Víkurfréttir


Víkurfréttir - 07.04.2004, Side 16

Víkurfréttir - 07.04.2004, Side 16
Heimahjúkrun – nútímaleg öldrunarþjónusta Umfang Heilsugæsla HSS í Reykjanesbæ og Grindavík sinna heimahjúkrun fyrir öll Suðurnes. Þar starfa hjúkrunarfræðingar, sjúkraliðar og aðstoðarfólk við umönnun fólks í heimahúsum. Um 85% skjólstæðinga heimahjúkrunar eru 67 ára og eldri. Að minnsta kosti 100 einstaklingar njóta heimahjúkrunar að staðaldri. Innlitin geta verið frá einu sinni í viku til oft á dag, en um 20% skjólstæðinga fá svo tíðar heimsóknir. Vaktir eru til klukkan 22:00 á kvöldin og um helgar en heimahjúkrun hefur bakvakt þegar sérstaklega stendur á. Að vera heima sem lengst Á undanförnum árum hefur starfsfólk heimahjúkrunar orðið vart við eindregnar óskir fólks um að dvelja heima hjá sér sem allra lengst. Markmið þjónustunnar er að verða við þessum beiðnum, enda kveða lög um málefni aldraðra á um skýlausan rétt fólks til þess. Ef upp koma veikindi eða slys hjá skjólstæðingum heimahjúkrunar eru hæg heimatökin að fá fólkið lagt inn í D-álmuna, þar sem það fær fjölbreytta heilbrigðisþjónustu. Ef heimaþjónusta með viðkomu á sjúkrahúsi HSS dugar ekki til þá er sótt um í heimilislegu úrræði, t.d. í Víðihlíð eða á Garðvangi. Fjölbreytt úrræði Með tilkomu 5 daga endurhæfingardeildar hefur úrræðum fyrir skjólstæðinga heimahjúkrunar enn fjölgað. Með því að dvelja virka daga í nokkrar vikur í senn á endurhæfingardeild er stuðlað að betri heilsu og auknu þreki ásamt félagslegri örvun. Þeir skjólstæðingar heimahjúkrunar sem nýta sér þessa þjónustu ættu að vera betur í stakk búnir en ella til að dvelja heima sem lengst. Dagdvöl aldraðra er annað úrræði sem heimahjúkrun er í góðum tengslum við. Þar dvelur fólk á daginn og fær heimahjúkrun á kvöldin og um helgar. Þessu til viðbótar er unnið að opnun á göngudeild fyrir aldraða á heilsugæslunni. Hjúkrunarrými – síðasta úrræðið Skjólstæðingar heimahjúkrunar teljast margir hverjir vera í mjög brýnni þörf fyrir vistun í hjúkrunarrými. Samt eru einungis örfáir þeirra sem myndu vilja þiggja slíkt pláss. Það segir okkur að vistunarmatið er ekki í takt við tímann og nauðsynlegt er að endurskoða það með tilliti til breyttra áherslna í öldrunarþjónustunni. Mikið ríður á að heimahjúkrun og heimaþjónusta standi styrkum fótum því það eru lykilúrræði til að geta uppfyllt eindregnar óskir fjölmargra aldraðra um að dvelja heima hjá sér eins lengi og stætt er. Bryndís Guðbrandsdóttir, deildarstjóri heimahjúkrunar Ýmsar staðreyndir um Heilbrigðisstofnun Suðurnesja • D-álman er vel búin sjúkradeild. 85% af sjúklingum sem liggja á legudeildum HSS eru eldri en 67 ára • Ferðum sjúkra aldraðra til Reykjavíkur hefur fækkað mikið. Nú er sjúklingum sem þurfa á meðferð að halda vegna ýmissa algengra sjúkdóma eins og t.d. lungnabólgu, sykursýki og sýkinga af ýmsu tagi sinnt á HSS. • Dagdeild HSS tók til starfa 1. október og 5 daga deild 1. febrúar síðastliðinn. Þar eru nær allir sjúklingar 67 ára og eldri. Þeir fá þar endurhæfingu og aðra meðferð virka daga vikunnar en fara heim til sín um helgar. • Heimahjúkrun hefur verið styrkt verulega og nú eru vaktir þar allan sólarhringinn. Þannig eiga fleiri kost á því að dvelja lengur veikir heima og jafnvel eiga síðustu stundir lífs síns í faðmi fjölskyldunnar. Meira en 90% þeirra sem þessarar þjónustu njóta eru 67 ára og eldri. • Með tilkomu nýrrar legudeildar HSS og aukinnar sérfræðiþjónustu lækna og hjúkrunarfræðinga hefur þjónusta við aldraða Suðurnesjamenn stóraukist og unnt er að sinna mun veikari einstaklingum í heimabyggð. Nýting deildarinnar hefur verið meiri en 100% frá opnun hennar. • Framkvæmdastjórn HSS vill efla og auka nýtingu heilsugæsluselja HSS í Sandgerði, Garði og Vogum og þannig veita öllum Suðurnesjamönnum enn betri þjónustu. • Mikilvægt er að byggja upp öfluga almenna sjúkrahússtarfsemi auk heilsugæslu á HSS. Samhliða þeirri uppbyggingu er nauðsynlegt að huga að byggingu hjúkrunarheimilis í Reykjanesbæ • Gott og vaxandi þjónustusjúkrahús eykur verulega starfsmöguleika þeirra einstaklinga sem á Suðurnesjum búa og vöxtur þess og viðgangur ætti því að vera sjálfsagður hluti byggðastefnu alls svæðisins. WWW.HSS.IS 15. tbl. 2004 umbrot 6.4.2004 13:02 Page 16

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.