Víkurfréttir


Víkurfréttir - 07.04.2004, Page 18

Víkurfréttir - 07.04.2004, Page 18
HEILBRIGÐISSTOFNUN SUÐURNESJA • SKÓLAVEGI 6 • 230 REYKJANESBÆ • WWW.HSS.IS • HSS@HSS.IS Heilbrigðisstofnun Suðurnesja er í góðum höndum! Heilbrigðisstofnun Suðurnesja er í góðum höndum! Yfirlýsing frá stjórn Suðurnesjadeildar Félags íslenskra hjúkrunar- fræðinga: “Í kjölfar fjölmiðlaumfjöllunar síðustu vikna viljum við í stjórn Suðurnesjadeildar hjúkrunarfræðinga lýsa fullum stuðningi og trausti til stjórnenda HSS. Sú uppbygging sem átt hefur sér stað undanfarin misseri, með tilkomu nýs framkvæmdastjóra, er unnin af heilum hug, mikilli fagmennsku og þekkingu á heilbrigðismálum. Þar er tekið mið af heildarhagsmunum íbúa svæðisins. Í þeirri umræðu sem átt hefur sér stað er aldrei talað um hvert hlutverk sjúkrahússins sé í heild sinni, heldur einungis einblínt á langlegudeild fyrir aldraða. Við sem fagaðilar vitum að til að reka sjúkrahús þarf að sinna breiðum hópi fólks en ekki einungis horfa bara á einn þátt. Við biðjum því Suðurnesjabúa að staldra við og kynna sér málin til hlítar áður en þeir mynda sér skoðun á þessu máli.” Stjórn Suðurnesjadeildar hjúkrunarfræðinga: Ástríður Vigdís Vigfúsdóttir. Bryndís Sævarsdóttir. Sveinbjörg Sigríður Ólafsdóttir. Þórunn Agnes Einarsdóttir. Ályktun læknaráðs 5. apríl 2004 Vegna fjölmiðlaumræðu undanfarna daga um öldrunarþjónustu á Suðurnesjum ályktar læknaráð HSS eftirfarandi: "Framkvæmdastjórn HSS framfylgir stefnu sem mörkuð var af fagaðilum stofnunarinnar í samráði við heilbrigðisyfirvöld og miðar að því að veita þá bestu þjónustu sem fjárlagarammi gerir kleift með sérstaka áherslu á að auka þjónustu í heimabyggð við Suðurnesjamenn. Hluti þeirrar stefnu er nútímaleg öldrunarþjónusta sem leitast við að gera öldruðum kleift að eiga áhyggjulaust ævikvöld á heimilum sínum með öflugri heimahjúkrun, endurhæfingu og skammtímainnlögnum þegar sjúkdómar herja á. Sjúkrarými stofnunarinnar er nýtt með þeim hætti sem læknar telja að komi að sem bestum notum fyrir heildarhag sjúkra á Suðurnesjum. Mikil efling bráðaþjónustu hefur valdið því að á hverjum tíma eru 15-20 Suðurnesjamenn inniliggjandi á HSS, sem annars hefðu þurft að liggja á Landspítala með tilheyrandi óhagræði fyrir þá og aðstandendur þeirra. Þessir sjúklingar eru á öllum aldri en flestir aldraðir. Læknaráð lýsir óskoruðum stuðningi við framkvæmdastjórn HSS í áframhaldandi uppbyggingu öflugrar heilbrigðisþjónustu á Suðurnesjum og hvetur til samráðs við fulltrúa almennings." Millistjórnendur HSS lýsa yfir stuðningi Á fundi millistjórnenda Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja með framkvæmdastjórn stofnunarinnar 2. apríl var farið yfir fjölmiðlaum- ræðu síðustu daga varðandi ráðstöfun sjúkrarúma í D-álmu og heilsugæsluþjónustu. Fundurinn vill af þessu tilefni koma með eftirfarandi ályktun: “Fundur millistjórnenda HSS lýsir yfir fullum stuðningi við framkvæmdastjórn HSS og Sigríði Snæbjörnsdóttur framkvæmdastjóra í þeirri orrahríð sem nú stendur yfir. Á einu ári hefur tekist að manna sex læknisstöður á heilsugæslunni og sjúkrahúsþjónusta hefur verið stórefld. Þjónusta við aldraða hefur aldrei verið meiri og fjölbreyttari en nú er og stefna stofnunarinnar er að sú þjónusta verði enn öflugri og í takt við kröfur nútímans. Fundurinn vonar að umræðan verði málefna- legri en verið hefur og friður skapist til þess að finna framtíðarlausn á ágreiningsefnum”. Sjúkraliðar styðja stefnu og stjórnun HSS “Við starfandi sjúkraliðar á HSS lýsum yfir fullum stuðningi við stefnu og stjórnun framkvæmdarstjóra og stjórnar HSS. Við vitum að í dag er öldruðum sjúkum á svæðinu veitt þjónusta sem er með þeirri bestu á landinu. Hér eru 2 hlýlegar og góðar hjúkrunar og langlegudeildir Garðvangur og Víðihlíð, einnig mjög öflug heimahjúkrun. Á 5 daga deild HSS og sjúkradeild D- álmu sinnum við margfalt fleirum öldruðum sjúkum en hægt væri ef deildin væri eingöngu fyrir langlegusjúklinga og það sem gleður okkur mest er að það er orðin undantekning sem áður var regla að senda þurfi aldraða sjúka til Reykjavíkur. Hér er að byggjast upp mjög öflugt sjúkrahús með fjölda faglærðra starfsmanna auk sérfræðinga á ýmsum sviðum, sem lætur sér annt um alla íbúa svæðisins. Suðurnesjamenn staldrið við og íhugið málið, við viljum ekki afturhvarf til þess tíma er svæðið var þjónustulaust. Margt breytist á 25 árum og í ljósi þess biðjum við þá sem stóðu í því að hrinda af stað byggingu D- álmu að líta frekar með stolti á stofnunina eins og hún er rekin í dag en ekki sem pólitískt bitbein, því þið lögðuð grunn að ekki eingöngu margfalt betri þjónustu við aldraða heldur allra íbúa svæðisins. Með kveðju, sjúkraliðar HSS.” 15. tbl. 2004 umbrot 6.4.2004 13:02 Page 18

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.