Víkurfréttir


Víkurfréttir - 06.05.2004, Page 21

Víkurfréttir - 06.05.2004, Page 21
VÍKURFRÉTTIR I 19. TÖLUBLAÐ 2004 I FIMMTUDAGURINN 6. MAÍ 2004 I 21                         Börn í 2. bekk Njarðvíkurskóla fengu íslenska fánann að gjöf frá skátahreyfingunni á Íslandi. Frá 1998 hefur Bandalag ís- lenskra skáta gefið öllum börnum í 2. bekk í grunnskólum landsins fallega fánaveifu ásamt fánabæklingi sem fræðir börnin og fjölskyldur þeirra um sögu fánans og fánareglur. Skátar á Íslandi hafa ávallt staðið vörð um íslenska fánann. Á 50 ára lýðveldisafmæli Íslands 1994 fór skátahreyfingin af stað með fánaverkefni undir heitinu „Íslenska fánann í önd- vegi“. Á því ári gaf skátahreyfingin öllum grunnskólabörnum íslenska fánaveifu, íslenska fánann á lítilli handstöng til notkunar við sem flest tækifæri. Megin tilgangur verkefnisins var að upplýsa almenning um sögu íslenska fánans, með- ferð hans og síðast en ekki síst að hvetja til almennar notkunar fánans með slagorðinu „flöggum á fögrum degi“. Frá þessu er greint á vef Njarðvíkurskóla. Kosningum til nýrrarstjórnar NemendafélagsFjölbrautaskóla Suður- nesja lauk síðastliðinn föstudag en kjósa þurfti tvisvar vegna þess að hnífjafnt var í nokkrar stöður. Rakel Lárusdóttir var kosin gjaldkeri N.F.S. en hún er ein af fjórum stelpum sem kosnar voru og er skemmtilegt að sjá svona margar stelpur í stjórn. Þetta er í eitt af þeim fáu skiptum sem meirihluti stjórnar er skipaður stelpum. VF tók stutt spjall við Rakel um félagslífið. Hvernig finnst þér árið hafa gengið hjá fráfarandi stjórn N.F.S.? Þetta er búið að ganga ágætlega, stjórnin reyndi að rífa þetta upp með ágætum árangri en stór hluti af stjórninni tók þátt í leikritinu Bláu augun þín sem skólinn setti upp þannig að lítill tími gafst til þess að rífa þetta upp almenni- lega. Böllin hafa verið fín og að sjálfsögðu leikritið frábært en það tel ég vera toppinn á þessu námsári. Er á dagskrá að setja á svið nýtt leikrit? Já, ég ætla svo sannarlega að berjast fyrir því að annað leikrit verði sett á svið á vorönn árið 2005. Hverju munt þú beita þér fyrir sem gjaldkeri N.F.S.? Ég ætla mér að koma reglu á fjármál félagsins en lítill tími virðist hafa farið í það á síðast- liðnu ári. Mikilvægt er fyrir N.F.S. að hafa fjármál sín á hreinu svo hægt sé að tryggja að peningum sé ekki eytt í vitleysu. Hvað mun stjórnin leggja áherslu á þegar nýtt skólaár byrjar? Félagsgjöld og mórall er númer eitt, tvö og þrjú. Til að tryggja traust félagslíf þarf virka þáttöku nemandans en N.F.S. leggur mjög mikið upp úr því að sem flestir nemendur borgi félags- gjöldin því það fjármagn er not- að í skemmtanir og uppákomur fyrir nemendur. Félagsgjöldin eru ekki há en þau tryggja nem- andanum ýmis fríðindi þar á meðal lægra verð á skemmtanir. Eru einhverjar nýjungar sem líta dags- ins ljós? Það eru ýmsar hugmyndir sem verið er að vinna að og verður skemmtilegt að sjá hvernig þetta mun koma út þegar haustið nálg- ast. Viltu segja eitthvað að lokum til nem- enda í FS? Endilega, hvort sem þið eruð ný- nemar eða eldri nemar, borgið þessa litlu fjárhæð sem félags- gjöldin eru og þannig stuðla að uppbyggingu nemendafélagsins en þessi fjölbrautaskólaár eiga að vera þau skemmtilegustu í lífi ykkar. Stelpustjórn í nemendafélagi FS Rakel Lárusdóttir var kosin gjaldkeri N.F.S. Fengu íslenska fánann að gjöf VÍKURFRÉTTIR//skólamál Ví ku rfr ét ta m yn d: A tli M ár G ylf as on FRÉTTAVAKT 898 2222 O P I Ð A L L A N S Ó L A R H R I N G I N N - A L L A D A G A V I K U N N A R 19. tbl. 2004 umbrot 5.5.2004 13:54 Page 21

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.