Víkurfréttir


Víkurfréttir - 07.04.2004, Blaðsíða 10

Víkurfréttir - 07.04.2004, Blaðsíða 10
10 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA! VÍKURFRÉTTIR//Vinabæjasamband Reykjanesbæjar og Keravastuttar f r é t t i r ➤ F I N N S K I R G E S T I R Í R E Y K J A N E S B Æ M enningar-, íþrótta- ogt ó m s t u n d a s v i ðR e y k j a n e s b æ j a r (MÍT) fékk á dögunum til sín góða gesti frá vinabænum Kerava í Finnlandi sem hingað komu m.a. til þess að kynna sér starfsemi Reykjanesbæjar á sviði íþrótta-tómstunda- og menningarmála sem og stjórn- sýslu- ferða- og markaðsmála. Markmið heimsóknarinnar var auk þess að gera samanburð á starfsemi bæjarfélaganna og var þemað „learning by doing“. Fulltrúar Kerava voru Jarmo Leskinen fulltrúi íþróttasviðs Kerava og Petri Harkonen fram- kvæmdastjóri þróunarsviðs og staðgengill bæjarstjóra. Jarmo er ekki ókunnugur íþrótta- og tómstundastarfsemi í Reykja- nesbæ þar sem hann hefur tekið þátt í fjölmörgum vinabæjarmót- um bæjarfélaganna og heimsótti hann m.a. Ísland árið 1986 í þeim tilgangi. Allt frá árinu 1973 hafa vinabæirnir Hjörring í Dan- mörku, Kristiansand í Noregi, Trollhattan í Svíþjóð, Kerava og Reykjanesbær haft með sér sam- skipti á sviði íþrótta þar sem 7 drengir og 7 stúlkur á aldrinum 14-16 ára keppa í mismunandi íþróttagreinum ár hvert. Þess má geta að í sumar fer keppnin fram í vinabænum Troll- hattan og er keppnisgreinin körfubolti. Þeir félagar fengu að kynnast því helsta sem var á döfinni á meðan á heimsókninni stóð og sóttu þeir m.a. körfuboltaleiki í úr- slitarimmu karla og kvenna á Ís- landsmótinu og sáu stelpurnar í Keflavík hampa titlinum. Eins skoðuðu þeir íþróttamannvirki bæjarins, söfn, félagsmiðstöðvar og skóla auk þess sem þeir fengu kynningar á verkefnum hjá um- hverfis- og skipulagssviði og fjármálasviði. Þeir sóttu vikuleg- an fund með framkvæmdastjóra og forstöðumönnum MÍT sviðs þar sem allir forstöðumenn kynntu sig og starf sitt fyrir gest- unum og svöruðu fjölmörgum spurningum. Hver er tilgangur heimsóknar- innar? Petri: Tilgangur heimsóknarinnar er að gera samanburð á rekstri bæjarfélaganna en bæði taka þau þátt í svokölluðu Bertelsmanns prófi sem felur í sér samanburð á mörgum þáttum í rekstri og þjón- ustu bæjarfélaga. Við vildum sjá hvernig Reykjanesbær er að gera hlutina og skoða samvinnu milli deilda. Eins vildum við segja frá því hvernig við stöndum að okk- ar þjónustu og markaðssetningu bæjarins. Hvað var það helsta sem vakti athygli ykkar? Petri: Krafturinn sem virðist svo auðsjáanlegu alls staðar í bæjar- félaginu. Svo fannst mér athygl- isvert að heyra hversu fljótt hægt er að koma góðum hugmyndum í framkvæmd. Ferlið er auðveldara hér en hjá okkur, þar sem margir flokkar eru í stjórn (alls 7) og eins eru okkur sett ýmis takmörk með lögum og reglugerðum. Á hvaða sviðum teljið þið ykk- ur skara fram úr? Petri: Ég myndi segja að það væri í markaðssetningu atvinnu- tækifæra en þau eru að mínu mati vel skipulögð í Kerava. Við höfum sérstakan starfsmann í því verkefni og auk þess marga tengiliði frá atvinnulífinu, sem skipta með sér verkum tíma- bundið eftir því um hvers konar atvinnustarfsemi er að ræða. Nýleg óháð könnun í Finnlandi sýndi að fyrirtækjum þótti Kerava fýsilegasti kosturinn til atvinnurekstrar á Helsinkisvæð- inu. En við erum mjög spenntir að sjá hvernig gengur hjá ykkur með víkingaskipið Íslending og víkingaþorpið sem þar verður sett upp. Þetta er hugmynd sem virðist vera mikið atvinnutæki- færi fyrir allt svæðið. Hvað erum við hjá Reykjanes- bæ að gera vel að ykkar áliti? Petri: Þið getið verið ánægð með þá frábæru íþróttaaðstöðu sem þið bjóðið upp á, en til saman- burðar má nefna að við höfum eina sundlaug fyrir 31 þúsund íbúa í Kerava en þið hafið fjórar laugar fyrir 11 þúsund íbúa. Eins eruð þið að gera vel í stuðningi við íþrótta- og tómstundafélög, bæði í styrkjum og eins með gjaldfrjálsum afnotum af hús- næði. Í Kerava þurfa t.d. íþrótta- félög að greiða fyrir alla notkun í mannvirkjunum og þetta er að sliga mörg þeirra fjárhagslega. Svo fannst mér athyglisvert hvernig þið samtvinnið íþróttir, menningu og tómstundamál allra aldurshópa. Frístundaskólinn og Tómstundabandalagið er líka eitthvað sem við viljum skoða hjá okkur. Jarmo: Við vildum einmitt skoða og bera saman það sem þið eruð að gera fyrir íþróttafélög því það er miklu betra en hjá okkur. Rekstur íþróttamála hjá Kerava er aðeins 0,95% af heildarfjár- hagsáætlun og því höfum við ekki úr eins miklu að moða. Jarmo og Petri eru sammála um það að vandamálin eru mjög svipuð í rekstri bæjarfélaganna og mikilvægt sé að skoða styrk- leika hvors annars og yfirfæra þá til gagns. Heimsókn þeirra er lið- ur í auknum samskiptum milli vinabæja sem hafa mikið verið rædd á sameiginlegum fundum í tengslum við íþróttakeppnirnar, en enginn hafði tekið frumkvæði, þar til nú að bæjarstjóri Reykja- nesbæjar bauð þeim í heimsókn að tillögu Stefáns Bjarkasonar framkvæmdastjóri MÍT. Fyrir það vildu þeir Jarmo og Petri þakka kærlega fyrir. Jarmo: Við höfum átt í samskipt- um vegna vinabæjarmóta í íþrótt- um og því tímabært að auka samvinnuna enn frekar. Við bjóð- um nú fulltrúum Reykjanesbæjar velkomna til okkar og vonum að þeir geti nýtt sér eitthvað af því sem við erum að gera í Kerava. Petri: Við viljum koma á fram- færi þakklæti til allra starfs- manna bæjarins fyrir að taka á móti okkur og funda með okkur. Vonandi getum við endurgoldið gestrisni ykkar þó síðar verði. Kannski gott fyrir hvítlauksunn- endur að vita að við höldum okk- ar árlegu hvítlaukshátíð í lok ágúst. Kerava er orðið heims- frægt fyrir þennan viðburð þar sem m.a er hægt að fá að smakka á hvítlauks-ís og hvítlauks-bjór !!! Krafturinn í bæjarfélaginu vekur athygliÓskað eftir þátttöku í Frí- stundahelgi í Reykjansbæ Frístundahelgi verðurhaldin í annað sinn íReykjanesbæ dagana 14. - 16. maí 2004. Þátttaka félaga, klúbba og fyrirtækja var mjög góð fyrir árið og gaf helgin þeim kærkomið tækifæri til að kynna starf- semina fyrir almenningi. Því hefur verið ákveðið að endurtaka Frístundahelg- ina og hefur Gísli H. Jó- hannsson verið ráðinn tímabundið verkefnastjóri Frístundahelgar, en hann mun einnig taka virkan þátt í undirbúningi og fram- kvæmd Ljósanætur 2004. Þessa sömu helgi verður handverkssýning í íþróttahús- inu við Sunnubraut og hand- verkssýning eldri borgara í Selinu við Vallarbraut. Áhugasamir geta skráð þátt- töku í 894 2281 eða sent póst á netfangið: fristunda- helgi@reykjanesbaer.is fyrir 4. maí 2004. Ótrúlegar ljósmyndir af tvíburum sem voru teknir með keisaraskurði í Keflavík Komið á næsta blaðsölustað! Tryggðu þér eintak á aðeins kr. 499,- Jarmo Leskinen fulltrúi íþróttasviðs Kerava og Petri Harkonen framkvæmdastjóri þróunarsviðs og staðgengill bæjarstjóra. 15. tbl. 2004 umbrot 6.4.2004 13:02 Page 10

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.