Víkurfréttir


Víkurfréttir - 07.04.2004, Side 25

Víkurfréttir - 07.04.2004, Side 25
VÍKURFRÉTTIR I 15. TÖLUBLAÐ 2004 I MIÐVIKUDAGURINN 7. APRÍL 2004 I 25 sportið Umsjón: Þorgils Jónsson • sími 868 7712sport@vf.is Grindvíkinginn Pál Axel Vilbergssoner óþarfi að kynna fyrirkörfuknattleiksáhugamönnum, enda hefur kappinn verið í fremstu röð hérlendis í mörg ár og reyndi m.a. fyrir sér sem atvinnumaður í Belgíu fyrir nokkrum árum. Á yfirstandandi tímabili hefur hann þó farið á kostum og aldrei verið betri en nú. Hann lauk deildarkeppninni stigahæst- ur allra íslenskra leikmanna og var líka valinn íþróttamaður Grindavíkur fyrir skömmu.Víkurfréttir gripu Pál glóðvolgan og spurðu hann spjörunum úr. Hvenær fórstu að æfa körfu? Ég var nú ekki svo snemma. Ætli ég hafi ekki verið svona 11 ára. Ég var hjá Grindavík alla yngri flokkana, en síðan hef ég farið í víking til Belgíu og Bandaríkjanna, þar sem ég var í skóla, og svo var ég í Borgarnesi í einn vetur. Hverjir eru þínir helstu styrkleikar/veik- leikar sem leikmaður? Mínir styrkleikar eru, þó að ég segi sjálfur frá, að ég skil leikinn mjög vel, og er nokkuð lunkinn í að hlaupa á réttum tíma á rétta staði og þess háttar. Svo er ég líka nokkuð góður í að „grípa og skjóta“. Helstu veikleikar... Maður myndi náttúrulega alltaf vilja vera sneggri og hoppa hærra og vera sterkari. Hvað gerirðu þegar þú ert ekki í boltan- um? Ég geri nú sitt lítið af hvoru. Ég vinn í ung- lingavinnu á sumrin og svo er ég að vinna í Íþróttamiðstöð Grindavíkur eins og er. Þér hefur gengið flest í haginn á þessu tímabili, geturðu enn bætt þig? Ég er enn að bæta mig. Ég tel mig vera betri í dag en í gær þannig að maður getur alltaf bætt sig og stefnir að því. Ætlarðu að reyna aftur fyrir þér í atvinnu- mennskunni? Já, það er vissulega spennandi kostur að skoða málin eftir tímabilið. Það á ekki að vera erfitt ef maður er nógu duglegur að koma sér á framfæri. Það er bara spurning með heppni eins og hvar maður lendir og annað. Hefurðu hjátrú fyrir leiki? Nei, það held ég ekki. Ég er að vísu alltaf á sama snaga, en ég er viss um að ég gæti breytt um snaga án þess að það hefði mikil áhrif á mig andlega. Það er bara vani. Margt Smátt... Hæð: 197 Skónúmer: 13 Áttu bíl? Já, Nissan Almera. Hvaða bók lastu síðast? Hún heitir Taxi. Það eru svona stuttar reynslusögur leigubílstjóra, ansi skemmtileg bók. Hvaða diskur er í græjunum? Tónleikadiskurinn með Symfóníuhljómsveitinni og Metallica, S&M. Uppáhalds: Hljómsveit? Engin ein sérstök Bíómynd? Shawshank Redemption og Green Mile standa svona uppúr. Leikari? Morgan Freeman, myndirnar sem hann er í eru fínar. Svo er Bill Murray fyndinn. Lið í enska? Liverpool, en það er leiðinlegt að segja frá því. Körfuknattleiksmaður? Enginn sérstakur. Það eru ýmsir sem maður hrífst af, Tim Duncan, Kevin Garnett og fleiri. Matur/Drykkur? Ég ét bara allt sem að kjafti kemur... nema kjötsúpu. Ef þú værir forsætisráðherra í einn dag hvað yrði þitt fyrsta embættisverk? Ætli ég myndi ekki hækka launin hjá sjálfum mér. Ég er svo gráðugur. S P O R T S P J A L L - P á l l A x e l V i l b e r g s s o n Bestur í Grindavík 15. tbl. 2004 umbrot 6.4.2004 15:23 Page 25

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.