Víkurfréttir


Víkurfréttir - 11.11.2004, Blaðsíða 22

Víkurfréttir - 11.11.2004, Blaðsíða 22
22 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA! Hópbílabikar karla Keflavík-ÍR 98-79 Keflavík: Nick Bradford 27/11, Sverrir Þór Sverrisson 16/8 stð/7 ste, Gunnar Stefánsson ÍR: Grant Davis 28/22, Ómar Sævarsson 16/10, Ólafur Sigurðsson 12. UMFG-Skallagr. 88-80 UMFG: Darrel Lewis 30/ 10/7, Páll Axel Vilbergsson 12, Morten Szmiedowicz 10, Kristinn Friðriksson 10. Skallagrímur: Jovan Zdravevski 26/12, Nicholas Anderson 14, Clifton Cook 13/11, Ragnar Steinsson 12. UMFN-Haukar 93-82 UMFN: Matt Sayman 34/ 8/10, Jóhann Ólafsson 16. Haukar: John Waller 23, Sævar Haraldsson 15, Kristinn Jónasson 15, Mirko Virijevic 10. Hópbílabikar kvenna Keflavík-Breiðab. 100-49 Keflavík: Reshea Bristol 15/10/5/11, María Ben Erlingsdottir 15, Svava Stefánsdóttir 13. Breiðablik: Erica Anderson 15. UMFG-UMFN 60-62 UMFG: Erla Þorsteins- dóttir 21, Sólveig Gunnlaugsdóttir 13. UMFN: Jamie Woudstra 20, Ingibjörg Vilbergsdóttir 18, Sæunn Sæmundsdóttir 13. 1. deild kvenna ÍS-UMFG 62-47 UMFG: Sólveig Gunnlaugsdóttir 15, Erla Þorsteinsdóttir 13, Svandís Sigurðardóttir 2/13. ÍS: Alda Leif Jónsdóttir 22, Stella Kristjánsdóttir 13. Keflavík-KR 81-56 Keflavík: Reshea Bristol 18/12/5/10, Birna Valgarðsdóttir 16, Anna María Sveinsdóttir 13, María Ben Erlingsdóttir 11. KR: Gréta Grétarsdóttir 13/23, Eva Grétarsdóttir 10. Bikarkeppni Evrópu Keflavík-Reims 93-74 Keflavík: Anthony Glover 33, Gunnar Einarsson 28, Magnús Þór Gunnarsson 16. Reims: Fletcher 11/13, Ignatowicz 11/10, Gillet 11. Ólafur Örn Bjarnason, k n a t t s p y r n u k a p p i frá Grindavík, varð um helgina bikarmeistari í Noregi með liði sínu Brann frá Bergen. Brann bar sigurorð af Lyn í úr- slitaleik, 4-1, þar sem Ólafur átti góðan leik og lagði m.a. upp eitt markanna, Brann tók f ljótlega stjórnina í leiknum í gær og kom fyrsta markið á 4. mínútu, en Ólafur lagði markið upp með skalla. Staðan var orðin 4-1 áður en f lautað var til hálf leiks og var eftir það ekki spurning hvernig leikurinn færi. Óla f ur sagði í samta l i v ið Víkurfréttir að tilf inningin hafi verið góð þar sem hann var þar að vinna sinn fyrsta stóra titi l. „Ég held að fólk heima geri sér ekki grein fyr- ir því hvað þetta er stórt mál hérna. Það voru tuttuguþús- und stuðningsmenn frá okkur á vellinum og við hefðum ör- ugglega getað selt þrjátíuþús- und miða ef við hefðum mátt.” Ólafur er á sínu fyrsta ári hjá Brann og hefur stimplað sig rækilega inn og er einn af mik- ilvægustu mönnum liðsins. Hann á tvö ár eftir af sam- ningnum við liðið og sagði stemmninguna vera góða í Bergen. „Þetta er allt miklu stærra en heima og er mikill áhugi og uppgangur í bænum. Ég vissi að þetta yrðu viðbrigði en datt ekki í hug að þetta væri svona stórt í sniðum.” Sportmolar Grétar Hjartar í KR Knattspyrnumaðurinn Grétar Hjartarson, einn af máttar- stólpum Grindavíkurl iðins undanfarin ár, hefur gengið til liðs við KR. Ljóst hefur verið í nokkrar vikur að Grétar myndi ekki spila með Grindavík næsta ár, en fjölmörg lið hérlendis og erlendis hafa borið víurnar í þennan snjalla leikmann. Grindavík verður því að leita að öðrum markaskorara, en Grétar var næst markahæstur í Landsbankadeildinni í sumar. Bradford kominn aftur Nick Bradford, sem lék með körfuknattleiksliði Keflavíkur við góðan orðstý í fyrra, efur snúið aftur og mun leika með liðinu það sem eftir lifir leikt- iðar. Hann átti afar góða inn- komu í sínum fyrsta leik og var drjúgur jafnt í vörn og sókn. Bradford var á mála hjá liði í Englandi, en uni hag sínum ekki vel og hafði samband við Keflvíkinga og bað um að fá að koma aftur. Vegna þess var samningum sagt upp við Mike Matthews, en sá hafði ekki staðið undir væntingum. Ljónin enn ósigruð Ljónin frá Njarðvík sigruðu Leikni, 111-59, í 2. deild karla í körfuknattleik um helgina. Þeir hafa unnið alla sína fjóra leiki, en liðið var s tofnað fyrir yfirstandandi leiktíð. Sævar Garðarson stigahæst- ur Ljónanna gegn Leikni og var með 29 st ig, en Ásgeir Guðbjartsson skoraði 20 og tók 18 fráköst. Þá átti gamla kemp- an Friðrik Ragnarsson einnig mjög góðan leik þar sem hann gaf 17 stoðsendingar. Í sama riðli eru Reynismenn sem unnu B-lið Vals, 82-83, eftir framlengdan háspennu- leik. Þeir hafa unnið þrjá leiki og tapað einum, en Þróttur fra Vogum hafa ekki hafið leiktíð- ina með miklum glans og eru enn án sigurs. Í 2. deildinni eru einnig lið ÍG f rá Gr indav ík og B-l ið Keflavíkur sem tróna efst í sín- um riðli með þrjá sigra í fjór- um leikjum. Ólafur Örn bikar- meistari í Noregi Ólafur fagnar ásamt félögum sínum. Strákarnir í Kef lavíkur-liðinu standa í ströngu þessa dagana enda er ba- rist hart á öllum vígstöðvum í körfunni. Fyrir utan venju- legu mótin hér heima eru þeir í Evrópubikarnum og léku í gær sinn annan leik í keppn- inni. Þeir gáfu sér þó tíma til að setj- ast inn í hljóðver Geimsteins og tóku þar upp nýjasta barátt- usönginn. Lagið er „lauslega byggt” á slag- aranum Walk this Way með Aerosmith og Run DMC og á án nokkurs vafa eftir að hljóma hátt í Sláturhúsinu í vetur. Keflvíkingar með nýjan baráttusöng Ung l i nga r áð Re y n i s /Víði s ke y pt i á dög-u nu m Ford Tr a n sit hópferðabíl til þess að f lytja iðkendur sína á milli keppn- is-og æfingastaða. Fjölmörg fyrirtæki hafa stutt við bakið á u ng l i nga r áði nu og ge r t þeim kleift að eignast þennan myndarlega farskjóta. Í samtali við Þráinn Maríusson, formann Unglingaráðs Reynis, kemur fram að reksturinn sé mjög erfiður og því hafi þessi leið verið farin að festa kaup á sínum eigin bíl með það að markmiði ná niður ferðakostn- aði félaganna. „Það hefur farið gríðarlega mikil vinna í bílinn sjálfan og fyrir hönd unglinga- ráðs Reynis/Víðis vil ég þakka öllum þeim er hönd lögðu á plóginn við að gera þetta mög- ulegt,” sagði Þráinn í samtali við Víkurfréttir. Bæði Sandgerðisbær og Garður hafa gefið Reyni/Víði fyrirheit um aðstoð við rekstur bílsins en að sögn Þráins gengur sam- starfið milli Reynis og Víðis vel og sé árangur sumarsins best til þess fallinn að leggja mat á árangur samstarfsins. Reynir/Víðir kaupa bíl ÚRSLIT VIKUNNAR Stólarnir mæta í Grindavík Grindavík tekur á móti Tindastóli í Intersport-deild- inni annað kvöld. Þar munu heimamenn reyna að ná sér aftur á strik eftir slakt gengi í deildinni að undanförnu. Kristinn Friðriksson, þjálfari Grindvíkinga, segist búast við erfiðum leik. „Þeir eru búnir að leika vel að undanförnu og þó við eigum að vera sterkari á pappírnum verðum við að koma rétt stemmdir í leikinn.” Nágrannaslagur í Keflavík Keflvíkingar taka á móti Grindvíkingum í Intersport- deildinni á mánudaginn. Þar verður um stórleik að ræða eins og alltaf þegar þessi lið eigast við. Sigurður Ingimundarson þjálfari Keflavíkinga á von á hörkuleik. „Grindvíkingar eru með mjög gott lið og verða sérlega erfiðir ef Darrel Lewis spila vel. Við þurfum að mæta af alefli í þennan leik.” Kristinn Friðriksson hjá Grindavík tekur í sama streng. „Það er alltaf erfitt að mæta Keflavík, en það skiptir aðalmáli hvernig við mæt- um tilleiks. Ef við komum ákveðnir mun okkur ganga vel og við stefnum að því.” Leikir vikunnar

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.