Víkurfréttir


Víkurfréttir - 11.11.2004, Blaðsíða 25

Víkurfréttir - 11.11.2004, Blaðsíða 25
VÍKURFRÉTTIR I 46. TÖLUBLAÐ 2004 I FIMMTUDAGURINN 11. NÓVEMBER 2004 I 25 Keflvíska söngkonan Elíza Geirsdóttir Newman sem búsett hefur verið í London undanfarin ár hefur nýverið gefið út geisladisk með hljómsveit sinni Skandinavia. Elíza var á ferð á Íslandi fyrir skömmu og kom m.a. fram í þætti Gísla Marteins í Ríkissjónvarpinu og í morgunsjón- varpi Stöðvar 2. Um þessar mundir spilar sveitin víða í Bretlandi og hefur henni hvarvetna verið vel tekið. Fær góða dóma erlendis Platan kom út í Bretlandi í lok sept- ember og hefur henni verið vel tekið af tónlistarpress- unni þar ytra. Tónlistin á plötunni er epískt rokk og ról sem vísar til uppruna Elízu og áhuga hennar á norrænum fræðum. Platan hefur hlotið mjög góða dóma, m.a. hlaut hún 4 K í Kerrang! og einkunnina 9 í Powerplay Magazine. Gagnrýnendur hafa m.a. líkt sveitinni við Led Zeppelin og Evanescence og Elízu við Kate Bush, P.J. Harvey og Anastacia svo eitthvað sé nefnt. Gagnrýnendur eru þó allir sam- mála um það að þarna sé eitthvað einstakt á ferð og ótrúleg rödd Elízu í bland við rífandi rokk, með fiðluleik í kaupbæti sé séríslensk uppfinning sem rokkarar ættu að kynna sér. Þetta er hreinræktuð rokkplata sem ætti að höfða til þeirra sem kunna að meta þétta rokktónlist með frábærum og kraftmiklum söng. Platan inniheldur 10 lög og hafa tvö þeirra áður verið gefin út á smáskífum, “Dark Days” og “Never too late”, auk þess sem gerð hafa verið myndbönd við þau lög. Myndbandið við „Never too late” var einmitt tekið upp í Höfnunum og eiga Suðurnesjamenn sinn þátt í gerð þess, en leikstjóri og framleiðandi er Karl Óttar, bróðir Elízu og með aðalhlutverkið í myndbandinu fer keflvíski leikarinn Sigurður Eyberg. Lærir klassík í bland við rokkið Elíza hefur starfað við tónlist sína frá því hún settist að í London, fyrst með hljómsveitinni Bellatrix, sem áður hét Kolrassa krókríðandi, og svo núna með Skandinavia. Samhliða rokkinu hefur hún lagt stund á framhaldsnám í óperusöng hjá hinni þekktu söng- konu Sigríði Ellu Magnúsdóttur sem býr í London. Elíza segir klassíkina blandast ágætlega við rokkið, enda hafi hún náð mun betri tökum á röddinni og tæknin nýtist henni jafnt í óperu- söngnum sem rokkinu. „Sigríður Ella hefur hvatt mig til dáða og hún styður mig í því sem ég tek mér fyrir hendur, þó áherslurnar í rokkinu séu ólíkar óperunni. Ég á henni mikið að þakka og hún hefur reynst mér góður bakhjarl í Bretlandi.” Elíza segist gjarna vilja koma með sveit sína til frekara tónleikahalds á Íslandi, en það sé þó dýrt að flytja inn heila hljómsveit með öllu tilheyrandi. „Við fengum þó stuðning frá Iceland Express í september sl. til að koma heim og spila á minningart- ónleikum um Fróða Finnson í Iðnó. Það var mjög gaman og við myndum gjarna vilja spila meira fyrir rokk- þyrsta Íslendinga. Vonandi verður af því, en það ræðst að sjálf- sögðu af dagskrá sveitarinnar á næstunni og hvernig gengur að kynna plötuna.” Semur öll lögin sjálf Elíza semur öll lög og texta á plötunni sjálf og stýrir auk þess upptökum í samvinnu við John Fryer. Elízu til halds og traust eru reyndir breskir tónlistar- menn, þeir Martin Maddaford á bassa og Dave Collinder á trommur og á gítar hin fingrafima Claire Wakeman. Platan hefur einnig verið gefin út á Íslandi og sér Skífan um dreifingu, en platan fæst í öllum betri hljómplötuverslunum. Suðurnesjarokkarar eru hvattir til að kynna sér málið og næla í samnefnda skífu Skandinavia í næstu búð. Þeir sem vilja kynna sér hljómsveitina frek- ar geta kíkt á heimasíðu sveitarinnar www.skandinavia.tk þar sem hægt er að sjá ýmsar upplýsingar um sveitina, spila myndbönd og lagabúta, auk þess að lesa fjölda plötu- og tónleikadóma. Skandinavískt Suðurnesjarokk

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.