Víkurfréttir


Víkurfréttir - 11.11.2004, Blaðsíða 12

Víkurfréttir - 11.11.2004, Blaðsíða 12
12 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA! ���������������������� ����������������������� ������������������� ���������������� �� ������������������ �������������������� �������������� ���� ���������� ������� �������������� �������� �������������������� �������������� ���������������� ���������� ����������������������� Það er f r u msý n i nga r-kvöld, klukkan er hálf-átta. Andrúmsloftið í leikhúsinu er magnþrungið, blandað angan af andlitsfarða, hárlakki og ryki. Leikararnir standa á sviðinu og eru að hita sig upp fyrir sýninguna. Eftir nokkrar vel valdar líkams- æfingar tökum við höndum saman og lokum augunum. Við einbeitum okkur að sýn- ingunni. Allt er kyrrt. Svið er myrkvað og ekkert heyrist nema andardráttur ok kar. Þarna, á þessu aug nabli k i erum við eitt. Þetta er okkar s ý n i ng og br át t mu n fól k st re y ma í sa l i n n, he y r u m skvaldrið í þeim sem þegar eru komnir fram í anddyri. Frumsýningarf iðringurinn lætur á sér kræla, við ætlum að leggjast á eitt um að fremja í kvöld svo góða leik list að fólk muni ganga í burtu með bros á vör og góðar minningar. Við tökum saman höndum og öskrum: ENJOY!!! Það eru 20 mínútur í sýningu. Við för- um inn í búningsherbergi og bíðum. Leikstjórinn Bergur Þór Ingólfsson kemur inn og óskar okkur góðs gengis. Nú er ekki eftir neinu að bíða. Ljósin koma upp, tónlistin hækkar og við erum farin af stað inn í töfraheim leikhússins. Nú, er svo komið að 3 sýningar eru búnar og aðsóknin afpyrnu dræm svo ekki sé meira sagt. Hvar eru bæjarbúar? Afhverju eru þeir ekki að skila sér á sýningar? Við hér í Kef lavík eigum eitt glæsilegast áhuga- mannleikhús á landinu og þótt víðar væri leitað. Innan veggja félagsins búa stórkostlegir hæf- ileikar sem springa út sem aldr- ei fyrr í Eftirlitsmanninum sem er á fjölunum hjá okkur um þessar mundir. Leikritið fjall- ar um gerspillt bæjarfélag þar sem embættismennirnir eru rotnir af spillingu. Dag einn fær póstmeistari bréf þess efnis að von sé á eftirlitsmanni sem kanna eigi allan embættisrekst- ur bæjarins. Það verður uppi fótur og fit og þegar glaum- gosi einn að nafni Ivan kem- ur í bæinn þá er hann tekinn í misgripum fyrir hinn rétta eftirlitsmann. Atburðarásin einkennist af endalausum mis- skilningi sem verður bráðfynd- inn í höndum leikara LK. Þetta er bráðskemmtilegur farsi sem er staðfærður á skemmtilegan hátt af leikstjóranum honum Bergi Þór, sem hefur staðið eins og stytta við bak leikar- anna allt æfingaferlið og á mi- kið hrós skilið fyrir góða vinnu og fagmannleg vinnubrögð. Leikararnir standa sig eins og hetjur og fara margir á kostum í hlutverkum sínum. Nú er svo komið að ákveðið hefur verið að lokasýning ver- ði næsta sunnudag kl.20:00. Sý nt er í Fr u m le i k húsi nu í Kef lav ík, Vesturbraut 17. Vona ég að Suðurnesjamenn finni hjá sér leikhúsþorstann og skelli sér á þessa frábæru sýningu sem svíkur engann. Suðurnesjamenn hafa yfirleitt mætt vel á þær sýningar sem leikfélagið hefur verið með og vona ég að ég sjái sem allra f lesta á sunnudaginn. Nú fer hver að verða síðastur. Fyrstir koma fyrstir fá. Miðapantanir eru í síma 421-2540 e.k l.18 á sunnudaginn. Hvet a l la Suðurnesjamenn til að koma, sjá og sannfærast. Rakel Brynjólfsdóttir Félagi í LK. 8 Leikfélag Keflavíkur: Að fremja leiklist! Aðventan og jólin 2 004 Auglýsingasíminn er 421 0000

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.