Víkurfréttir


Víkurfréttir - 23.06.2005, Blaðsíða 17

Víkurfréttir - 23.06.2005, Blaðsíða 17
VÍKURFRÉTTIR I 25. TÖLUBLAÐ I FIMMTUDAGURINN 23. JÚNÍ 2005 I 17 Ánægjulegur atburður átti sér stað þann 17. júní 2005 í Kirkjulundi. Haldin var háskólahátíð á Suð- urnesjum annað árið í röð. Að þessu sinni voru 20 nemendur að útskrifast frá Háskólanum á Akureyri í fjarnámi í gegnum Miðstöð símenntunar á Suður- nesjum, 13 nemendur af leik- skólabraut og 7 nemendur af viðskiptabraut. Þessir nem- endur eru búnir að stunda nám við Háskólann á Akur- eyri, með aðstoð fjarfundabún- aðar, í heimabyggð sl. 4 ár. Að geta stundað nám með þessum hætti hef ur gef ið mörg um einstaklingum tækifæri til að stunda nám án þess að flytja úr sínu bæjarfélagi og hætta að vinna. Má geta þess að með- alaldur meðal ný útskrifaðra nemenda eru 40 ár. Þessir nemendur hafa staðið sig með miklum ágætum og koma nú inn í atvinnulífið með nýjar hugmyndir og koma þannig með ferskleika á sinn vinnustað. Afar ánægjulegt er að Böðvar Jónsson, nemandi sem hefur stundað fjarnám á viðskipta- braut, útskrifaðist með hæðstu meðaleinkunn á viðskiptabraut við Háskólann á Akureyri. Það sýnir að ekki þurfi að vera lakari árangur hjá þeim sem stunda fjarnám, nema síður sé. Mikilvægt er að einstaklingar sem hafa hug á að stunda fjar- nám á háskólastigi byrji strax á undirbúningi og klári stúd- entsprófið en það er yfirleitt forsenda þess að geta stundað háskólanám, einnig í fjarnámi. Þeir sem hafa áhuga á að stunda fjarnám á háskólastigi er bent á að hafa samband við náms- ráðgjafa sem getur leiðbeint um undirbúning fyrir nám. Mikilvægt er að búa vel að menntun í okkar samfélagi. Á Suðurnesjum höfum við Fjöl- brautaskóla, Öldungadeild, Mið- stöð símenntunar og nú í haust tekur til starfa Íþróttaháskóli. Til að mæta enn betur þörfum háskólanema í fjarnámi hefur verið gerður samningur við Íþróttaháskólann um aðstöðu fyrir háskólanema í fjarnámi í gegnum Miðstöð símenntunar. Frá og með haustinu munu fjarnemendur hafa aðstöðu í Íþróttaakademíunni en Miðstöð símenntunar mun áfram sjá um og halda utan um fjarnámið. Með þessu er gert ráð fyr ir að aðstaða nemenda batni og munu þau m.a. hafa aðgang að bókasafni og lesaðstöðu. Einnig mun aðstaða fyrir nemendur sem sækja í hið óformlega nám batna en flest öll námskeið Mið- stöðvarinnar munu fara fram í húsnæðinu að Skólavegi 1. Framboð á menntun hef ur aukist á Suðurnesjum á undan- förnum árum og mun halda áfram að aukast á meðan eftir- spurn er. Ég vil hvetja alla til að skoða framboðið og finna út hvar áhugi þeirra liggur. Það er hollt fyrir alla að auka við sína þekkingu, hvort sem það er í gegnum stutt, langt, formlegt eða óformlegt nám. Guðjónína Sæmundsdóttir, forstöðumaður Miðstöðvar símenntunar á Suðurnesjum Háskólahátíð í Reykjanesbæ á 17. júní Berglind Kristinsdóttir sem útskrifaðist með B.A. - gráðu í viðskiptafræði og sagði að námið hefði gengið vel. Þó hafi ver ið þörf á að sam eina vinnu, heim ili og skóla. „Stuðningur skólafélaga var mér mjög mikilvægur og það var mikið hjálpast að,” sagði Berglind um skólafé- laga sína. „Námið kom lítið niður á vinnunni þar sem kennt var á kvöldin og um helgar. Ég tók mér einungis frí þegar prófin voru,” sagði Berglind um hvernig gengið hefði að sam- ræma vinnu og skóla. „Það er ótrúlegt að vera búin að klára námið og ef ekki væri fyrir fjarnámið hefði ég aldrei komist í nám. Það versta við að vera útskrifuð er nú finnst mér ég vera að svíkjast um þegar ég er ekki að lesa í einhverjum bókum!” sagði Berglind um gagn- semi fjarnáms og bætti við í lokin að hún myndi mæla með þessari leið til náms. Böðvar Jónsson útskrifaðist með BS - gráðu í viðskiptafræði. Þar að auki útskrifaðist hann sem dúx Háskólans á Akur-eyri en fjarnemandi hefur ekki náð slíkum árangri áður. „Það er ljúft að klára námið og mér líður vel með það. En fjarnám er einstakur kostur fyrir fjölskyldufólk til að geta stundað nám og ættu allir sem vilja að nýta sér þennan valkost. Þetta er líka eitt mesta byggðamál sem upp hefur komið,” sagði Böðvar. „Háskólinn á Akureyri tók stökkið á fjarnnám og hefur því forskot á Háskóla Íslands varðandi fjarnám. En námið sjálft er ekki svo frábrugðið. Einn af helstu kostum þess að vera í fjarnámi er að geta klárað á þeim tíma sem hentar hverjum og einum. Það var frábært hvernig starfsfólk MSS, bæði núverandi og fyrrverandi, lagði sig fram um að aðstoða nemendur. En þau leituðu allra leiða til að hjálpa okkur,” sagði Böðvar. „Með fjarnámi myndast einstök stemning, sem hélt mörgum að námi og leiddi til þess að fleiri kláruðu námið en ella. Þróunin í fjarkennslu hefur verið þannig að nú er hægt að sitja kennslutím- ana heima hjá sér en enn sem komið er eru verkefni mikið unnin í hópum,” sagði Böðvar um fjarnámið. „Það gekk ágætlega að samræma tímann á milli, fjölskyldu, vinnu, skóla og svo má ekki gleyma pólitíkinni. En oft á tíðum var mjög tak- markaður tími til alls og bitnaði skólinn einna helst á fjölskyldunni en hún gaf líka einna mest færi á sveigjanleika,” sagði Böðvar. „Ég hef ekki í huga að halda áfram í námi enn sem komið er, ætla að einbeita mér að næstu bæjarstórnar kosningum. En það er aldrei að vita hvað framtíðin ber í skauti sér,” sagði Böðvar að lokum. Tína Gná Róbertsdóttir útskrifaðist með B.Ed - gráðu í leikskólakennslu frá Háskólanum á Akureyri. Hún valdi að fara þessa leið bæði vegna þess að námið sem þar var boðið upp á lagðist mjög vel í hana og svo hentaði fjarnám betur en að setjast alfarið á skólabekk. Kennslan fer fram með hjálp fjarbúnaðar hjá MSS og sagði Tína Gná það veita henni ákveðið aðhald að vera í tíma hjá kennara. „Skipulag námsins var fínt en þetta er mikið mál samhliða því að sjá um heimili og stunda vinnu sína. Það var oftar en ekki heimilið sem sat á hakanum. En aðalatriðið er að skipuleggja sig og vinna saman sem fjölskylda, þá er þetta hægt,” sagði Tína Gná. Þegar Tína Gná átti eitt ár eftir í námi var henni bent á að athuga hvort hún væri lesblind. Fór hún á námskeið hjá Rann- veigu Lund í MSS þar sem hún var greind lesblind. „Sjálfri datt mér ekki í hug að ég væri lesblind en ég þekki mjög vel til einkenna hans, en svona er maður blindur á sjálfan sig. Það var mikið hjálp fólgin í því að vera greind lesblind því ég fékk svo mikla aðstoð sem hjálpaði mér í náminu,” sagði Tína Gná um að gera greind lesblind. En þess má geta að námskeiðið, sem var niðurgreitt af verkalýðsfélögum, miðaði að því að leiðbeina les- blindum með að læra og finna aðferðir sem hjálpa viðkomandi, til dæmis að lesa upphátt eða undirstrika. „Ég ætla mér að vinna sem leikskólakennari enn um sinn og nýta menntun mína. En hún hefur veitt mér meiri skilning á því sem ég er að gera dagsdaglega. Annars stefni ég á frekara nám seinna meir í sérkennslu,” sagði Tína Gná. Dúx Háskólans á Akur- eyri frá Suðurnesjum

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.