Víkurfréttir


Víkurfréttir - 11.11.2004, Side 2

Víkurfréttir - 11.11.2004, Side 2
2 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA! stuttar F R É T T I R Tónleikar í tilefni nýrr-ar plötu frá Hollensk/Íslenska Jazztríóinu Wijnen, Winter & Thor verða haldnir í Duus húsum fimmtudagskvöldið 11. nóv- ember. Tríóið skipa þeir Andrés Þór gítarleikari, Bob Wijnen sem leikur á Hammond orgel og trommarinn Rene Winter. Tríóið hefur verið starfandi síðan sumarið 2002 og hafa þeir félagar leikið saman víðsvegar í Hollandi á und- anförnum árum auk þess að hafa komið til Íslands til að troða upp og nú síðast á Jazzhátíð Reykjavíkur vet- urinn 2003 við góðar undir- tektir. Leikur hefst klukk- an 20:30 og aðgangseyrir er 1000 krónur. Tónleikar sem enginn má missa af. „Það er forgangsmál okkar í samgöngumálum að klára tvöföldun Reykjanesbrautar og erum öll sammála um það”. Þetta sögðu þingmenn á fundi með fulltrúum Áhugahóps um örugga Reykjanesbraut í Alþingishúsinu á þriðjudag. „Það er gott að finna að þing- menn eru samstíga í þessu máli og eru okkar samherjar. Við eigum fund með Sturlu Böðvarssyni, samgönguráð- herra á föstudag þar sem við munum leita svara hjá hon- um. Þingmennirnir gátu ekki svarað því til hvenær verkinu yrði lokið, sögðu að við yrðum að fá svör frá ráðherra við því. Við skulum ekki horfa fram hjá þeirri staðreynd að við höf- um eins og staðan er nú, ek- kert í hendi um að tvöföldunar brautarinnar verði klár-uð”, sagði Steinþór Jónsson, tals- maður áhugahópsins í samtali við Víkurfréttir. Á fundinum kom fram að end- urskoðun samgönguáætlun- ar væri í gangi og horfa þyrfti á þá staðreynd að fyrir lægi niðurskurður upp á 2 mill- jarða á næstu þremur árum. Þingmenn sögðu að ekki væri ólíklegt að leita yrði annarra leiða til að fjármagna lokak- afla verksins. Þeir ræddu ýmis- legt sem tengist málinu eins og tekjuaukningu ríkissjóðs í bensíngjaldi. Þingmennirnir lofuðu áhuga- hópinn fyrir þeirra þátt og sög- ðu það ljóst að kraftur hans og eftirfylgni hefði haft mik-ið að segja. Guðni Ágústsson, land- búnaðarráðherra sagði að allir þingmennirnir væru að vilja gerðir. „Þetta er vegur allra Íslendinga og mikilvæg braut. Ég vil óska Áhugahópnum til hamingju og vonandi náum við að klára verkið fljótt og vel. Margrét Frímannsdóttir, fyrsti þingmaður Suðurkjördæmis óskaði ef t ir því f yrir hönd þingmannahópsins að hitta áhugahópinn eftir fund hans með samgönguráðherra. „Við verðum aldrei sáttir fyrr en verkið verður k lárað og hlökkum til að takast á við það verkefni með þingmönnum kjördæmisins”, sagði Steinþór Jónsson. Þ I N G M E N N I R N I R S E G J A Þ J Ó Ð A R S Á T T U M T V Ö F Ö L D U N I N A -segja allir þingmenn Suðurkjördæmis. Áhugahópurinn fundar með samgönguráðherra á morgun 8 Harður árekstur flutningabíls og fólksbíls á Vogastapa: 8 Áhugahópur um örugga Reykjanesbraut fundaði með þingmönnum Suðurkjördæmis: Forgangsverkefni að klára Reykjanesbrautina Fulltrúar í Áhugahópi um örugga Reykjanesbraut fyrir framan Alþingishúsið. Frá fundi Áhugahópsins með öllum þingmönnum Suðurkjördæmis í Alþingishúsinu. Mjög hvasst var á slysstað á Reykjanesbraut sl. föstudag og máttu lögreglu- og sjúkraflutn- ingsmenn hafa sig alla við þegar slösuðum var komið í skjól. Tónleikar í DUUS-húsum í kvöld Tveir voru fluttir á slys-adeild Landspítalans í Fossvogi eftir harðan árekstur á Reykjanesbraut á Vogaheiði á fjórða tímanum á föstudag. Þar skullu saman fólksbíll og f lutningabifreið með tengivagn og voru bíl- stjórar þeirra f luttir á slysa- deild. Samkvæmt upplýsingum frá s ly sade i ld L a nd sspít a la ns sluppu mennirnir ótrúlega vel og fengu þeir að fara heim eft- ir skoðun. Hvasst var á slys- staðnum og eru ástæður slyss- ins raktar til þess að ökumaður vöruflutningabílsins mun hafa misst stjórn á bílnum þegar vindhviða skall á honum. Mjög hvasst var á vettvangi slyssins en vindur mældist 35 m/s í hviðum á Strandarheiði. Sluppu með skrekkinn! Það mátti litlu muna að illa færi á Reykja-nesbrautinni á föstu- dag þegar farangurskerra fauk aftan úr lítilli sendi- bifreið á vettvangi umferð- arslyss við Vogastapann. Mikil l v indstrengur var með Stapanum og þegar í st reng nu m fau k ker ra n af tan úr bí lnum og va lt nokkrar veltur út í móa. Ljósmyndari Víkurfrétta náði atvikinu á röð mynda. Hér eru tvær þeirra... Ljósmyndir: Hilmar Bragi Bárðarsson Farangurs- kerra í loftköstum

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.