Víkurfréttir - 14.09.2006, Qupperneq 18
18 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU • www.vf.is • LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA!VÍKURFRÉTTIR I 37. TÖLUBLAÐ I 27. ÁRGANGUR
Aðalfundur Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum:
Aðalfundur Sambands sveitarfélaga á Suður-nesjum, sem haldinn
var í Vogum á laugardag, telur
afar brýnt að í framhaldi af
niðurstöðu viðræðna Íslands
og Bandaríkjanna um varnar-
mál á Miðnesheiði, sé haft fullt
samráð við heimamenn um
ráðstöfun húsnæðis og þróun
atvinnumála á svæðinu.
Minnt er á að fyrir aðeins 5 mán-
uðum stóðu 900 starfsmenn
frammi fyrir tilkynningu um
uppsagnir starfa hjá Varnarlið-
inu og stærstur hluti þeirra voru
fjölskyldufólk af Suðurnesjum.
Sveitarfélögin hafa lagt sig fram
um gott samráð við ríkisstjórn-
ina til að leysa erfið atvinnumál
þessa stóra hóps og þótt enn sé
því verkefni ekki lokið, er ljóst
að stærsti hluti starfsmanna
hefur þegar gengið til annarra
starfa hér á svæðinu.
Aðalfundurinn lýsir yfir stuðn-
ingi við framkomnar kröfur, um
að leitað verði allra leiða til þess
að koma til móts við þá starfs-
menn varnarliðsins sem eru að
nálgast eftirlaunaaldurinn og
eiga erfitt með að komast inn á
almennan vinnumarkað.
Næstu skref snúa að tilhögun á
nýtingu mannvirkja sem eftir
kunna að standa, hreins un
mengaðra svæða, ráðstöfun
lands og sköpun nýrra atvinnu-
tækifæra.
Mikilvægt er að í því breyting-
arferli sem framundan er verði
allir þættir flugvallarstarfsem-
innar skoðaðir í samhengi og
litið á svæðið sem eina heild.
Það er grundvallaratriði að sveit-
arfélögin séu áhrifavaldar um
þá framtíð sem hér er mótuð.
Þessi ályktun var samþykkt sam-
hljóða af fundinum.
Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum (SSS) lýsir ánægju með að loks skuli
hilla undir lok framkvæmda
við 3ju hæð D-álmu við HSS.
Endurnýjun skurðstofa og
aukið rými mun án efa gefa
HSS aukin sóknarfæri og auka
þjónustu við íbúa Suðurnesja
frá því sem verið hefur. Mikil-
vægt er að tryggja að framlög
á fjárlögum sem standi undir
aukinni starfsemi og tryggi
fulla þjónustu á skurðstofum
allan sólarhringinn allt árið.
Hlutverk D-álmu hefur breyst
frá því að vera hjúkrunardeild
fyrir aldraða við sjúkrahúsið, í
það að efla almenna sjúkrahús-
þjónustu við íbúana og því er
mikilvægt að nú þegar verði
gefið framkvæmda og rekstrar-
leyfi fyrir byggingu og rekstri
nýs hjúkrunarheimilis í Reykja-
nesbæ. Jafnframt verði rekstur
Víðihlíðar og annarra hjúkr-
unarheimila á Suðurnesjum
tryggður. Framboð hjúkrun-
arrýma er í algjöru lágmarki
Suðurnesjum í samanburði við
önnur svæði.
Mikilvægt er að samkomulag
sem sveitarstjórnir á Suður-
nesjum gerðu við fyrrverandi
heilbrigðisráðherra sé í fullu
gildi þrátt fyrir að nýir einstak-
lingar taki við starfi ráðherra
heilbrigðismála.
Um nokkuð skeið hafa verið í
gildi samningar milli ríkisins og
reynslusveitarfélaga um rekstur
heilsugæslu s.s. á Höfn í Horn-
arfirði og á Akureyri. Telur aðal-
fundurinn að nú liggi fyrir nægj-
anleg reynsla til þess að heimila
öðrum sveitarfélögum, sem þess
óska, að yfirtaka rekstur heilsu-
gæslu með samningi milli ríkis-
ins og viðkomandi sveitarfélags.
Skorar fundurinn á ríkisvaldið
að verða við slíkum óskum.
Þetta kemur fram í samþykkt að-
alfundar SSS frá síðustu helgi.
Tryggja skal fulla þjónustu
á skurðstofum HSS
-allan sólarhringinn allt árið
Haft sé fullt samráð við heimamenn
-um ráðstöfun húsnæðis og þróun atvinnumála
Aðalfundur Sambands sveitarfélaga á Suð-ur nesj um, ít rek ar
við Alþingi að lokið verði
við gerð Suðurstandavegar
sem allra fyrst. Vegurinn er
mikilvæg vegtenging innan
hins nýja Suðurkjördæmis og
nauðsynleg tenging á milli at-
vinnusvæða. Aðalfundurinn
telur mikilvægt að ljúka gerð
Ósabotnavegar þegar á næsta
ári með bundnu slitlagi.
Einnig skorar SSS á Alþingi
að láta lýsa upp og breikka
stofnvegi á Reykjanesi s.s.
Grindavíkurveg, Sandgerðis-
veg, Garðskagaveg og Garð-
veg. Mikil aukning umferðar
á þessum vegum kallar á lausn
hið fyrsta.
Fund ur inn legg ur einnig
áherslu á samræmingu veg-
merkja á Suðurnesjum.
Þá legg ur að al fund ur inn
áherslu á tvöföldun Reykjanes-
brautar frá Hvassahrauni til
Hafnarfjarðar og frá Fitjum
að Flugstöð Leifs Eiríkssonar.
Fundurinn telur brýnt að mis-
læg gatna mót verði byggð
samhliða framkvæmdum nú
við væntanlegt Hæðahverfi í
Reykjanesbæ og ráðstafanir
gerðar vegna reiðvega og um-
ferðar hjólreiðafólks.
Fundurinn skorar á yfirvöld að
tryggja almenningssamgöngur
á milli bæja á Suðurnesjum
og til höfuðborgarsvæðisins
sérstaklega í ljósi breytinga á
reglugerð hvað varðar leigu-
bílaakstur sem þegar hefur
komið niður á þjónustu við
íbúa svæðisins.
Aðalfundurinn minnir ráð-
herra, þingmenn og Vegagerð-
ina á að kynna sér forgangsröð
verkefna í samgöngumálum
á Reykjanesi sem kynnt er í
áfanga skýrslu Sam göngu-
nefndar SSS og lögð er fram
sem sameiginleg niðurstaða
sveitarstjórna á Suðurnesjum
á síðasta ári.
Aðalfundurinn fagnar árangri
í samgöngumálum á Reykja-
nesi. Sérstaklega er ástæða
til að fagna fækkun slysa á
Reykjanesbrautinni eftir að
fyrsti hluti hennar var tvö-
faldaður en mikilvægt er að
framkvæmdir tengdar umferð-
aröryggismálum hafi forgang í
hverju kjördæmi fyrir sig.
Breiðari og bjartari stofnvegi
SSS skorar á Alþingi:
Brotthvarf Varnarliðsins: