Víkurfréttir


Víkurfréttir - 07.04.2004, Blaðsíða 17

Víkurfréttir - 07.04.2004, Blaðsíða 17
Hvort eru 70, 44 eða 20 á biðlista? Að undanförnu hafa ýmsar tölur komið fram um fjölda þeirra sem bíða eftir vistun í einhvers konar rými á vegum ríkis eða sveitarfélaga. Misskilnings gætir greinilega í túlkun fyrirliggjandi vistunarskrár og er því ekki annað fært en útskýra hvað skráin sýnir og hvað tölurnar þýða. Fyrst er rétt að gera grein fyrir því að til að komast á vistunarskrá þarf einstaklingur að gangast undir svonefnt vistunarmat. Við matið er tekið tillit til fjölda þátta; andlegra, félagslegra og líkamlegra. Að því loknu kemur í ljós hvort einstaklingurinn telst vera í þörf, brýnni þörf eða mjög brýnni þörf fyrir vistun. Vistunarmat er gert með tvö þjónustustig í huga, annars vegar þjónusturými og hins vegar hjúkrunarrými. Hver er munurinn á hjúkrunarrými og þjónusturými? Í hjúkrunarrými nýtur einstaklingurinn hjúkrunarþjónustu, læknisþjónustu og annarra þjónustu fagfólks. Dæmi um hjúkrunarrými er Víðihlíð. Í þjónusturými er aðeins boðið upp á aðstoð við einstakling sem ekki er fær um eigið heimilishald. Dæmi um þjónusturými er Hlévangur. Hvað eru raunverulega margir á biðlista? Þann 1. apríl 2004 voru 30 manns á biðlista eftir hjúkrunarrými. Þar af voru 20 í mjög brýnni þörf. Þeir njóta flest allir góðrar þjónustu heimahjúkrunar og fá auk þess heimilishjálp frá Félagsþjónustunni. Tveir einstaklingar hafa þegar afþakkað hjúkrunarrými og það er mat heimahjúkrunar að aðeins þrír myndu þiggja hjúkrunarrýmið strax ef það væri í boði. Þann 1. apríl 2004 voru 38 manns á biðlista eftir þjónusturými. Þar af voru 12 í mjög brýnni þörf. Þessir einstaklingar njóta jafnframt flestir þjónustu heimahjúkrunar og Félagsþjónustunnar. Þekking á málefnum aldraðra er skilyrði Nú orðið má segja að vistunarskráin gefi ranga mynd af ástandinu. Ástæðan er sú að vistunarmatið tekur ekki tillit til þeirrar nútímakröfu að öldruðum sé frekar tryggt að búa lengur heima heldur en að leggjast inn á stofnun. Glórulaust er að gjörólíkar tölur vistunarskrárinnar séu lagðar saman. Jafnframt er mjög slæmt að menn leggi að jöfnu þörf, brýn þörf eða mjög brýn þörf”. Það er lykilatriði að allir sem fjalla um málefni aldraðra þekki málaflokkinn, nútíma vinnubrögð og lög um málefni aldraðra. WWW.HSS.IS • Starfsemi HSS • Fréttir • Upplýsingar • Fyrirspurnir WWW.HSS.IS 15. tbl. 2004 umbrot 6.4.2004 13:02 Page 17

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.