Víkurfréttir


Víkurfréttir - 23.06.2005, Blaðsíða 4

Víkurfréttir - 23.06.2005, Blaðsíða 4
4 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA! ��������� ����������� Auk allrar almennrar garðvinnu, eyðingar á túnfíflum í grasflötum, bíð ég uppá ��������� svo og úðun gegn hinum hvimleiða roðamaur. Nánari upplýsingar í síma 893 0705 ���������������������������� F ríhöfnin ehf. hefur tekið í notkun nýja verslun í komusal flugstöðvar- innar. Verslunin hefur verið stækkuð um 460 m2 frá því sem áður var og er nú orðin 1.000 m2 að stærð. „Stækkun verslunarinnar er al- gjör bylting frá því sem var. Nú er hægt að gefa hverjum vöru- flokki fyrir sig nægilegt rými og bæta útstillingar á vörum. Við höfum meðal annars aukið úr- val snyrtivara, sem eru nú sér deild í versluninni. Við erum mjög ánægð með hvernig til hefur tekist og vonum að við- skiptavinir taki breytingunni vel“, segir Sturla Eðvarðsson, framkvæmdastjóri Fríhafnar- innar ehf. á heimasíðu flughafn- arinnar. Kostnaður við nýja verslun er um 24 millj ón ir króna. Innréttingar voru keyptar frá austurríska framleiðandanum Umdasch, Arkís ehf. arkitektar og ráðgjöf sáu um innanhúss- hönnun og Ístak um uppsetn- ingu innréttinga. Við tilfærslu komuverslunar myndaðist aukið rými í mót- tökusal flugstöðvarinnar fyrir farþega og stækkun farang- ursfæribanda. „Salurinn var hættur að anna álagstoppum þegar margar vélar komu inn í einu. Við tilfærslu komuversl- unar gátum við stækkað tvö af þremur færiböndum um leið og meira gólfpláss myndaðist fyrir farþega. Einnig gaf það okkur svigrúm til að bæta aðstöðu fyrir tollafgreiðslu í salnum,“ segir Höskuldur Ásgeirsson, framkvæmdastjóri Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar hf.á heimasíð- unni. Stækkun komuverslunarinnar og tilfærsla er fyrsti hluti af stækkun flugstöðvarbyggingar- innar til suðurs, en byggingin verður stækkuð alls um 6.000 fermetra á tveimur hæðum. Áætlað er að framkvæmdum ljúki árið 2006. Verslun Fríhafnar í komusal tvöfölduð Breytingar í Fríhöfninni Bæjaryf irvöld í Sand-gerði áætla að koma sér upp hópferðabíl til að sjá um samgöngur á milli Sand- gerðis og Reykjanesbæjar með viðkomu í Flugstöð Leifs Ei- ríkssonar. Mun rekstur hefjast í upphafi nýs skólaárs. Bærinn var á tímabili í viðræðum við bæjarstjórn Garðs um þátttöku þeirra í verkefninu, en upp úr þeim hefur slitnað á meðan Garður leitar nú samninga við SBK um samgöngur til Reykja- nesbæjar. Sigurður Valur Ásbjörnsson, bæjarstjóri í Sandgerði segir í samtali við Víkurfréttir að nú sé stefnt að útboði þar sem verður leitað að hentugri bifreið til að sjá um fólksflutninga. „Við höfum verið í samstarfi vegna rútuferða í FS sem er ekki af- greitt fyrir næsta ár og svo erum við líka með þjónustu fyr ir fatlaða auk þess sem við erum með rútu fyrir skólabörn inn- anbæjar. Þannig sameinum við þessa þætti og bætum þjónustu við bæjarbúa fyrir svipað verð.” Sigurður segir að þeim hafi ekki hugnast að hafa Garð inni í hringferðinni en hafi hins vegar boðið Garðbúum að vera með í fyrirtæki sem ræki í staðinn tvo bíla. Garðbúar ákváðu hins vegar að ræða fyrst við SBK um sam- starf í samgöngum til Reykja- nesbæjar. „Við höfum gert SBK tilboð og þeir eru að fara yfir þau mál í augnablikinu,” sagði Sigurður Jónsson, bæjarstjóri í Garði, en hann býst við því að málin skýrist á næstu dögum. „Við finnum fyrir miklum þrýst- ingi innan bæjarins og stefnum að því að koma samgöngum í gang sem allra fyrst og þá með 3-4 ferðum til Reykjanesbæjar á dag.” Sveitarfélagið Garður og Sandgerðisbær: Ráðgera umbætur á samgöngum Óskum eftir samstarfi við förðunar- og hárgreiðslufólk vegna tískumyndatökuverkefna í allt sumar. Einnig viljum við komast í samband við áhugasama stílista. Vinsamlegast sendið okkur póst á:Qmen@vf.is eða hringið í síma 421 0014 Einnig vantar fyrirsætur, 18 ára og eldri.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.