Víkurfréttir


Víkurfréttir - 11.11.2004, Qupperneq 16

Víkurfréttir - 11.11.2004, Qupperneq 16
16 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA! Anastasía Sirenko var valin Qmen stúlkan 2004 síðastliðið laugar- dagskvöld á skemmtistaðnum Traffic í Reykjanesbæ. Keppnin var haldin í annað skiptið en átta glæsilegar stúlkur tóku þátt. Eins og lesendur Víkurfrétta ættu að vita þá hefur keppnin verið í gangi síðan í sumar og hafa þær birst á síðum Víkurfrétta og á netinu. Stúlkurnar höfðu verið á æfingum í u.þ.b. tvær vikur fyrir keppnina og voru að vonum spenntar þegar keppn- ina hófst um kvöldið. Þær voru allar stórglæsilegar hvað varðar hár og förðun en það kom í hlut Art hússins að sjá um það. Að sögn aðstandenda keppninnar höfðu stelpurnar allar tekið miklum fram- förum í framkomu á sviði og í göngulagi frá því þær byrjuðu að æfa til lokakvöldsins. Húsfyllir var á skemmti- staðnum þegar kvöldið hófst og var það enginn annar en Idol stjarnan Kalli Bjarni sem hóf keppnina með stuð- laginu „Hush” til að hita gesti upp. Stúlkurnar komu fram í fötum frá Mangó og ein- nig með skart sem Rakel í Mangó hafði hannað. Að sögn dómnefndar var mjög erfitt að skera úr um sigurvegara kvöldsins vegna þess hve glæsilegar stúlkurnar voru. Anastasía Sirenko, Qmen stúlkan 2004, fékk fjöldann allan af vinningum í kjölfar titilsins en þar má helst nefna 1 árs módelsamning við model. is, úr frá Georg V. Hannah, matur fyrir tvo frá veitinga- staðnum Jia Jia, árskort í lík- amsræktarstöðinni Perlunni, 20 þúsund króna úttekt í tískufataversluninni Mangó, 6 þúsund króna úttekt á veit- ingastaðnum Cafe Duus og Clinique gjafakörfu frá Lyf og Heilsu að verðmæti 25.000 kr.- Netverjar Víkurfrétta tóku þátt í valinu á Qmen stúlkunni 2004 ásamt dómnefnd kvölds- ins sem skipuð var starfs- mönnum Model.is, Rakeli í Mangó, Atla Má Gylfasyni ljósmyndara og Kalla Lú dagskrárgerðarmanni. Qmen stúlkan 2004 var einn vinsælasti liðurinn á vefs- íðu Víkurfrétta og voru tugir þúsunda netverja sem skoðuðu myndirnar af stelpunum. Vegna mik- illa vinsælda keppninnar þykir ljóst að keppnin verði haldin aftur næsta sumar. Anastasía Sirenko Qmen-stúlkan 2004 Húsfyllir á Qmen-kvöldi á veitingahúsinu Traffic: Stúlkurnar voru allar stórglæsilegar hvað varðar hár og förðun en það kom í hlut Art hússins að sjá um það.

x

Víkurfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.