Víkurfréttir


Víkurfréttir - 08.09.2005, Side 2

Víkurfréttir - 08.09.2005, Side 2
2 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA! Frelsum Vatnsmýrina og færum landsmenn nær alþjóðaflugvelli: Nýlega var opnuð heima-síða Menningarseturs-ins að Útskálum. Þar er m.a. rakin saga þess og hug- myndir um framtíðaruppbygg- ingu, en í setrinu verður sögu og menningarhlutverki prest- setranna á Íslandi í gegnum aldirnar gerð skil. Þar verður einnig aðstaða fyrir fræðimenn sem eru í rannsóknartengdu framhaldsnámi og aðstöðu fyrir ráðstefnu-og námskeiða- hald sem verður snar þáttur í starfsemi Menningasetursins. Auk sóknarnefndar kemur Sveit- arfélagið Garður að uppbygging- unni ásamt Sparisjóðnum í Kefla- vík. Það er hugbúnaðarhúsið daCoda í Keflavík sem setti upp vefinn. Breið samstaða er á Suð-urnesjum um að flytja innanlandsflugið frá Reykjavík til Keflavíkurflug- vallar og hafa formenn þeirra stjórn mála flokka sem eiga kjörna fulltrúa í bæjarstjórn Reykjanesbæjar ákveðið að gangast fyrir stofnun samtaka sem berjist fyrir flutningi inn- anlandsflugs til Keflavíkurflug- vallar og gerð samgöngumann- virkis milli Straumsvíkur og Vatnsmýrarinnar. Þetta eru þeir Eysteinn Eyjólfsson, for- maður Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ, Eysteinn Jóns- son, formaður Fulltrúaráðs Framsóknarfélaganna í Reykja- nesbæ og Viktor Borgar Kjart- ansson, formaður Fulltrúaráðs Sjálfstæðisfélaganna í Reykja- nesbæ. Þá var óháður aðili feng- inn til að fara með formennsku í undirbúningsstjórninni en það er Páll Ketilsson, ritstjóri Víkurfrétta. Í samtali við Víkurfréttir sögðu formennirnir samtökin verða þverpólitísk og bjóða alla vel- komna sem vilja sýna málefninu stuðning. Hagfræðileg úttekt á þeim hugmyndum sem fram hafa komið verður meðal fyrstu verkefna samtakanna og í fram- haldi af því verður haldið opið málþing þar sem fulltrúum allra sjónarmiða verði boðið til skrafs og ráðagerða. Hægt er að gerast stofnfélagi með því að skrá sig í samtökin á heimasíðu samtak- anna www.flugkef.is en þátttöku- gjald er 1500 kr. Stofnfundur verður auglýstur fljótlega. Mikið hefur verið rætt um flutn- ing Reykjavíkurflugvallar úr Vatnsmýrinni að undanförnu og sitt sýnist hverjum um nýja stað- setningu innanlandsflugsins. Hagsmunir Suðurnesja eru aug- ljósir í þessum efnum og hefur það lengi verið skoðun flestra Suðurnesjamanna að það sé ein- ungis spurning um hvenær en ekki hvort innanlandsflugið flytj- ist til Keflavíkurflugvallar. Hags- munir höfuðborgarinnar eru einnig augljósir þegar horft er til þeirra tækifæra sem skapast í skipulagsmálum Reykjavíkur við niðurlagningu flugvallarins í Vatnsmýrinni. „Við gerum okkur grein fyrir því að það eru hagsmunir lands- byggðarinnar að hafa greiðan aðgang að þeirri þjónustu sem nauðsyn legt er að sækja til höfuðborgarinnar og eru því greiðar samgöngur milli Kefla- víkurflugvallar og miðborgar Reykjavíkur nauðsynlegar,” sögðu formennirnir í samtali við blaðið. Þjóðarsátt um flutning innanlandsflugsins til Keflavíkurflugvallar Flutningur innanlandsflugsins til Keflavíkurflugvallar mun hafa áhrif á samgöngur milli höfuðborgarinnar og lands- byggðar enda vekja hugmyndir um flutning innanlandsflugsins einatt upp háværar gagnrýnis- raddir landsbyggðarfólks. Helst er því haldið fram að flutningur- inn verði til þess að innanlands- flugið leggist af sökum þess að fólk muni velja frekar að aka til Reykjavíkur í stað þess að fljúga, vegna þess viðbótartíma sem bætist við ferðalagið, þ.e. frá Keflavíkurflugvelli til Reykja- víkur. Formennirnir, sem standa að stofnun samtakanna, telja hins vegar að rödd skynseminnar eigi að ráða og auðveldlega sé hægt að leysa þau vandkvæði sem fylgja flutningi starfssem- innar. „Við fullyrðum að með bættum samgöngum sé hægt að ná ferða- tíma frá Keflavíkurflugvelli til Reykjavíkur niður í 25-30 mín- útur. Flöskuhálsinn á leiðinni milli Keflavíkurflugvallar og miðbæjar Reykjavíkur er ekki kaflinn frá Reykjanesbæ til Hafn- arfjarðar heldur liggur vandinn í samgönguhnútum innan höf- uðborgarinnar. Margar leiðir eru til að bæta úr þessum flöskuhálsum. Við höfum til dæmis velt því fyrir okkur hvort ekki sé hægt að gera beina samgöngutengingu frá Straumsvík í Vatnsmýrina sem mætti leysa með gerð brúar og/eða jarðgangna. Allar líkur benda til þess að slík samgöngu- tenging borgi sig og komi til með að stytta ferðatímann veru- lega. Með þessari lausn ætti að vera hægt að skapa þjóðarsátt um málið, Reykvíkingar fá dýr- mætt landsvæði til afnota og að- gengi landsbyggðarfólks að höf- uðborginni breytist lítt,” sögðu þeir Eysteinn Jónsson, Viktor B Kjartansson og Eysteinn Eyjólfs- son í samtali við Víkurfréttir. Stofna samtök um flutn- ing innanlandsflugs til Keflavíkurflugvallar Ný heimasíða Menningar- setursins að Útskálum Eysteinn Eyjólfsson, formaður Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ, Eysteinn Jónsson, formaður Fulltrúa-ráðs Framsóknarfélaganna í Reykjanesbæ, Viktor Borgar Kjartansson, formaður Fulltrúaráðs Sjálfstæð- isfélaganna í Reykjanesbæ og Páll Ketilsson, ritstjóri Víkurfrétta.

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.