Víkurfréttir - 14.09.2006, Side 12
12 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU • www.vf.is • LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA!VÍKURFRÉTTIR I 37. TÖLUBLAÐ I 27. ÁRGANGUR
Breytingar á gjaldskrá Voga:
Fæðingar á sjúkrahúsinu í Keflavík voru 177 á ár-inu 2005, sem er talsverð
fækkun samanborið við árin
tvö á undan. Árið 2004 voru
fæðingar 209 og árið 2003
voru þær 223.
Þetta kemur fram í ársskýrslu
Heilbrigðisstofnunar Suður-
nesja. Þar segir að fæðingar í
Keflavík hafi ekki verið færri i
mörg ár og brýnt sé að efla þjón-
ustu við fæðandi konur.
Fæð ing ar Suð ur nesja búa í
Reykjavík voru 41 á síðasta ári
og þar af 8 á sumarlokunartíma
skurðstofunnar. Árið 2004 voru
fæðingar í Reykjavík 49 og þar
af 15 á sumarlokunartíma. At-
hygli vekur hversu jöfn kynja-
skipt ingin er en 90 stúlkur
fæddust á fæðingardeild HSS á
síðasta ári og 89 drengir. Árið
á undan voru stúlkurnar hins
vegar 105 og drengirnir 106.
Sumarlokun fæðingardeildar
HSS mæltist illa fyrir hjá heima-
mönnum í vor og sýndu þeir
hug sinn með söfnun undir-
skrifta.
FÆRRI FÆÐING-
AR Í KEFLAVÍK
Á fundi bæjarstjórnar Sveitarfélagsins Voga fyrir síðustu helgi voru samþykktar breytingar á gjaldskrá sveitarfélagsins
og segir í bókun að breytingarnar séu til þess
gerðar að renna styrkari stoðum undir fjöl-
skylduvænt samfélag í sveitarfélaginu.
Fellt var niður gjald nemenda í hádegismat Stóru-
Vogaskóla en sú breyting tók gildi 22. ágúst 2006.
Þá var einnig fellt niður gjald fyrir 18 ára og yngri
í sundlaugina og heimilt verður að veita niður-
greiðslu vegna barna sem eru á biðlista á leikskóla
frá 9 mánaða aldri í stað 12 mánaða áður. Síðast-
nefnda breytingin tekur gildi við birtingu gjald-
skrár.
Í breytingunum felast umtalsverðar lækkanir á út-
gjöldum fjölskyldufólks í sveitarfélaginu og vonar
bæjarstjórn að þessar breytingar skapi fjölskyldum
fjárhagslegt svigrúm til að gefa börnunum tæki-
færi til að sækja meira í íþrótta- og tómstunda-
starf. Auk þess standa vonir til þess að niðurfell-
ing gjalds fyrir börn í sundlaugina leiði til þess að
foreldrar og börn fari saman í sund.
„Þetta hefur ekki meiri kostnaðarauka í för með
sér á hvern íbúa í sveitarfélaginu en því sem
nemur blandi í poka fyrir barn einu sinni í viku
allt árið,“ sagði Róbert Ragnarsson bæjarstjóri í
Vogum. „Af þessum aðgerðum hlýst samt kostn-
aðarauki sem ekki var gert ráð fyrir en við finnum
honum stað í endurskoðun fjárhagsáætlunar. Við
erum að uppfylla kosningaloforð þess lista sem
myndar núna meirihluta í sveitarfélaginu,“ sagði
Róbert.
„Útgjaldahækkunin er um 3,5 milljónir á þessu
fjárhagsári og á ársgrundvelli gerir það um 7-8
milljónir. Hækkun á hvern íbúa er því um 7000
kr. sem er ekki stórkostlegt þegar litið er til þess
að öll grunnskólabörn í sveitarfélaginu fá ókeypis
mat í skólanum og ókeypis í sund,“ sagði Róbert
að lokum.
Ókeypis skólamatur
og frítt í sund í Vogum
FRÉTTASÍMINN
SÓLARHRINGSVAKT
898 2222
Sýslumaðurinn í Keflavík
Vatnsnesvegi 33,
230 Keflavík,s: 420 2400
UPPBOÐ
Framhald uppboðs á eftirfarandi
eignum verður háð á þeim
sjálfum, sem hér segir:
Merkines, Austurbær, fnr. 209-
4379, Hafnir, Reykjanesbæ,
þingl. eig. Bjarni Marteinsson,
gerðarbeiðandi Sýslumaðurinn
í Keflavík, miðvikudaginn 20.
september 2006 kl. 10:00.
Sýslumaðurinn í Keflavík,
12. september 2006.
Jón Eysteinsson