Víkurfréttir


Víkurfréttir - 07.04.2004, Síða 21

Víkurfréttir - 07.04.2004, Síða 21
BÆTIEFNIÐ JURTIN SPEKI MÁNAÐARINS: „Sá gimsteinn sem kallast heilsa, er of verðmætur til að vera skilinn eftir í fáfræði og blindum siðvenjum”. NÝR DAGUR, NÝ BYRJUN...Spirulina: Allt er vænt sem vel er grænt“ má telja orðað sönnu þegar um þennan kraftmiklablá-græn þörung er að ræða en þörun- gar hafa verið að hasla sér völl undanfarið sem kærkomin viðbót við bætiefnaflóruna vegna fjölþættra heilsueiginleika sinna. Spirulina er talin innihalda mest samanþjapp- aðsta form af virkum næringarefnum sem vitað er um og hefur það fram yfir aðra fæðu að vera í mjög upprunalegu og auðnýtanlegu formi sem auðveldar okkur nýtingu á næringarefnum. Spirulina hefur að geyma heilan fjarsjóð af lífs- nauðsynlegum næringarefnum, m.a. 60% prótein (allar 22 amínósýrurnar), gífurlegt magn af beta karótíni, andoxunarefnum, ensýmum, og GLA fitusýrum. Hún er ein ríkasta plöntu upp- spretta af B12 vítamíni ásamt öllum hinum B-vítamínunum. Hún inniheldur einnig ríkulegt magn af járni, magnesíum, öðrum vítamínum, steinefnum og snefilefnum. Hátt hlutfall blaðgrænu (chlorophyll) í spirulina eykur enn frekar á næringargildi hennar, en það er efni sem gefur vefjum og blóði líka- mans súrefni á móti því sem það losar um úrgangsefni. Dagleg notkun á spirulina getur hjálpað okkur að styrkja ónæmiskerfið, auka orku, jafna blóðsykur, bæta þarmaflóruna, lækka kólesteról, auka efnaskipti og minnka matarlyst, sem og hjálpað til við að fyrirbyggja ýmsa hrörnunarsjúkdóma. Spirulina er ýmist er hægt að fá í töflu- eða duftformi. Túnfífill (Taraxum officinalis): Nýttir plöntuhlutar: Rót og blöð. Söfnun: Rót á haustin, blöð fyrir blómgun. Áhrif: Þvagdrífandi, hægðalosandi, gigtareyðandi, örvar gallmyndun og gallflæði, styrkjandi fyrir lifur og meltingarfæri, kemur jafnvægi á starfsemi bris. Notkun: Blöð: Bjúgur, kvillar í nýrum og þvagblöðru, nýrnasteinar; Rót: Lifrar- og gallblöðru- sjúkdómar, meltingartregða, þunglyndi, gyllinæð, gigt, húðsjúkdómar. UPPSKRIFTIN Speltvöfflur: Hver hefur ekki uppl ifað það að vera í mi ðju heilsuátaki og viljað gera sér smá d agamun þegar gesti b er óvænt að.... 8 dl spelt 2 tsk (vínsteins) lyftid uft salt af hnífsoddi, 1 ts k malaðar kardimom mur 1 tsk vanilludropar/d uft 2-3 stk egg 7 dl ab-mjólk/blá soj amjólk 1/2 dl ólífuolía smá olía til að bera á vöfflujárnið Borið fram með sykurlausri sultu, jurt a- rjóma eða carobella (súkkulaðismjör). Verði ykkur að góðu ! Höfundur: Sólveig Eiríksdóttir, Grænum Kosti. u m s j ó n : a s d í s r a g n a e i n a r s d ó t t i r h e i l s a @ v f . i s 1. Nafn: Kristjana V. Jónatansdóttir. 2. Starf: Nuddari. 3. Hvernig hugsar þú um líkamann: Ég drekk mikið vatn, borða fjölbreyttan mat og reyni að fara á hverjum degi út að ganga. Mér finnst líka gott að fara í saltbað, en þá set ég lófafylli af grófu salti með lavender eða piparmyntu ilmkjarnaolíu í baðvatnið. 4. Uppáhaldsheilsumatur: Núna þessa dagana er ég með æði fyir hummus, sem er baunakæfa, mjög góð á brauð og með græn- metisréttum eða kjúkling. Einnig sneiði ég oft niður sellerí, lauk, papriku, tómata, kál og ýmislegt sem er við hendina það sinnið, léttsteiki í grænni olífuolíu og karrý, bæti við tofu sem legið hefur í soyasósu í hálftíma og læt allt malla smástund. 5. Hvernig nærir þú sálina: Mér finnst yndislegt að fara út á Garðskaga og horfa út á hafið, ein með sjálfri mér. Ég nota líka bænina mikið og gef mér tíma til að líta inn á við og hugleiða á hverjum degi. 6. Hvernig slakar þú á: Uppi í rúmi með góða bók eða í góðum göngutúr. 7. Hvað kemur þér í gott skap: Það er svo margt, til dæmis hlýlegt viðmót eða fallegt bros. 8. Hvar finnst þér best að vera: Mér líður best heima hjá mér með fjölskyldunni. 9. Hvað hvetur þig áfram: Lífsviljinn og fjölskyldan. 10. Hollráð: Ég vil hvetja fólk til að drekka mikið vatn, 6-8 glös á dag. Ef fólk er lasið þá er gott að sjóða vatnið og drekka það heitt. Einnig er frábært að þurrbursta húðina og fara svo í kalda og heita sturtu og bera síðan Edgar Cacey olíu á sig. Þetta hefur góð áhrif á húðina og sogæðakerfið. H E I L S U viðtalið Það hvernig við vöknum á morgnanaskiptir sköpum um hvernig deginumverður háttað. Með því að hleypa jákvæðri orku inn í daginn getum við skapað okkur þær aðstæður sem við viljum að dagurinn beri í skauti sér. Vissulega langar okkur oftar en ekki að skríða aftur upp í og halda áfram að svífa um heim draumanna en einmitt þá þurfum við að nýta okkur það vald að geta breytt viðhorfi okkar til dagsins. Með því einu saman opnum við fyrir tækifærin sem leynast í amstri dagsins. Morguninn býr yfir þeirri einstöku fegurð að vera tími endursköpunar fyrir okkur sjálf og markar upphaf að einhverju nýju. Nokkrar hugmyndir að byrjun á frábærum degi gæti verið eitthvað af eftirfarandi: • Hugleiða, en á morgnana er hugur okkar hvað mest virkastur • Hlusta á fallega upplífgandi tónlist sem bætir skapið • Opna glugga og hleypa birtunni og súrefninu inn og fá þannig smá snert af töfrum náttúr unnar • Kveikja á frískandi piparmyntu ilmkerti • Hlaða líkamann af orku með hollum morgun mat • Fara á æfingu og byrja daginn með náttúrulegu endorfín flæði Gefum nýrri orku og jákvæðum viðhorfum lau- san tauminn með því að hrista af okkur vetrarhaminn og fögnum hverjum morgni með bros á vör :-). Heilsusidan 6.4.2004 15:13 Page 1

x

Víkurfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.