. apríl nk. Um síðustu helgi var þeim hins vegar boðið í nudd og slökun. Nokkrar stúlknanna fengu fyrir- sætuverkefni fyrir franskt tímarit en aðrar stilltu sér upp í mynda- töku fyrir Víkurfréttir. Snjór var yfir hrauninu umhverfis Bláa lónið og þá finnst stúlkunum lít- ið spennandi að striplast um á bikiní og því var vel þegið að geta hreiðrað um sig í gufubað- inu í heilsulindinni og náð full- kominni slökun. Meðfylgjandi ljósmyndir tók ljósmyndari Víkurfrétta, Hilmar Bragi Bárðarson, í Bláa lóninu. Dekrað við fegurstu stúlkur Suðurnesja Nudd í Bláa lón- inu er engu líkt. Þá stendur kísillinn alltaf fyrir sínu, enda töfraefni fyrir húðina. Stúlkurnar í Fegurðarsamkeppni Suðurnesja eru allar stórglæsilegar og leika við linsu ljósmyndarans. Þakkir til starfsfólks Stapans KALLINN ER HÆTTUR... 15. tbl. 2004 umbrot 6.4.2004 13:28 Page 8

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.