Víkurfréttir


Víkurfréttir - 06.05.2004, Blaðsíða 24

Víkurfréttir - 06.05.2004, Blaðsíða 24
24 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA! Sýslumaðurinn í Keflavík Vatnsnesvegi 33, 230 Keflavík, s: 4202400 UPPBOÐ Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim sjál- fum, sem hér segir Akurhús 1, fnr. 209-5827, Garður, þingl. eig. Kristinn Ingi Valsson, gerðarbeiðendur Gerðahreppur og Íbúðalána- sjóður, miðvikudaginn 12. maí 2004 kl. 10:15. Greniteigur 49, Keflavík, þingl. eig. Birgir Stefánsson og Katrín Karen Þorbjörnsdóttir, gerðar- beiðandi Íbúðalánasjóður, miðvikudaginn 12. maí 2004 kl. 10:00. Hólagata 1b, fnr. 226-1684, Vogum, þingl. eig. Pétur Geir Óskarsson, gerðarbeiðandi Íbúðalánasjóður, miðvikudaginn 12. maí 2004 kl. 14:15. Lóð úr landi Innri Njarðvíkur, fnr. 209-4288, þingl. eig. Anton Hjaltason, gerðarbeiðandi Reykjanesbær, miðvikudaginn 12. maí 2004 kl. 11:30. Minni Vatnsleysa, fnr. 209-6183, Vogar, þingl. eig. Þb. Ali ehf, gerðarbeiðandi Vatnsleysu- strandarhreppur, miðvikudaginn 12. maí 2004 kl. 15:00. Stafnesvegur 12, fnr. 225-7107, Sandgerði, þingl. eig. Jóhanna B Kristjánsdóttir, gerðarbeiðandi Íslandsbanki hf,útibú 542, miðvikudaginn 12. maí 2004 kl. 11:00. Suðurgata 1, fnr.209-5005, Sandgerði, þingl. eig. Jóhanna B Kristjánsdóttir, gerðarbeiðandi Íslandsbanki hf,útibú 542, miðvikudaginn 12. maí 2004 kl. 10:30. Suðurgata 24, fnr. 209-5107, eignarhluti Gunnars Inga Ingimundarsonar, Sandgerði, þingl. eig. Linda Gústafsdóttir og Gunnar Ingi Ingimundarson, gerðarbeiðendur Kaupþing Búnaðarbanki hf og T.M.Mosfell ehf, miðvikudaginn 12. maí 2004 kl. 10:45. Tjarnargata 24, fnr. 209-6544, Vogar, þingl. eig. Anna Sigríður Hólmsteinsdóttir, gerðarbeiðandi Vatnsleysustrandarhreppur, miðvikudaginn 12. maí 2004 kl. 14:30. Túngata 12, 0101, fnr. 209-2428, Grindavík, þingl. eig. Friðþjófur Bergmann, gerðarbeiðendur Íbúðalánasjóður og Lífeyrissjóðir Bankastræti 7, miðvikudaginn 12. maí 2004 kl. 13:45. Vesturbraut 16, fnr. 209-2473, Grindavík, þingl. eig. Óskar Meldal Gíslason, gerðarbeiðandi Íbúðalánasjóður, miðvikudaginn 12. maí 2004 kl. 13:30. Sýslumaðurinn í Keflavík, 4. maí 2004. Jón Eysteinsson Borðaðu þig granna(n) P úlsinn ævintýrahús býður upp á fræðslukvöld með íslenskuvigtarráðgjöfunum úr Garðabæ næstkomandi mánudags-kvöld 10. maí klukkan 21. Það er Kristín V. Óladóttir, hjúkrunarfræðingur sem leiðir þennan hóp á Íslandi en hug- myndin kemur frá Danmörku. Hún náði af sér 28 kg. á aðeins 7 mánuðum með því að borða rétt samansett fæði. Ef þig langar til að breyta matarvenjum þínum og léttast um leið, þá er Kristín með ráð sem dugað hafa mjög vel. Hún mun kynna íslenska klúbbinn og fræða gesti um leið. Skráning er nauðsynleg á www.pulsinn.is eða í S. 848 5366, þetta fræðslukvöld í Púlsinum og miðaverð er kr. 1.000. KEFLAVÍKURKIRKJA: Þriðjudagur 11. maí: Alfahópur kemur saman í Kirkjulundi kl. 12-15. Léttur málsverður, sam- félag og fræðsla um kristna trú. Einnig verður komið inn á stöðu atvinnulausra. Umsjón: María Hauksdóttir. Styrktaraðilar eru VSFK, Verslunarmannafélagið og Iðnsveinafélagið ásamt Kefla- víkurkirkju. - Allir velkomnir. Sunnudagur 16. maí: 5. sunnu- dagur eftir páska. Barnaguðs- þjónusta kl. 11. A:Jer. 29.11- 14a, 1. Tím. 2.1-6, Jóh. 16.23b- 30. Öll fimm ára börn í Keflavík eru boðin til kirkju ásamt foreldr- um. Sr. Helga Helena og starfs- fólk sunnudagaskólans afhenda þeim bókina KATA OG ÓLI FARA Í KIRKJU. Meðhjálpari:; Leifur A.. Ísaksson. Léttur hádegisverður í Kirkjulundi eftir barnaguðsþjónustuna og aðal- safnaðarfundur Keflavíkursóknar hefst kl. 13. Þriðjudagur 18. maí: Alfahópur kemur saman í Kirkjulundi kl. 12-15 í síðasta sinn að þessu sinni. Léttur málsverður, sam- félag og fræðsla um kristna trú. Ólafur Oddur Jónsson mun fjalla um áhrif atvinnuleysis á sam- félög og einstaklinga. Umsjón: María Hauksdóttir VAFK, Verslunarmannafélagið og Iðnsveinafélagið ásamt Kefla- víkurkirkju. - Allir velkomnir. YTRI- NJARÐVÍKURKIRKJA. Tónlistarguðsþjónusta 9. maí kl. 20. Kór Ytri-Njarðvíkurkirkju flytur fjölbreytt og skemmtileg tónverk eftir íslenska og erlenda höfunda. Kórstjóri og organisti er Natalia Chow Hewlett. Allir hjar- tanlega velkomnir. Baldur Rafn Sigurðsson HVALSNESKIRKJA Sunnudagurinn 9. maí Hvalsnes- kirkja 4. sd. eftir páska Guðsþjónusta kl. 11. Kór Hvalsneskirkju syngur. Organisti Steinar Guðmundsson. ÚTSKÁLAKIRKJA Sunnudagurinn 9. maí. 4. sd. eftir páska Guðsþjónusta kl. 14 Kór Útskálakirkju syngur. Organisti Steinar Guðmundsson. GARÐVANGUR Helgistund kl. 15:30. Sóknarprestur, Björn Sveinn Björnsson. KÁLFATJARNARKIRKJA í Vatnsleysustrandarhreppi Messa sunnudaginn 9. maí kl. 14.00. 111 ára afmæli Kálfatjarn- arkirkju. Prestur sr. Kristín Þór- unn Tómasdóttir, ræðumaður Þráinn Bertelsson. Kirkjukór Kálfatjarnarkirkju syngur undir stjórn Frank Herlufsen. Kaffisala kvenfélagsins Fjólunnar í félags- heimilinu Glaðheimar í Vogum eftir messu. HVITASUNNUKIRKJAN KEFLAVÍK. Sunnudagar kl. 11:00 Lofgjörðarsamkoma Þriðjudaga kl. 19.00 Bænasamkoma Fimmtudaga kl. 20:00 Vakningarsamkoma www.gospel.is BAPTISTA KIRKJAN Á SUÐURNESJUM Sunnudagar: Sunnudagaskóli: kennsla úr Biblíunni, leikir, söngur, nesti. Börn 10 ára og eldri: kl. 12.00- 13.30. Börn 9 ára og yngri: kl. 14.30-16.00. Fimmtudagar: Fræðsla f. fullorðna kl. 19.00- 20.00. Allir velkomnir. Líttu inn! Patrick Weimer- prestur/prédikari Iðavöllum 9 e.h., Keflavík (fyrir ofan Dósasel) Sími: 847 1756. ➤ Púlsinn, Sandgerði: ➤ Njarðvíkurbraut 51-55 R eykjanesbær tapar 32milljónum króna vegnabæjarábyrgðar sem veitt var Hauki Guðmundssyni árið 1996. Ábyrgðin var veitt fyrir 15 milljóna króna skuldabréfi sem Haukur Guðmundsson var útgefandi að. Vegna van- goldinna fasteignagjalda upp á rúmar 14 milljónir króna keypti Reykjanesbær húsnæði Íshúsfélags Njarðvíkur að Njarðvíkurbraut 51-55 á loka- uppboði þann 12. nóvember sl. fyrir 24 milljónir króna. Nokkur átök urðu um málið í bæjarráði og bæjarstjórn Reykja- nesbæjar. Á fundi bæjarráðs 16. október 1996 féllu atkvæði jöfn við afgreiðslu málsins. Á fundi bæjarstjórnar þann 5. nóvember sama ár var bæjarábyrgðin sam- þykkt með 5 atkvæðum þeirra Jóhanns Geirdals, Kristjáns Gunnarssonar, Steindórs Sig- urðssonar, Björns H. Guðbjörns- sonar og Sólveigar Þórðardóttur. Á móti voru Jónína Sanders, Björk Guðjónsdóttir og Þorsteinn Erlingsson. Ellert Eiríksson, Drífa Sigfúsdóttir og Anna Mar- grét Guðmundsdóttir sátu hjá við afgreiðslu málsins. Nauðsynlegt að kaupa húsnæðið Að sögn Árna Sigfússonar, bæj- arstjóra Reykjanesbæjar, er nú í skoðun að leigja húsnæðið til Hauks Guðmundssonar en hann er sá sami og fékk ábyrgðina á sínum tíma. Árni segir að nauð- synlegt hafi verið að kaupa hús- næðið þar sem að bærinn hefði ekki fengið fasteignagjöldin end- urgreidd og einnig vegna þess að ábyrgðaskuldin stóð. Þess vegna hafi verið vert að skoða mögu- leika Reykjanesbæjar á útleigu á þessu húsnæði. Telur Árni að það muni skýrast á allra næstu vikum hvort að Hauki Guðmundssyni takist að skapa atvinnu í húsinu. En það er ekki á dagskrá bæjar- ins að leggja fjármuni í þá starf- semi. Eðlilegt að veita bæjarábyrgð á þess- um tíma Jóhann Geirdal, bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar, vill taka það skýrt fram að á þeim tíma sem tillagan var flutt fram þá hafi ver- ið hópur á bakvið hana en hann mælti með henni. Jóhann segir að á þessum tíma, þ.e.a.s. árið 1996, voru fyrirtæki sem þessi varla reist án svona ábyrgðar. Segir hann að bæjarstjórnin hafi gert þetta í fleiri tilvikum og að sumar ábyrgðir hafi þeir fengið í hausinn en sumar ekki. Tvívegis var beiðni Hauks Magnússonar tekin fyrir en í síðara skiptið var hún samþykkt. Um það vill Jó- hann segja að einhver klofningur hafi verið innan meirihlutans því hópurinn sem mælti með tillög- unni hafi verið í minnihluta. -hörð átök í bæjarstjórn vegna málsins fyrir 8 árum. Reykjanesbær tapar tugum milljóna á bæjarábyrgð Þórunn Maggý með skilaboð að handan Þ órunn Maggý Guð-mundsdóttir miðillmun starfa hjá Sálar- rannsóknafélagi Suðurnesja fimmtudaginn 13. maí nk. Tímapantanir eru í síma fé- lagsins, 421 3348. KIRKJUSTARF UPPBOÐ 19. tbl. 2004 umbrot 5.5.2004 15:05 Page 24

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.