Víkurfréttir


Víkurfréttir - 04.08.2005, Page 14

Víkurfréttir - 04.08.2005, Page 14
14 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA! Arnar Smárason sigraði á Saltvers-stigamóti hjá Golfklúbbi Suðurnesja á þriðjudag í sl. viku. Hann fékk 40 punkta, einum meira en Ísak Örn Þórðarson og Sig- urður Jónsson. Arnar sem hefur leikið með úrvalsdeildarliði Njarðvíkur í körfu er orðinn liðtækur með kylf urn ar eins og reynd ar margir körfuboltamenn á Suð- urnesjum. Arnar hlaut glæsileg verðlaun, m.a. nokkur kíló af Saltvers-rækju. Hjá kvenfólkinu sigraði Guðný Sigurðardóttir með 33 punkta, Gerða Hall dórs dótt ir varð önnur með 31 og þriðja Ingi- björg Magnúsdóttir með 29 punkta. Stafræn útsending á sjón-varps- og útvarpsefni er hafin um „kapal” Kap- alvæðingar í Reykjanesbæ og eins fyrir önnur kapalkerfi. Um er að ræða erlent efni, kvik- myndir og íþróttir með fullu leyfi. Stafræn sending næst í gegnum svo kall að „Top box” sem er mynd lyk ill sem hægt er að tengja á auðveldan hátt við sjón- varp. Óli Garðarsson hjá Plútó ehf. sagði að mikil þróun væri að eiga sér stað í stafrænum sjón- varpssendingum og hugmyndin væri að taka þátt í þeirri sam- keppni með því að bjóða „Top- box”. Það sem Plútó býður upp á fyrir viðskiptavini Kapalvæðingar í Reykjanesbæ og kapalnotendur í Sangerði eru tveir „pakkar”. Annars vegar kvikmyndapakka og hins vegar íþróttapakka með hundruð beinna útsendinga þar á meðal frá enska, ítalska, spænska og þýska boltanum. Einnig frá NBA körfuboltanum, pílu, snóker, hestaíþróttum, keilu og fleiru.Verð er frá kr. 2000 á mánuði. Aðspurður um hvernær af- greiðsla á þessari nýju þjón- ustu hæfist sagði Óli að hún væri hafin og allar upplýsingar fengjust hjá hon um í síma 8930759 eða 8930-SKY. Aukin þjónusta við notendur Kapalvæðingar og kapalkerfa: Enski boltinn, íþróttir og kvik- myndir fyrir kapalnotendur Suðurnesjakrakkar stóðu sig vel á Unglingalands-mótinu sem fram fór á Vík í Mýrdal sl. helgi og unnu til fjölda verðlauna. Flest verðlaunin fóru til sund- fólks úr ÍRB, þar sem Hermann Bjarki Níelsson var með 5 gull, Marín Hrund Jónsdóttir 2 gull og 2 silfur, Davíð Hildiberg Að- alsteinsson 1 gull, 3 silfur og 2 brons, Eyþór Ingi Júlíusson 2 gull og 2 brons, Jóna Helena Bjarnadóttir 3 gull og 1 brons, Tinna Rún Kristófersdóttir 1 gull, 1 silfur og 1 brons og Íris Guðmundsdóttir fékk 1 brons. Sveit Keflavíkur í boðsundi hreppti gullið í 4x33m skrið- sundi stúlkna og 4x33m fjór- sundi pilta, og silfur í 4x33m fjórsundi stúlkna. Körfuknattleiksdeild Keflavíkur sendi frá sér eitt lið á Unglinga- landsmótið. Stúlkurnar úr 9. fl. kvenna kepptu í 15-16 ára ald- ursflokki og stóðu þær sig með prýði. Auk Keflavíkur var Kor- mákur, Snæfell og Drangur, en Breiðablik keppti sem gestalið, með stúlkur 17-18 ára. Keflavíkurstúlkur töpudu fyrsta leik sínum gegn Kormáki 24-12, unnu svo góðan sigur á Drangi 33-10, en töpudu úrslitaleiknum gegn Snæfelli 26-28 eftir að hafa leitt 26-22 þegar 4 mín. voru eftir af leiknum. Aukaleikurinn, gegn Breiðablik fór 33-30 fyrir Blikum. Suðurnesjakrakkar voru einnig að gera það gott í fitnesskeppni og golfmóti sem haldið var á mótinu. Í fitnessinu var Elísa Sveinsdóttir í 1. sæti í 13 ára flokki stúlkna og Guðrún Mjöll Stefánsdóttir í 3. sæti í 14 ára flokki stúlkna og í golfinu var Guðni Fridrik Oddsson í 2. sæti í höggleik með forgjöf og 3. sæti án forgjafar, í strákaflokki 11-13 ára. Suðurnesjakrakkar að gera það gott í Vík í Mýrdal Þorsteinn Erlingsson í Salt- veri og Arnar Smárason, sigurvegari í mótinu. Þriðjudagsstigamót Golfklúbbs Suðurnesja: Rækjuveisla hjá Arnari Hlynur Pálsson heldur mynd lista sýn ingu byggða á tribalmynstri í Fræðasetrinu á Sandgerð- isdögum. Hlynur hefur áður sýnt verk eftir sig á þessari há- tíð en verk hans nú eru mjög ólík hans fyrri verkum en áður hafði hann unnið með lands- lagsmyndir. „Hugmyndin að þessari sýningu vaknaði þegar ég sá að unga fólkið vera að húðflúra sig með svipuðum myndum og ég er að fást við. Ég hugsaði með mér að það hlyti að vera betra ef þau hefðu bara myndirnar upp á vegg fremur en að sitja uppi með myndirnar alla ævi.” Helmingur ágóðans af sýn- ingunni rennur til langveikra barna. Sýningin verður opin frá föstudegi til sunnudags. Heldur myndlistarsýningu í Fræðasetrinu á Sandgerðisdögum Hlynur Pálsson í Sandgerði: Unglingalandsmót UMFÍ:

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.