Víkurfréttir


Víkurfréttir - 06.05.2004, Qupperneq 6

Víkurfréttir - 06.05.2004, Qupperneq 6
6 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA! F rá árinu 1995 hefur fyr-irtækið Martak ehf. íGrindavík verið starf- rækt, en fyrirtækið smíðar og þjónustar rækjupillunarvélar. Ómar Ásgeirsson stofnaði fyr- irtækið en hann hefur unnið við smíði rækjupillunarvéla frá árinu 1986. Um 40% af fram- leiðslu fyrirtækisins fer til Kanada og er fyrirtækið með sterka stöðu á þeim markaði. Sextán manns vinna hjá fyrir- tækinu og þar af fjórir á skrif- stofu fyrirtækisins í Kanada. Ómar segir að þegar hann starf- aði í Reykjavík sem viðgerðar- maður fyrir rækjupillunarvélar hafi hann séð möguleika á því að framleiða valsara fyrir slíkar vél- ar hér á landi. Ómar segir að vöxtur fyrirtækisins hafi verið nokkuð hraður. „Í dag þjónustum við allar rækjupillunarvélar á landinu. Við erum einnig með góða stöðu í Kanada þar sem við erum með um 60-70% markaðs- hlutdeild á þessu sviði þar í landi,“ segir Ómar en Martak bíður upp á alhliða lausnir varð- andi uppsetningu eða breytingar á rækjuverksmiðjum. „Við höf- um nýlokið við að setja upp eina verksmiðju í Kanada sem tókst mjög vel og í vetur endurskipu- lögðum við rækjuverksmiðju á Sauðárkróki.“ Hluti af starfsemi Martaks felst í að bæta nýtingu og auka afköst vélanna og segir Ómar að lögð hafi verið mikil vinna í það frá upphafi. Nýverið tók fyrirtækið þátt í sjávarútvegssýningunni í Boston í Bandaríkjunum þar sem til sýnis var rækjupillunarvél Martaks. „Við fengum ágætis viðbrögð á sýningunni og það voru margir áhugasamir. Við verðum að átta okkur á því að það er verið að pilla rækju um allan heim og markaðurinn fyrir vélar sem þessar er stór. Við tök- um eitt skref í einu og erum að fikra okkur inn á fleiri markaði,“ segir Ómar en fyrirtækið hefur lagt mikið fjármagn í markaðs- setningu erlendis. Í húsakynnum fyrirtækisins í Grindavík eru rækjupillunarvél- arnar smíðaðar frá grunni. „Það eina sem við smíðum ekki sjálfir eru gír- og rafmagnsmótorar sem notaðir eru í vélarnar,“ segir Ómar en fyrirtækið státar af mjög fullkomnum rennibekkjum og öðrum smíðatækjum sem not- aðir eru við smíði vélanna. Síðustu ár hefur rækjuiðnaðurinn á Íslandi verið í töluverðri lægð og segir Ómar að það sé þekkt að rækjuiðnaðurinn gangi í sveifl- um. Veiðin sé farin að ganga bet- ur á meðan verð afurðanna sé í lágmarki. „Það skiptir máli að hafa ekki öll eggin í einni körfu til að lifa þessar sveiflur af. Starf- semi okkar í Kanada hefur verið að aukast og við horfum bjart- sýnir til frekari markaðssóknar erlendis,“ segir Ómar. ➤ Fyrirtækið Martak ehf. í Grindavík smíðar og þjónustar rækjupillunarvélar: Grindvísk útrás til Kanada ➤ Forsetahjónin heimsóttu Martak ehf. á afmæli Grindavíkurbæjar: Kallinn á kassanum Víkurfréttamynd: Hilmar Bragi Bárðarson Víkurfréttamynd: Jóhannes Kr. KristjánssonÓmar Ásgeirsson eigandi Martaks við framleiðslu fyrirtækisins. Forsetahjónin Ólafur Ragnar Grímsson og Dorrit Mussaieff heimsóttu Martak ehf. þegar þau tóku þátt í hátíðarhöfldum í tilefni af 30 ára afmæli Grindavíkurkaupstaðar á dögunum. Hér kynnir Ómar þeim framleiðslu fyrirtækisins. Á myndinni eru einnig bæjarfulltrúar, bæjarstjóri og þingmenn sem voru í heimsókninni. Á SUNNUDAGINN fór Kallinn á rúnt- inn. Leiðin lá niður á bryggju í Sand- gerði og þar hitti hann fyrir nokkra sjó- ara sem svo sannarlega hafa migið í saltan sjó. Þeir voru hressir, enda hef- ur verið ágætis fiskirí hjá þeim upp á síðkastið. „Nema hvað verðið á helvítis ýsunni er orðið lágt,“ sagði einn þeirra við Kallinn um leið og hann fékk sér í nefið. Og annar bætti við: „Svo er hún út um allan sjó. Maður má ekki dýfa línu niður þá er hún komin á.“ KALLINN RÆDDI við háttsettan mann innan varnarliðsins fyrir stuttu og það voru ekki gleðilegar fréttir sem hann færði Kallinum. Allt útlit er fyrir að á nýju fjárhagsári varnarliðsins sem hefst 1. október verði svipaður niðurskurður og var í nóvember í fyrra. Maðurinn sem Kallinn ræddi við fullyrti að svip- uðum fjölda starfsmanna yrði sagt upp störfum í október eða 105 manns! HVAÐ ER AÐ GERAST? Hvernig geta stjórnmálamenn látið þetta óátalið? Kallinn veit að íslenskir stjórnmála- menn geta ekki hreyft við ákvörðunum bandaríkjastjórnar, en þeir geta komið atvinnumálum á hreyfingu á Suður- nesjum. Tækifærin eru mýmörg og að mati Kallsins þarf aðeins að ýta á eftir verkefnum og gera þau sjálfbær. KALLINN myndi vilja sjá boðað til ráð- stefnu þar sem þessi mál yrðu rædd og í kjölfari yrðu fundnar leiðir til að bæta atvinnuástandið hér á Suðurnesj- um. Kallinn vill sjá tillögur að verkefn- um sem dreift yrði til þingmanna og ráðherra. Kveðja, kallinn@vf.is 19. tbl. 2004 umbrot 5.5.2004 13:49 Page 6

x

Víkurfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.