Víkurfréttir


Víkurfréttir - 06.05.2004, Blaðsíða 18

Víkurfréttir - 06.05.2004, Blaðsíða 18
G ert hefur verið tilboð ídraugaskipið Krist-björgu VE sem legið hefur í Njarðvíkurhöfn um árabil. Einnig hefur verið gert tilboð í prammann sem legið hefur við höfnina síðustu þrjú ár. Fyrirtækið sem gert hefur tilboð í draugaskipin er danskt og ætlar sér að nota skipin til niðurrifs í brotajárn. Kristbjörgin VE hefur legið við höfn í Njarðvík um árabil mörg- um til mikils ama. Að sögn Pét- urs Jóhannssonar hafnarstjóra í Reykjanesbæ eru menn þar á bæ fegnir að loks sjái fyrir endann á því að skipin liggi þarna við fest- ar. Pramminn sem Danirnir hafa gert tilboð í var notaður við grjótflutninga í grjótvarnargarð við Keflavíkurhöfn. Pramminn hefur reynst dauðagildra fyrir æðarfugl, en tilkynnt hefur verið um nokkra fugla sem drepist hafa með því að kafa undir prammann og festast þar undir. Gert er ráð fyrir að skipin fari úr höfninni í sumar. 18 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA! Nýja Klippótek er flutt Höfum opnað á nýjum stað að Hafnargötu 52 (við hlið R.Ó.) 15% opnunartilboð á Joico og Matrix hársnyrtivörum til 15. maí n.k. Verið velkomin Feðgarnir Heimir Haf-steinsson og faðir hansHafsteinn Sæmundsson eru saman á bátnum Trylli GK-600 og að sögn beggja gengur samstarfið ágætlega. Þegar Víkurfréttir voru á ferð í Grindavík á dögunum voru þeir í óða önn að ganga frá afla dagsins. „Fiskiríið hefur versnað síðustu dagana. Við vorum með 700 til 800 kíló eftir þennan róður,“ sagði Hafsteinn en hann hefur verið á sjónum frá 14 ára aldri. Hafsteinn er 67 ára gamall og menntaður skipstjóri og vélfræð- ingur. Heimir sonur hans sagði að það styttist í vertíðinni og að báturinn yrði tekinn á þurrt í sumar. „Við róum á bátnum yfir vertíðina en tökum hann svo upp.“ Aðspurður hvernig sam- starfið við föður sinn gengi sagði Heimir að það væri bara mjög gott. Hafsteinn sagði að lítill sem enginn ágreiningu væri milli þeirra feðga. „Bara merkilegt nokk,“ sagði Hafsteinn brosandi en í sumar mun hann leysa af á Sunnuberginu. ➤ Gömul skip í Njarðvíkurhöfn heyra brátt sögunni til: Feðgar á sjó í Grindavík Feðgarnir Hafsteinn og Heimir stilltu sér upp fyrir myndatöku á bryggj- unni í Grindavík þar sem þeir voru að ganga frá afla dagsins, sem var heldur rýr að sögn beggja. Tilboð gerð í drauga- skip í Njarðvíkurhöfn VÍKURFRÉTTIR//1. maí • baráttudagur verkalýðsins Tónleikar fyrir eldri borgara á Suðurnesjum Karlakór Keflavíkur lýkur starfsári sínu með því að bjóða öllum eldri borgurum á Suð- urnesjum til tónleika í listasal Duus-húsa í Keflavík föstudaginn 7. maí kl. 20.00. Verkalýðsfélag Grindavíkur bauð félagsmönnum sínum til kaff- isamsætis á baráttudegi verkalýðsins, 1. maí. Kaffisamsætið var vel sótt og voru meðfylgjandi teknar við þetta tækifæri. 19. tbl. 2004 umbrot 5.5.2004 14:40 Page 18

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.