Víkurfréttir


Víkurfréttir - 07.04.2004, Qupperneq 23

Víkurfréttir - 07.04.2004, Qupperneq 23
VÍKURFRÉTTIR I 15. TÖLUBLAÐ 2004 I MIÐVIKUDAGURINN 7. APRÍL 2004 I 23 Umsjón: Þorgils Jónsson • sími 868 7712 sport@vf.is F jórði leikur Keflavíkur og Snæfells fer fram í Keflavík álaugardaginn. Fyrri leikirnir hafa verið spennandi ogskemmtilegir og mætti enginn körfuknattleiksáhugamaður láta þennan leik framhjá sér fara. Víkurfréttir slógu á þráðinn til nokkurra kunnra leikmanna og spurðu þá álits á úrslitarimm- unni. Páll Kristinsson „Mér hefur bara litist vel á þessa leiki. Ég held að Keflvíkingar taki þetta á laugardaginn þar sem þeir eru með reyndara lið og meiri brei- dd. Þeir eiga alltaf menn á bekknum sem geta komið ferskir inn ef ein- hver er ekki að standa sig inni á vellinum.“ Pétur Guðmundsson „Þetta eru búnir að vera hörkuleikir og gaman að fylgjast með því hvað Snæfellingar hafa tekið vel á móti Keflvíkingum. Það sást samt í síðasta leik að þeir eru ekki með reynsluna til að hafa Keflvíkingana, en þeir hafa flest annað sem til þarf. Sverrir Þór fékk loks það hrós sem hann átti skilið eftir síðasta leik, en hann skilar alltaf mikilvægu hlutverki þótt hann sé ekki mest áberandi inni á vellinum.“ Halldór Karlsson „Mér líst vel á Keflvíkingana og held að þeir eigi eftir að hafa þetta á laugardaginn. Þetta er búið að vera fín skemmtun og það var skemmti- legt að sjá hvað íslensku strákarnir stóðu sig vel í síðasta leik. Fannar hefur komið sterkur inn í síðustu leikjum og svo hafa Maggi og Sverrir líka verið góðir. Ég held að Snæfell sé bara sprungið á því!“ Spekingar spá Keflavík sigri 15. tbl. 2004 umbrot 6.4.2004 14:39 Page 23

x

Víkurfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.