Víkurfréttir


Víkurfréttir - 14.09.2006, Síða 24

Víkurfréttir - 14.09.2006, Síða 24
24 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU • www.vf.is • LESTU NÝJASTA SPORTIÐ DAGLEGA!VÍKURFRÉTTIR I ÍÞRÓTTASÍÐUR Uppátæki Sigursveins vakti mikla kátinu meðal áhorfenda og meira að segja eiginkona hans lagði leið sína á völlinn sem gerist ekki oft. VF-sport molar Mættu Lúxemburg í gær Ís lenska landsliðið mætti Lúxemburg í B-deild Evr- ópukeppninnar í körfuknatt- leik í gær. Víkurfréttir fóru í prentun áður en úrslit urðu ljós. Nánar um leikinn á vf.is Njarðvíkingar Allt hreint meistarar Njarðvíkingar urðu á mánu- dag Allt hreint meistarar í körfuknattleik er þeir lögðu Bárð Eyþórsson og lærisveina hans í ÍR í úrslitaleik móts- ins. Lokatölur leiksins voru 95-76 Njarðvíkingum í vil og höfðu heimamenn frum- kvæðið allan leikinn. KR- ingar höfnuðu í þriðja sæti í mótinu eftir frækinn 92-91 sigur gegn Grindvíkingum þar sem ungstirnið Brynjar Björnsson gerði sigurkörfu KR þegar um ein sekúnda var til leiksloka. Sigurður hættur hjá Grindavík Sigurður Jónsson hætti í gær sem þjálfari Grindavíkur í Landsbankadeildinni. Magni Fannberg og Milan Jankovic, sem voru aðstoðarþjálfarar Sigurðar í sumar, tóku við stjórn liðsins. Sigurður tók við Grindavíkurliðinu fyrir þessa leiktíð og voru miklar vonir bundnar við hann sem þjálfara en Grindvíkingar eru í sömu stöðu og oft áður, fallbaráttunni. Jafnaði vallarmetið á Selsvelli Guðmundur Rúnar Hall- grímsson, kylfingur í GS, jafnaði vallarmetið á Sels- velli á Flúðum sl. laugardag þegar Réttarmótið fór fram. Guðmundur Rúnar lék á 67 höggum, eða 3 höggum und ir pari. Vall ar met ið var sett þann 26. júní 2003 þegar Skarphéðinn Elvar Skarphéðinsson fór hringinn einnig á 67 höggum. Guð- mundur Rúnar fékk 7 fugla á hringnum, þar á meðal 4 í röð; á 11., 12., 13. og 14. holu. Hann var með 8 pör, 2 skolla og einn skramba(+2). Hann fékk 38 punkta fyrir árangur sinn. ÍSLAND-NOREGUR Íslenska kvennalandsliðið í körfuknattleik tekur á móti Noreg i í S láturhúsinu í Keflavík á laugardag kl. 14:00. Þetta er annar leikur liðsins í B-deild Evrópukeppninnar en íslensku stúlkurnar töpuðu fyrsta leik gegn Hollandi. www.vf.is/ithrottir jbo@vf.is - 421 0004 Ber er hver á baki? Formaður knattspyrnu-deildar Reynis varð að standa við stóru orðin á laugardag þegar deildarkeppn- inni í 2. deild lauk. Þrátt fyrir 2-1 tap Reynismanna gegn Fjarðabyggð skellti formaður- inn sér á „berbak“ á þessum fína mótórfáki. Sigursveinn Bjarni Jónsson, for- maður KSD Reynis, gerði fyrst garðinn frægan þegar Reynis- menn komust upp í 2. deild. Þá hljóp Sigursveinn á þvengnær- buxum um Gróttuvöll eftir 4-1 sigur Reynismanna á Gróttu. „Ef við hefðum ekki komist upp í 2. deild þá hefðu strákarnir þurft að borga mér kassa af öli hver. Í formannsræðu minni á árshátíð deildarinnar í fyrra sagði ég að ég myndi ekki nota þvenginn ef Reynir kæmist upp í 1. deild,“ sagði Sigursveinn. Þvengurinn var svo boðinn upp á árshátíðinni í fyrra og fór fyrir heilar 15 þúsund krónur. „Nú er bara spurning hvort við bjóðum upp hjálminn eða mótorhjólið,“ sagði Sigursveinn léttum rómi en þegar flautað var til leiksloka í Sandgerði á laugardag kom Sig- ursveinn á „berbaki“ með Sand- gerðisfána við hönd. Uppátækið vakti mikla athygli og jafnvel kona Sigursveins lagði leið sína á völlinn til þess að berja dýrð- ina augum. „Þetta var ekkert í samanburði við það að hlaupa í 30 vindstigum á Gróttuvelli, þá var ég fjólublár en á laugar- dag var ég rétt aðeins rauður.“ Flestir velta vöngum yfir því hvað Sigursveinn muni taka til bragðs ef Sandgerðingar ynnu sér þátttökurétt í Landsbanka- deild en Sigursveinn sagði það aðalatriði að Reynir héldi sér uppi í 1. deild. „Það er reyndar verið að skora á mig í annað veð- mál ef við höldum okkur uppi, þessa dagana er ég bara með höf- uðið í bleyti,“ sagði Sigursveinn að lokum. Njarðvík og Reynir í 1. deild Suðurnesjaliðin Njarðvík og Reynir hafa tryggt sér sæti í 1. deild að ári en Njarðvíkingar höfnuðu í 2. sæti deildarinnar og Reynis- menn í því þriðja. Fjarðabyggð varð meistari í 2. deild eftir 2-1 sigur á Sandgerðingum á laug- ardag. Adolf Sveinsson, sóknarmaður Reynis, var markahæstur í deild- inni en hann gerði 13 mörk í sum ar. Aron Smára son hjá Njarðvík gerði níu mörk og var fimmti markahæsti í deildinni og þar á eftir kom félagi Arons í Njarðvík, Eyþór Guðnason, með átta mörk. Leiknar voru 18 umferðir í deildinni og töpuðu Njarðvíkingar aðeins einum leik og gerðu fjögur jafntefli. Sandgerðingar töpuðu fjórum leikjum og gerðu fimm jafn- tefli. Stærsti sigur Njarðvíkinga í sumar kom gegn Sindra og lauk þeim leik 10-0 fyrir Njarð- vík en Reynismenn áttu einnig sinn stærsta sigur í sumar gegn Sindra og lauk þeim leik 6-0. Bæði Reynismenn og Njarðvík- ingar halda árshátíðir sínar á laugardag. Sandgerðingar hittast í Samkomuhúsinu og hefst há- tíðin kl. 19:00. Miðapantanir á árshátíð Reynis fara fram í síma 899 9580. Njarðvíkingar verða með sína árshátíð í Stapa á laug- ardagskvöld og verður húsið einnig opnað kl. 19:00. Miða- pantanir í síma 862 6905. Trúðurinn í Noregi um helgina Fimmti heimsbikartitill Gunnars Gunnarssonar er í aug sýn en hann hafnaði í öðru og þriðja sæti í Heimsbikartorfærunni í Finn- landi á dögunum. Gunnar braut öxul á seinni keppnisdegi en það kom ekki í veg fyrir að hann myndi klára keppnina. „Ég hef ekki brotið öxul í tæp fjögur ár en ég var staddur í næst síð ustu braut á seinni keppnisdeginum þegar hann klipptist í sundur. Við komum honum þó saman og ég fór lokabrautina á fullu húsi, fékk 350 stig fyrir hana, en ég hélt ég myndi ekki ná þessu,“ sagði Gunnar sem er í 2. sæti í Heims- bik ar tor færunni, nokkrum stigum á eftir Gísla Jónssyni en lokamótið fer fram í Noregi um helgina. „Efnið í brautunum í Noregi og Finnlandi er svipað og ég á því von á svipuðu að- stæðum í Noregi og voru í Finn- landi, það verður mikið ryk,“ sagði Gunnar.

x

Víkurfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.