Víkurfréttir


Víkurfréttir - 07.07.2004, Blaðsíða 6

Víkurfréttir - 07.07.2004, Blaðsíða 6
6 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA! • KJARNABORUN • MÚRBROT • TÆKJALEIGA Gerum föst verðtilboð í öll verk, stór sem smá! JÓN HELGASON SÍMI 824 6670STEYPUSÖGUN stuttar f r é t t i r Marineruð lúða og lax á grillið Stöðvaður á 160 ■ Lögreglan í Keflavík stöðv- aði ökumann á 160 km hraða á Strandarheiði á Reykjanesbraut aðfararnótt mánudagsins. Átta ökumenn voru stöðvaðir fyrir hraðakstur á brautinni frá klukk- an 00:55 til rúmlega tvö sun- nudagsnóttina. Sjö hávaðaútköll um helgina ■ Lögreglan í Keflavík hafði afskipti af nokkrum krökkum í Reykjanesbæ á föstudagskvöld vegna brota á útivistarreglum. Aðfararnætur laugardags og sunnudags fékk lögreglan í Keflavík sjö útköll þar sem kvartað var undan hávaða í heimahúsum. Að öðru leyti var helgin róleg, enda um næst- stærstu ferðahelgi landsins að ræða. Mannlaus bíll fór á Hafnargöturúntinn ■ Mannlaus bíll rann úr bíla- stæði við Hafnargötuna og fór þvert yfir götuna og hafnaði þar á öðrum bíl í bílastæði framan við tryggingafélagið Sjóvá Al- mennar. Að sögn lögreglu varð tjónið ekki mikið. Annars hefur verið lítill erill hjá lögreglu- mönnum, að sögn varðstjóra. Ók ölvaður á stöðvunarskilti ■ Ekið var á stöðvunarskilti á gatnamótum í Grindavík um klukkan fjögur aðfararnótt föstu- dagsins. Ökumaður sem grunað- ur er um ölvun við akstur missti stjórn á bifreið sinni með þeim afleiðingum að hún fór á skiltið sem brotnaði við áreksturinn. Olía lak úr bifreiðinni eftir áreksturinn og dreifðist um göt- una. Ökumaður bifreiðarinnar hélt af vettvangi fótgangandi en náðist skömmu síðar. Bæjarráð Garðs tekur und- ir áskorun um flýtingu framkvæmda við Reykja- nesbraut ■ Á fundi bæjarráðs Garðs 30.júní s.l. lá fyrir bréf frá 3.flok- ki karla og kvenna í Víði og Reyni varðandi áskorun um flýt- ingu framkvæmda við tvöföldun Reykjanesbrautar. Bæjarráð fagnar frumkvæði Víðis og Reynis í þessu máli og tekur heilshugar undir áskorunina. Á fundi bæjarráðs Garðsvar eftirfarandi fært tilbókar: Gerð var grein fyrir fundi bæjarstjóra og varaforseta bæjarstjórnar með heilbrigðisráðherra og emb- ættismönnum ráðuneytisins um stöðu og uppbyggingu öldrunarmála á Suðurnesjum. Einnig lá fyrir útskrift úr fundar- gerð Bæjarráðs Reykjanesbæjar frá 24.06.04(18.mál) „Tilkynning heilbrigðisráðuneytisins v/hjúkr- unarheimilis.Upplýst var að við- ræðuhópi hefur verið komið á með bæjarstjóra Reykjanesbæj- ar,framkvæmdastjóra DS og full- trúum ráðuneytisins.“ Miðað við yfirlýsingar heilbrigð- isráðherra að litið yrði á Suður- nesin sem heild þegar ákvörðun yrði tekin um uppbyggingu öldr- unarheimila og með tilliti til þess að núverandi hjúkrunarheimili DS,Garðvangur, er staðsett í Garði óskar bæjarráð eindregið eftir því við ráðherra að fulltrúi bæjaryfirvalda verði tilnefndur í viðræðuhópinn. Garðmenn skora á heilbrigðisráðherra Eins og birst hefur í ne tú tgá fu Víkurfrétta hefur verið s to fnaður undirbún- ingshópur vegna bygg- ingar hjúkr- unarheimilis í Reykjanesbæ. Þessi hópur er skipaður fulltrúum heilbrigðisráðuneytis, bæjarstjóra Reykjanesbæjar ásamt fram- kvæmdastjóra DS, sem rekur Garðvang í Garði og Hlévang í Reykjanesbæ. Ég vænti þess að fulltrúi DS sé skipaður í stjórn DS sem fagaðili þ.e.a.s til þess að veita upplýsingar um þörf fyr- ir hjúkrunarrými og slíkt. Nú bregður svo við að Garðmenn hafa óskað eftir því að fá skipað- an fulltrúa í þessa nefnd á grund- velli þeirra meintu skoðunar heil- brigðisráðuneytisins að litið sé á Suðurnes sem eitt svæði þegar kemur að öldrunarmálum. Bæj- arstjóri Garðs ásamt varaforseta hafa átt fund með heilbrigðis- ráðuneytinu vegna öldrunarmála og ég hef það fyrir víst að þar hafi þeir lagt mikla áherslu á áframhald uppbyggingar öldrun- arþjónustu í Garði í stað þess að hefja nýbyggingu í Reykjanesbæ. Slíkt væri hagkvæmara. Félagsmálaráðuneytið hefur lagt áherslu á sameiningu sveitarfé- laga á sama atvinnusvæði, en á það hefur bæjarstjórn Garðs ekki viljað hlusta. Hins vegar leyfa þeir sér að óska eftir setu í nefnd sem stofnuð er til þess eins að skoða möguleika á byggingu hjúkrunarheimilis í Reykjanes- bæ, og nota til þess sams konar rök og félagsmálaráðuneytið um að Suðurnesin séu eitt svæði. Hvað vakir fyrir Garðmönnum? Ætla þeir að reyna að koma í veg fyrir að byggt verði hjúkrunar- heimili fyrir aldraða í Reykjanes- bæ? Guðbrandur Einarsson bæjarfulltrúi í Reykjanesbæ Hvað vakir fyrir Garðmönnum? ➤ Guðbrandur Einarsson skrifar: ➤ Málefni aldraðra á Suðurnesjum: Það voru skrautlegir krakkar sem skriðu út úr Fjörheimum í vikunni en þau voru öll klædd í sannkölluð furðuföt. Krakkarnir voru á leikjanámskeiði Fjör- heima. Krökkunum líkuðu fötin vel og þarna mátti sjá sjóræningja, Batman sást bregða fyrir; þarna voru prinsessur og prinsar; kúrekar og hefðarmeyjar svo eitthvað sé upp talið. Krakkarnir stilltu sér að sjálfsögðu upp fyrir mynda- töku og eins og sjá má á myndinni var hópurinn litríkur. 24 TÍMA FRÉTTAVAKT 898 2222 Skrautlegir krakkar ➤ Fjölbrautaskóli Suðurnesja: S kapast hefur vandræða-ástand í FjölbrautaskólaSuðurnesja en aldrei hafa fleiri sótt um skólavist þar áður. 960 nemendur sóttu um í dagsskóla og 160 í öldunga- deildina. Ekki er vitað hvort allir komast að vegna þess að enn er óvíst um fjárveitingar til framhaldsskólanna. Ólafur Jón Arnbjörnsson, skóla- meistari Fjölbrautaskóla Suður- nesja, sagði í samtali við Víkur- fréttir að óvíst væri um inntöku allra þeirra sem sóttu um skóla- vist eftir 11. júní en þá rann um- sóknarfrestur í skólann út.Nem- endum í 10. bekk grunnskólanna hafa boðist að taka svokalla „flýtiáfanga“ undanfarin ár en þá taka þeir til að mynda stærð- fræði 103 eða ensku 103 með grunnskólanum. Ekki er víst hvort það verður boðið upp á þessa áfanga í haust. Að sögn Ólafs skýrast þessi mál í ágúst þegar fjárveitingar verða ákveðn- ar. Óvíst um fjárveitingar 28. tbl. 2004 - 24Stefan7 7.7.2004 12:45 Page 6

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.