Víkurfréttir


Víkurfréttir - 29.12.2004, Page 23

Víkurfréttir - 29.12.2004, Page 23
VÍKURFRÉTTIR I 53. TÖLUBLAÐ 2004 I FIMMTUDAGURINN 29. DESEMBER 2004 I 23 í Hvalsneskirkju Sundbrúðkaup frá byrjun til enda og ég held að langflestir hafi skemmt sér konunglega.” B r ú ð h j ó n i n h é l d u e k k i í eiginlega brúðkaupsferð heldur ákváðu þau að njóta þess góða félagsskapar sem þau höfðu á Íslandi og ferðast um landið. „Dagana eft ir brúðkaupið fórum við með gestina okkar í dagsferðir um Snæfellsnes, Þingvelli, Gullfoss og Geysi. Þessar ferðir vöktu mikla lukku og gjörbreyttu hugmyndum f lestra um náttúrufegurð. Eftir að gestirnir okkar voru farnir heim héldum við áfram að ferðast um landið með fjölskyldunni minni, fórum á lundaveiðar, í stangveiði og í göngur. Við eyddum líka góðum tíma í sumarbústað fjölskyldunnar við Fellsströnd.” Nú hefur hið daglega líf aftur tekið við hjá þeim Eydísi og Matt sem búa í Ástralíu. Þar heldur Eydís áfram læknanámi sínu í janúar en vinnur um þessar mundir að rannsóknum. Ma t t l a u k m a s te r s n á m i í viðskiptafræði fyrr á árinu o g v i n n u r í þ r ó u n a r- o g fjármáladeild byggingaverk takafyrirtækis í Sydney. Líkar honum það vel að sögn Eydísar sem er ánægð með lífið og t i lver una h inum meg in á hnettinum. „Magnús bróðir, Sædís konan hans og Bryndís Ásta, litla frænka mín komu svo til Ástralíu í byrjun október og voru hjá okkur í nokkrar vikur. Það var alveg frábært að fá þau í heimsókn og geta sýnt þeim allt hérna úti.” Sumarið er gengið í garð í Ástralíu og hjónin ungu eru nýbúin að koma sér fyrir í nýju húsnæði. „ Við erum nýbúin að koma okkur fyrir í nýju húsnæði og vorum að klára að taka upp úr síðustu kössunum frá Íslandi. Við erum svo heppin að búa nálægt ströndinni svo við getum oft tekið okkur smá sundsprett fyrir vinnu! Texti: Þorgils Jónsson - Myndir: Héðinn Eiríksson og úr einkasafni. Brúðhjónin ásamt foreldrum sínum eftir athöfnina. Hvalsneskirkja skartaði sínu fegursta á brúðkaupsdaginn og sól skein í heiði Konráð Lúðvíksson leiðir dóttur sína að Hvalsneskirkju. Blómastúlkurnar Guðrún Mjöll og Lovísa Íris fylgja með. Eydís ásamt nöfnum sínum fjórum. Eydísi Eyjólfsdóttur, Eydísi Lúðvíksdóttur, Eydísi Hákonardóttur og Eydísi Emblu Lúðvíksdóttur

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.