Víkurfréttir


Víkurfréttir - 11.11.2004, Qupperneq 10

Víkurfréttir - 11.11.2004, Qupperneq 10
10 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA! Ár n i S i g f ú s s o n b æ j -a r s t j ó r i o g B ö ð v a r J ó n s s o n f o r m a ð - ur bæjarráðs skrifuðu f.h. Reykjanesbæjar undir sam- ning við Björgunarsveitina Suðurnes (BS) á félagsfundi sveitarinnar 2. nóvember sl. um framkvæmd margvísleg- ra verkefna en að auki felur samningurinn í sér aðstoð við rekstur sveitarinnar. Samningurinn gildir frá 1. jan- úar 2005 til 31. desember 2007 og mun Reykjanesbær greiða BS samtals kr. 9,5 milljónir fram til ársins 2007 en eftir það verður samningurinn endur- nýjaður árlega. Reykjanesbær greiðir BS kr. 3,5 mil ljónir vegna ársins 2005 en síðan kr. 3milljónir eftir það. Ástæða hærri greiðslu ársins 2005 er kostnaður sveitarinnar vegna öryggisgæslu á Ljósanótt 2004. Í samninginum eru tekin sam- an helstu verkefni BS sem áður hefur verið greitt fyrir sam- kvæmt sérstökum samningum þar um. Verkefni BS eru: undirbúning- ur, framkvæmd og frágang- ur á þrettándabrennu ásamt f lugeldasýningu og gæslu í tengslum við hátíðina sem og öryggisgæsla, aðstoð við um- ferðarstýringu o.fl. á Ljósanótt ár hvert. Einnig tekur samningurinn til undirbúningsvinnu vegna leikja- og þrautasvæðis sem BS hefur hug á að setja upp í ná- grenni höfuðstöðva félagsins. Svæðið hyggst félagið nota til æfinga en það verður að auki opið almenningi til afnota. Að auki felur samningurinn í sér almennan stuðning við rekstur félagsins með niðurfell- ingu á gjöldum, en frá þessu er greint á vef Reykjanesbæjar. Reykjanesbær skrifar undir samning við Björgunarsveitina 8 Mikilvægur samningur fyrir Björgunarsveitina Suðurnes: Vinkonurnar Björg Kristjánsdóttir og Ástrós Anna Vil- hjálmsdóttir 11 ára söfnuðu á dögunum rúmum 24 þúsund krónum fyrir Allý. Þær gengu í hús í Sandgerði og fengu meðal annars flö skur gefins. „Við fengum gefins gleraugna- hreinsi og gengum í hús og seldum fólki. Þegar hreinsir- inn var búinn söfnuðum við flöskum,” segja vinkonurnar en söfnunin tók um 5 daga. Björg og Ástrós segja að þegar þær hafi séð myndir af Allý í Víkurfréttum hafi þær ákveðið að hjálpa henni. „Okkur lang- aði bara að safna smá pening fyrir hana og hjálpa henni þannig. Og það var líka mjög gaman,” segja þær brosandi. Björg Kristjánsdóttir 11 ára og Ástrós Anna Vilhjálmsdóttir 11 ára með innleggsnótuna úr bankanum en þær lögðu inn rúmar 24 þúsund krónur til styrktar Allý. Söfnuðu 24.000 kr. fyrir Allý

x

Víkurfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.