Víkurfréttir


Víkurfréttir - 07.07.2004, Blaðsíða 2

Víkurfréttir - 07.07.2004, Blaðsíða 2
Alls bárust 50 lög íLjósalagskeppnina semhaldin er í tengslum við Ljósanótt í Reykjanesbæ 2004 og úr þeim hafa 10 verið valin til úrslita. Þetta er í þriðja sinn sem keppnin er haldin og er skemmst að minnast vinningslagsins frá í fyrra, „Ljóssins englar“, í flutn- ingi Ruthar Reginalds. Dómnefndina skipuðu Jón Ólafs- son, Guðbrandur Einarsson, Baldur Guðmundsson og Stefán Hjörleifsson og þeim til halds og trausts voru Íris Jónsdóttir fulltrúi menningar-, íþrótta- og tóm- stundaráðs Reykjanesbæjar og Valgerður Guðmundsdóttir menningarfulltrúi Reykjanesbæj- ar. Það var samdóma álit dómnefnd- ar að erfitt hefði verið að velja úr innsendum lögum því mikið úr- val góðra laga hafði borist. Eftir miklar vangaveltur voru 10 lög valin í úrslitakeppnina sem hald- in verður í Stapa í lok ágúst. Lögin sem valin voru til úrslita í Ljósalagskeppninni 2004. Mín ást Lag: Elvar Gottskálksson Texti: Valur Ármann Gunnars- son Ástin er ótrúleg Lag og texti: Bryndís Sunna Valdimarsdóttir Þessa einu nótt Lag og texti: Védís Hervör Árnadóttir My heart´s finally back on solid ground (Ath. íslenskur texti í vinnslu) Lag og texti: Ingvi Þór Kor- máksson María Lag: Magnús Kjartansson Texti: Kristján Hreinsson Ástaróður Lag: Hreimur Örn Heimisson Texti: Vilhjálmur S.V. Sigur- jónsson Aðeins eina nótt Lag og texti: Örlygur Smári Loforðin Lag: Halldór Guðjónsson Texti: Þorsteinn Eggertsson Ljósadans Lag: Halldór Guðjónsson Texti: Kristján Hreinsson Völd Lag: Halldór Guðjónsson Texti: Þorsteinn Eggertsson 2 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA! Garðaúðunin SPRETTUR Upplýsingar í símum 421 2794, 821 4454 og 820 2905 Úða gegn roðamaur og óþrifum á plöntum. Eyði illgresi úr gras- flötum. Eyði gróðri úr stéttum og innkeyrslum. Leiðandi þjónusta. c/o Sturlaugur Ólafsson Getum bætt við okkur nokkrum lóðum í snyrtingu, kantskurð, slátt og bætt mold í beð. Upplýsingar í síma 821 4454 ÚÐA SAMDÆGURS EF ÓSKAÐ ER... OG EF VEÐUR LEYFIR 10 ljósalög í úrslit Bæjarstjórn Árborgar ogfulltrúar Hitaveitu Suð-urnesja h/f hafa sam- þykkt að HS kaupi rafveitu- hluta Selfossveitna. Umsamið söluverð er 615 milljónir króna. Kaupsamningur með fullnaðar- útfærslu allra þeirra atriða er kaupin varða og þjónustusamn- ingar sem kaupunum fylgja verða lagðir fyrir viðkomandi bæjaryfirvöld í Árborg og hlut- hafafund HS til staðfestingar áður en kaupin taka formlega gildi. Stefnt er að því að samn- ingar milli aðila geti tekið gildi eigi síðar en 1. september 2004. Andvirði hins selda hluta verður að 2/3 hlutum greitt með pening- um og 1/3 hluta með hlutabréf- um í Hitaveitu Suðurnesja h/f. Samkomulag hefur orðið um að hlutabréf verði metin á genginu 2,0. Jafnframt hefur orðið sam- komulag um að frá og með gild- istöku sölunnar lækki verðlag á veitusvæði Selfossveitna til jafns við verðlag í Vestmannaeyjum eða um 10 %. Ekki er gert ráð fyrir breytingum í starfsmanna- haldi aðila. Fulltrúar eigenda Selfossveitna líta á hlutabréfaeign í HS sem langtímafjárfestingu í öflugu orkufyrirtæki með mikla vaxtar- möguleika. Jafnframt eru bæjar- fulltrúar sammála um að hand- bært fé vegna sölunnar verði nýtt til niðurgreiðslu skulda en einnig til brýnna verkefna í sveitarfélag- inu s.s. til fjármögnunar á hinum nýja Sunnulækjarskóla. Hitaveita Suðurnesja kaupir rafveituhluta Selfossveitna ➤ Útþensla hitaveitunnar: Ruth Reginalds flutti lagið Ljóssins Englar sem valið var Ljósalagið 2003. 28. tbl. 2004 - 24joi10 7.7.2004 12:41 Page 2

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.