Víkurfréttir


Víkurfréttir - 07.07.2004, Blaðsíða 4

Víkurfréttir - 07.07.2004, Blaðsíða 4
4 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA! Halldór Ásgrímsson, ut-anríkisráðherra, tók áföstudag formlega í notkun glæsilegan innritunar- sal í Flugstöð Leifs Eiríkssonar eftir 1.000 fermetra stækkun til vesturs. Nýi innritunarsalur- inn skapar farþegum og starfs- fólki í flugstöðinni stóraukið og þægilegt athafnarými og skil- yrði til hraðari, skilvirkari og betri þjónustu. Framkvæmdir hófust í janúar síðastliðnum og þeim lauk á tilsettum tíma. Starfsumhverfi bílaleigufyrir- tækja hefur einnig verið verulega bætt við komuhlið. Bílastæðum var fjölgað um 500 við austurhlið flugstöðvarinnar og aðkomuleið- um breytt. Malbikuðum stæðum hefur því fjölgað úr tæplega 100 í 500. Stækkun innritunarsalarins er lið- ur í umfangsmikilli fram- kvæmdaáætlun til tveggja ára sem miðar að því að auka hús- rými og breyta skipulagi í Flug- stöðinni svo anna megi fjölgun farþega sem leið eiga um Kefla- víkurflugvöll. Í haust hefjast framkvæmdir við að stækka móttökusal komufar- þega til austurs um 1.000 fer- metra og auka við rými fríhafnar- verslunar í norðurbyggingu. Þá er á dagskrá að stækka og endur- skipuleggja brottfarasvæði á 2. hæð. Framkvæmdum á að ljúka snemmsumars 2005. Heildar- kostnaður við stækkun og breyt- ingar í Flugstöðinni á árunum 2004 og 2005 er áætlaður allt að 1,2 milljörðum króna. Glæsilegur innritunarsalur tekinn í notkun í Flugstöð Leifs Eiríkssonar Til leigu er efri hæ ð, skrifstofuhluti Aðalstöðvarinnar í Keflavík, Hafnargata 86. Um er að ræ ða alls 166 m 2. Húsið er nú þegar innréttað fyrir skrifstofur. Hentar vel fyrir ým sa starfsem i s.s. tæ kni- eða sölustörf. Skrifstofan er til leigu nú þegar. Þeim sem hafa áhuga á að skoða fasteignina og gera tilboð er bent á að hafa sam band við Guðm und Tryggva Sigurðson hjá Olíufélaginu ehf. Sím i 560 3300. Til leigu í Keflavík Markaðsátaki í ferðaþjónustu á Reykjanesi hrundið af stað ➤ Flugstöðin á Keflavíkurflugvelli: ➤ Reykjanesið kynnt á útvarpsstöðvum: ➤ Elsta hvalaskoðun landsins í Reykjanesbæ: H rundið hefur verið afstað markaðsátaki fyrirReykjanes undir slag- orðinu „Ísland sækjum það heim.“ Að átakinu standa Samband Sveitarfélaga á Suð- urnesjum. Ferðamálaráð, ferðaþjónustufyrirtæki á Reykjanesi og Upplýsingamið- stöð Reykjaness. Um helgina hófst átakið með birtingu 40 mismunandi útvarps- auglýsinga sem munu hljóma á Rás 2 og Bylgjunni. Auglýsing- arnar höfða allar til hins almenna ferðamanns og eru til að efla ímynd Reykjaness og kynna ferðaþjónustu á svæðinu. Ferðaþjónustuaðilum á Reykja- nesi var boðin þátttaka í átakinu fyrir ákveðna peningaupphæð og fengu í staðinn nafn síns fyrir- tækis nefnt en að öðru leyti verð- ur Reykjanesið kynnt í heild sinni. Lögð verður áhersla á að kynna Upplýsingamiðstöð Reykjaness og þá þjónustu sem hún hefur upp á að bjóða. Rannveig L. Garðarsdóttir, verk- efnastjóri Upplýsingamiðstöðvar Reykjaness, segir að hugmyndin hafi komið frá Upplýsingamið- stöð Reykjaness og að þau hafi fengið SSS með sér í lið. Ferða- þjónustufyrirtæki á svæðinu tóku einnig virkan þátt ásamt því sem að sótt var um samstarf við ferðamálaráð. „Við höfum fengið mjög jákvæðan hljómgrunn vegna auglýsinganna,“ sagði Rannveig í samtali við Víkur- fréttir. Tók hún einnig fram að þetta væri liður í langtíma verk- efni á svæðinu. Moby Dick hvalaskoðunverður 10 ára þann10. júlí næstkomandi. Af því tilefni er Reyknesbæing- um boðið sérstakt afmælistil- boð sem hljóðar upp á 50% af- slátt af venjulegu verði og gild- ir tilboðið frá 12. til 17. júlí. Helga Ingimundardóttir sem rek- ið hefur hvalaskoðunina frá upp- hafi segir að sést hafi til hvala eða höfrunga í öllum ferðum nema þremur frá byrjun apríl. „Í ferðunum sem við erum að fara um þessar mundir er búið að vera mikið af hnúfubak sem getur orðið allt að 15 metrar að lengd og 45 tonn að þyngd,“ sagði Helga í samtali við Víkurfréttir. Moby Dick hvalaskoðun er nú elsta starfandi hvalaskoðunin á Íslandi og er sjávarlíffræðingur með í hverri ferð til að segja frá því sem fyrir augu ber. Hægt er að kaupa léttar veitingar um borð og velja um að vera inni í björt- um rúmgóðum sal eða standa á dekkinu og hjálpa til að leita að dýrunum. Mest hefur verið af þeim í Garðsjó og jafnvel stund- um svo að hægt er auðveldlega með góðum kíki að sjá þá frá landi. Fyrirtækið hefur fyrir skemmstu opnað skrifstofu að Hafnargötu 79 þar sem hægt er að fá upplýs- ingar um ferðirnar og einnig er hægt að hringja í síma 421 7777 og 800 8777. Moby Dick fagnar 10 ára afmæli Þessi skemmtilega mynd var tekin af Jónasi Steinarssyni 7 mánaða og Rósu frænku hans. Frændsystkynin tóku sig vel út í sólskyninu með þessi líka fínu sólgleraugu á nebban- um. Ansi krúttleg mynd og litli kút- urinn er eins og Arabíu Lawrence með þennan hatt á hausnum. Þessi dama er þriggja ára og þess vegna með þrjár duddur! Símamyndir Fyrir stuttu auglýstu Víkurfréttir eftir skemmtilegum símamyn- dum frá lesendum og hér eru tvær þeirra birtar. Víkurfréttir hvetja lesendur að senda myndir á netfagnið johannes@vf.is Jórunn Pálmadóttir, Suðurgötu 49, Keflavík, ✝ andaðist á heimili sínu laugardaginn 3. júlí. Útför hennar fer fram frá Keflavíkurkirkju, föstudaginn 9. júlí kl.14:00. Okkar ástkæra Halla Tómasdóttir, Pálmi B. Einarsson, Linda Björk Pálmadóttir, Þórdís Halla Gunnarsdóttir, Finna Pálmadóttir, Guðjón Á. Antoníusson, Tómas Pálmason, Jón N. Hafsteinsson, Halldís Bergþórsdóttir, Tómas Tómasson, Finna Pálmadóttir og aðrir aðstandendur. 28. tbl. 2004 - 24Loka 7.7.2004 13:29 Page 4

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.